Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013 Sveitakeppni Golfsambands Íslands fór fram um síðustu helgi. Í sveita- keppninni keppa sveitir klúbbanna í landinu sín í milli í holukeppni en bestu kylfingar sérhvers klúbbs skipa sveitirnar. Keppt er að jafn- aði í holukeppni, en í neðstu deild- um í hvorum flokki er keppnisfyr- irkomulag höggleikur án forgjafar. Alls sendu fimm golfklúbbar á Vest- urlandi átta sveitir til leiks, fimm í karlaflokki og þrjár í kvennaflokki, og náðu nokkrar af þeim mjög góð- um árangri. Borgnesingar sigruðu Sveit Golfklúbbs Borgarness sigr- aði í 2. deild karla sem fram fór í Vestmannaeyjum, en sveitin bar sigurorð af sveit Golfklúbbsins Leynis frá Akranesi í úrslitaleik deildarinnar 3:2. Liðin höfðu áður mæst í riðlakeppni deildarinn- ar á föstudeginum þar sem Skaga- menn höfðu betur 3:2. Með sigrin- um tryggðu Borgnesingar sér þátt- tökurétt í 1. deild að ári, en það mun vera í fyrsta skipti sem GB á sveit í efstu deild í sveitakeppninni. Þrátt fyrir tap sitt munu Leyns- menn fylgja grönnum sínum í Borgarnesi upp í 1. deild en sveit- in hafði fallið úr deildinni í fyrra. Sveit Golfklúbbsins Jökuls frá Ólafsvík keppti einnig í 2. deild en hún hafnaði í 5. sæti. Leyniskonur upp um deild Kvennasveit Leynis gerði gott mót á Víkurvelli í Stykkishólmi þar sem 2. deild kvenna var spiluð og bar sigur úr býtum. Leikfyrirkomulag var 36 holu höggleikur án forgjaf- ar þar sem fjögur bestu skor hverr- ar sveitar á hring taldi. Skagakon- ur léku á samtals á 731 höggi, sext- án höggum betur en heimasveit Golfklúbbsins Mostra sem lék á 747 höggum. Sveit Golfklúbbsins Vestarr í Grundarfirði, sem einn- ig lék í deildinni, hafnaði síðan í fjórða sæti á 767 höggum. Sveitir Leynis og Mostra munu því leika í 1. deild að ári, en þetta mun vera í fyrsta skipti sem Mostri leikur í 1. deild. Valdís Þóra Jónsdóttir í GL lék best allra keppenda á mótinu og gerði hún sé lítið fyrir og setti nýtt vallarmet á Víkurvelli á föstudeg- inum þegar hún lék á 71 höggi, eða einu undir pari. Vestarr hélt sæti sínu Karlasveitir Vestarr og Mostra léku í 3. deild sem fram fór á Grænanes- velli á Neskaupsstað. Mostramenn náðu ekki að sigra eina viðureign í keppninni og urðu því að bíta í það súra epli að falla niður í 4. deild. Sveitin hafnaði í 8. sæti. Sveit Vest- arr átti hins vegar betra gengi að fagna og komst í undanúrslit eftir riðlakeppni. Þar tapaði sveitin fyr- ir sveit Golfklúbbs Akureyrar 3:0. Í leik um þriðja sæti biðu Grund- firðingar síðan lægri hlut gegn sveit Golfklúbbs Ísafjarðar einnig 3:0. Fjórða sætið var því þeirra og áframhaldandi þátttökuréttur í 3. deild að ári. hlh Fundað var í stjórn Faxaflóahafna í Ráðhúsinu í Borgarnesi á föstu- daginn. Að fundi loknum heimsótti stjórnin, ásamt helstu stjórnendum Faxaflóahafna, Grímshúsið í Brák- arey í Borgarnesi. Þar hélt stjórn Grímshússfélagsins móttöku en eins og Skessuhorn hefur áður greint frá stendur félagið að endurbyggingu þessarar fyrrum vöruskemmu út- gerðarfélagsins Gríms hf. sem starf- rækt var í Borgarnesi um miðja síð- ustu öld. Að sögn Páls S. Brynjars- sonar sveitarstjóra Borgarbyggð- ar og stjórnarmanns í Faxaflóahöfn- um var um hefðbundinn stjórnar- fund að ræða en megintilgangur þess að funda í Borgarnesi var að kynna stjórnarmönnum hafnarsvæðið í Borgarnesi, sem er í eigu Faxaflóa- hafna, og þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað í nágrenni þess. Sig- valdi Arason, formaður Grímshúss- félagsins, kvaðst verulega ánægð- ur með að fá Faxaflóahafnarmenn í heimsókn. Hann segir að smiðir á vegum félagsins séu að vinna af full- um krafti í húsinu en gert er ráð fyr- ir að nýju þaki verði komið á hús- ið í þessari viku þegar ný límtrés- sperra verður sett upp á milli út- veggja hússins. Ný smábátahöfn á áætlun Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxa- flóahafna var ánægður með heim- sóknina þegar Skessuhorn ræddi við hann og segir hann algjört grund- vallaratriði að stjórnendur hafnar- samlagsins fylgist grannt með því hvernig landið liggur á hafnarsvæð- um félagsins. Í áætlunum Faxaflóa- hafna er gert ráð fyrir því að byggð verði upp smábátahöfn í Borgarnesi og hafi stjórnendur einnig verið að kynna sér svæðið með þá uppbygg- ingu í huga. Heimsóknin í Gríms- húsið hafi verið fróðleg og ánægju- legt hafi verið að kynnast uppbygg- ingunni þar og ræða við forsvars- menn Grímshússfélagsins. Vel hafi verið tekið á móti fulltrúum Faxa- flóahafna og segir Gísli að áhuga- vert verði að fylgjast með framvindu þessa framtaks heimamanna. hlh Í byrjun september munu hjónin Kristjana og Baltasar Zamper hefja viðgerðir á listaverkunum í Flateyj- arkirkju á Breiðafirði. Listaverkin eru örlítið farin að láta á sjá enda var kirkjan ekki nægilega vel upp- hituð, einangruð eða rakaþétt þeg- ar listaverkin voru máluð um 1990. Kirkjan er nú vel einangruð, búið að komast fyrir allan leka með við- gerðum utandyra og þakjárnsskipt- ingu sem Ólafur Gíslason úr Skál- eyjum og fjölmargir velunnarar Flateyjarkirkju stóðu svo að fyrir fáeinum árum. Upphitun kirkjunn- ar og loftskipti eru eftir það betri, en það verk er í umsjón Þorgeirs Kristóferssonar úr Bjargi. mm/GS/ Ljósm. úr safni Skessuhorns. Viðgerðir á listaverkum Flateyjarkirkju hefjast senn Stjórn Faxaflóahafna fundaði í Borg- arnesi og heimsótti Grímshúsið Stjórn og stjórnendur Faxaflóahafna ásamt stjórn Grímshússfélagsins stilltu sér upp fyrir myndatöku í Grímshúsinu á föstudaginn. Leynismenn endurheimtuö sæti sitt í 1. deild. Efri röð f.v. Willy Blumenstein, Þórður Emil Ólafsson, Kristvin Bjarnason, Alexander Högnason liðsstjóri. Neðri röð f.v. Hannes Marinó Ellertsson, Stefán Orri Ólafsson, Ingi Fannar Eiríksson og Hróðmar Halldórsson. Ljósm. Golfklúbbur Vestmannaeyja. Góður árangur vestlenskra golfklúbba í Sveitakeppni GSÍ Kvennasveit Leynis með sigurlaun sín. F.v. Þóranna Halldórsdóttir liðsstjóri, Pá- lína Alfreðsdóttir, Friðmey Jónsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir, Hildur Magnúsdóttir, Elín Dröfn Valsdóttir og María Sveinsdóttir. Ljósm. Eyþór Ben. Sveit Golfklúbbs Borgarness, sigurvegar í 2. deild. Efri röð f.v. Ingvi Jens Árnason formaður GB, Finnur Jónsson liðsstjóri, Jóhannes Ármannsson, Arnór Tumi Finnsson, Haraldur Már Stefánsson, Rafn Stefán Rafnsson, Hlynur Þór Stefánsson. Neðri röð f.v. Bjarki Pétursson, Hilmar Þór Hákonarson fulltrúi liðsstjóra og Jón Örn Ómarsson. Ljósm. Golfklúbbur Vestmannaeyja. Kvennasveit Mostra sem tryggði sér sæti í 1. deild að ári. F.v. Sara Jóhannsdóttir, Hulda Mjöll Hallfreðsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Elísabet Valdimarsdóttir, Helga Björg Marteinsdóttir og Unnur Valdimarsdóttir. Ljósm. Eyþór Ben.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.