Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013 abc Sumarfríum er nú lokið í leik- skólum á Vesturlandi og mikið um að vera hjá nemendum þeirra og starfsfólki. Mikill fjöldi barna dvelur og stundar nám í leikskól- um landshlutans og er nemenda- fjöldi þeirra 967 samkvæmt saman- tekt Skessuhorns. Leggja skólarn- ir mismunandi áherslur í starfi sínu eins og gefur að skilja. Hér á eftir er samantekt Skessuhorns um starf leikskólanna á Vesturlandi unn- in með símtölum við stjórnendur þeirra. Tekið skal fram að í fjórum tilfellum eru leikskólar sameinaðir grunnskólum og vísar Skessuhorn í greinar um þá sem er að finna á öðr- um síðum hér í Skólablaðinu. Þetta eru Leik- og grunnskóli Hvalfjarð- arsveitar, Laugargerðisskóli í Eyja- og Miklaholtshreppi, Auðarskóli í Dalabyggð og Reykhólaskóli. Akranes Á Akranesi eru starfræktir fjór- ir leikskólar; Akrasel, Garðasel, Teigasel og Vallarsel. Í heildina eru 405 börn á leikskólum á Akranesi. Akrasel Leikskólinn Akrasel var stofnað- ur 8. ágúst árið 2008 og átti því ný- verið fimm ára afmæli eins og lesa mátti um í síðasta Skessuhorni. Á Akraseli verða 122 nemendur í vet- ur og eru þeir yngstu sem tekn- ir eru inn á öðru aldursári. Deildir skólans eru fimm talsins og eru þær aldursskiptar. Skólastarfið hófst 6. ágúst síðastliðinn. Starfsmenn skólans eru 35 með fólki í eldhúsi og við stjórnun og er hlutfall fag- lærðra 74%. Starfið á Akraseli snýr að miklu leyti að heilbrigði og umhverf- isvernd. „Akrasel er Grænfána- skóli og við vinnum eftir kjörorð- um skólans sem eru Náttúra, Nær- ing og Nærvera. Aðaláherslur skól- ans eru endurvinnsla, endurnýt- ing og umhverfismenntun og einn- ig vinnum við mikið með jóga. Við erum í samtökum sem nefnast Birta, ásamt þremur öðrum leik- skólum,“ segir Anney Ágústsdótt- ir skólastjóri Akrasels. Markmið Birtu er að vinna að lífsleikni barna í gegnum jóga og að gera umhverf- ismennt, heilbrigði, hreyfingu og hollt fæði áberandi í starfi leik- skóla. „Við tökum svo þátt í Co- meníusarverkefni sem er samstarfs- verkefni leikskóla víða um Evrópu og ber nafnið Me and my Europe. Þann 27. maí til 1. júní fengum við 21 gest frá átta löndum í heimsókn. Tilgangur þessarar heimsóknar var að skiptast á hugmyndum og að læra hver af öðrum,“ segir Anney. Garðasel Þetta skólaárið verða 76 nemendur á leikskólanum Garðaseli á Akra- nesi og þau yngstu fædd árið 2011. Skólanum er skipt niður í þrjár ald- ursskiptar deildir; Lón, Holt og Vík. Starfsmenn Garðasels eru 22 í 19 stöðugildum. „Við erum með marga faglærða og 14 leikskóla- kennara í þessum stöðum,“ segir Ingunn Ríkharðsdóttir leikskóla- stjóri. Skólastarfið hófst 6. ágúst síðastliðinn. Garðasel er heilsuleikskóli og aðili að Samtökum heilsuleikskóla á Íslandi. „Það eru samtök sem eru alltaf að stækka og eflast og eru nú 24 heilsuleikskólar víðsvegar um landið. Það er mjög gaman að til- heyra svona samtökum og gam- an að hitta og vera með kennur- um og stjórnendum annarsstaðar af landinu. Það víkkar sjóndeildar- hringinn og eflir okkur mjög. Við erum einnig að vinna með uppeldi til ábyrgðar sem er uppbyggingar- stefna sem leggur áherslu á jákvæð og góð samskipti og að taka ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Ingunn. Leikskólinn Garðasel mun taka þátt í Comeniusarverkefni með aðilum frá sex löndum á komandi vetri. „Það er mikið um að vera og þetta verkefni gengur út á að efla samskipti barna í Evrópulöndum. Verið er að kynna hefðir og siði landa og einnig er verið að vinna með enskuna. Verkefnið víkkar sjóndeildarhringinn hjá bæði nem- endum og kennurum sem fara og skoða aðstæður á leikskólum í öðr- um löndum,“ segir Ingunn. „Einn- ig erum við að setja endapunktinn á vinnu við nýja skólanámskrá.“ Ing- unn segir samstarf leikskólanna á Akranesi skapa gott andrúmsloft. „Viðhorf á leikskólum á Akranesi er mjög gott og jákvæðni mikil. Fólk er farið að taka eftir því og því þakka ég miklu samstarfi sem er á milli leikskólanna fjögurra á Akra- nesi,“ segir Ingunn að endingu. Teigasel Á leikskólanum Teigaseli á Akranesi verða 72 börn í vetur og þau yngstu fædd árið 2011. Þar af eru 17 börn að koma á leikskólann í fyrsta sinn. Teigaseli er skipt í tvær aldursskipt- ar deildir og á leikskólanum starf- ar 21 starfsmaður með eldhúsi og stjórnendum. „Við erum mjög vel mönnuð af menntuðu fólki,“ segir Margrét Þóra Jónsdóttir leikskóla- stjóri. Skólinn hófst skömmu eftir versl- unarmannahelgi og hefur aðlögun nýrra barna staðið yfir að undan- förnu en hún tekur nú styttri tíma en áður. „Aðlögunin gengur vel og við munum klára hana á föstudag- inn. Með styttri aðlögun erum við að koma til móts við foreldra og að- lögunin veitir öryggi fyrir börnin,“ segir Margrét. Líkt og áður spil- ar stærðfræði stóran þátt í starfi Teigasels sem og atferlisþjálfun fyr- ir börn með röskun á einhverfurófi. „Við erum heimaleikskóli á Akra- nesi fyrir atferlisþjálfun og vorum þau fyrstu til að taka það upp. Hvað stærðfræðikennsluna varðar hefur hún gefist mjög vel og grunnskóla- kennarar í Brekkubæjarskóla hafa talað um að börn frá okkur beri af í stærðfræði,“ segir Margrét. Nú stendur yfir undirbúnings- vinna fyrir Grænfánaumsókn á Teigaseli og vinna við gerð nýrr- ar skólanámsskrár. „Ég er að vinna með frábæru starfsfólki og hlakka til að starfa í vetur með frábæru starfsfólki og yndislegum börnum og foreldrum. Allt vinnum við sam- an og náum árangri með góðri sam- vinnu,“ segir Margrét að endingu. Vallarsel Á Vallarseli eru 135 börn innrit- uð, tveggja ára og eldri. Aðlögun barnanna hófst fyrir skömmu og segir Brynhildur Björg Jónsdóttir leikskólastjóri hana ganga mjög vel. Starfsmenn Vallarsels verða um 35 í vetur og þar af eru 19 leikskóla- kennarar, tveir grunnskólakennar- ar, fimm leikskólaliðar, þrír í eld- húsi og leiðbeinendur þar að auki. Vallarseli er skipt í sex aldurskiptar deildir; Lund, Hnúk, Stekk, Velli, Skarð og Jaðar. Tónlistarkennsla spilar stórt hlutverk í starfsemi Vallarsels. „Allt skipulagt starf hefst formlega 1. september og eins og alltaf verð- ur tónlistin okkar helsta og stærsta séreinkenni,“ segir Brynhild- ur. Elstu börnin á Vallarseli munu halda stóra Vökudagatónleika í samstarfi við börn úr Brekkubæjar- skóla og Heiðrúnu Hámundardótt- ur tónmenntarkennara. Vallarsel er elsti starfandi leikskólinn á Akra- nesi og verður 35 ára á vordögum. „Við komum til með að halda sér- staklega upp á þann dag og verður það kynnt þegar nær dregur,“ segir Brynhildur. Hátt hlutfall nemenda á Vallarseli eru af erlendu bergi brotin. „Því erum við búin að gera sérstaka fjölmenningarstefnu sem við erum mjög ánægð með. Okkur finnst skipta máli að vera með slíka stefnu sem við vinnum eftir,“ segir Brynhildur. Ný aðalnámskrá leikskóla var sett fram árið 2011 og er nú vinnu að skólanámskrá Vallarsels lok- ið. „Hún verður send út á haust- dögum. Hér á Vallarseli hefur ver- ið stanslaus vinna við að gera nýja skólanámskrá upp úr aðalnámskrá síðastliðin tvö ár og hafa allir starfs- menn komið að henni,“ segir Bryn- hildur. Lóðin á Vallarseli fékk ný- verið mikla upplyftingu og var mik- ið lagfært. Þær framkvæmdir voru liður í fimm ára áætlun um endur- gerð lóðarinnar. Borgarbyggð Í Borgarbyggð eru starfræktir fimm leikskólar; Andabær á Hvanneyri, Hnoðraból í Reykholtsdal, Hraun- borg á Bifröst og leikskólarnir Klettaborg og Ugluklettur í Borg- arnesi. Alls eru 223 nemendur í leikskólum Borgarbyggðar. Andabær Leikskólinn Andabær er á Hvann- eyri og í vetur verða þar 28 börn. Þau yngstu sem tekin eru inn eru 16 mánaða gömul og er skólan- um skipt niður í tvær aldursskiptar deildir. „Okkur var veitt undanþága vegna dagmömmuleysis á svæðinu, annars er takmarkið 18 mánaða í Borgarbyggð,“ segir Valdís Magn- úsdóttir leikskólastjóri. Í skólan- um eru átta stöðugildi og hófst að- lögunarferli fyrir nýja nemendur 8. ágúst sl. „Við erum heppin með fjölda faglærðra og erum með fjóra leikskólakennara og einn íþrótta- kennara.“ Andabær er Grænfánaskóli og hefur verið það síðan 2005. „Við höfum endurnýjað fánan fimm sinnum sem er með því mesta sem þekkist á landinu,“ segir Vig- dís. Andabær er einnig leikskóli á heilsubraut. „Við erum reglu- lega með íþrótta- og æfingatíma í Andabæ og mataræði nemenda fylgir ráðleggingum Lýðheilsu- stöðvar. Mikil áhersla er lögð á að vinna fæðið frá grunni og við bök- um t.d. brauð okkar að mestu leyti sjálf. Með haustinu stefnum við á að verða fullgildur heilsuleikskóli,“ Leikskólar á Vesturlandi Á fimm ára afmæli Akrasels fyrr í þessum mánuði kom Ingó veðurguð og tók lagið með börnunum. Börn úr Garðaseli á Akranesi að leik úti í náttúrunni. Nemendur á íþróttahátíð Teigasels á Akranesi fyrr á þessu ári.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.