Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013 ÚTBOÐ Ljósleiðaravæðing Hvalfjarðarsveitar Hvalfjarðarsveit óskar eftir tilboðum í röralagnir, blástur ljósleiðara og tengingar. Verklok eru eigi síðar en 15.6.2014. Verkið felur í sér að plægja eða grafa niður blástursrör frá dreifistöðvum kerfisins inn á lögheimili Hvalfjarðarsveitar, setja niður tengiskápa og brunna ásamt frágangi lagnaleiðar, blástur ljósleiðarastrengja og tengingar ljósleiðaranets Hvalfjarðarsveitar. Helstu magntölur eru: - Plæging blástursröra 165.000 m - Blástur stofnstrengja 112.000 m - Blástur heimtaugastrengja 97.000 m Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með mánudeginum 19. ágúst 2013. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Kristinn Hauksson með tölvupósti, kristinn.hauksson@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti. Tilboðum skal skila á Verkfræðistofuna EFLU, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík (1.hæð gengið inn á suðurhlið) fyrir kl. 11:00 mánudaginn 2. september 2013, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar S K E S S U H O R N 2 01 3 Áhugahópur um eflingu ferðaþjón- ustu gekkst fyrir íbúafundi í Dala- búð sl. miðvikudag, um ferða- mannastaði í Dalabyggð. Þar var lýst eftir hugmyndum um framtíð- arskipulag atvinnu- og ferðamála í sýslunni. Einkum var óskað eftir að þeir sem tengdust ferðamálunum mættu á fundinn og á hann komu um 30 manns. Kristín Þorleifsdótt- ir landslagsarkitekt hefur umsjón með verkefni tengdu framtíð ferða- þjónustunnar í Dölunum. Hafði hún framsögu og ræddi við gesti á fundinum. Fór hún m.a. yfir núver- andi stöðu ferðaþjónustu í Dölun- um og kynnti verkefni um skrán- ingu og kortlagningu áhugaverðra ferðamannastaða í Dalabyggð. Margar hugmyndir komu fram og var þeim safnaði í pott til frekari úr- vinnslu. Sumar hugmyndirnar snú- ast um það sem gæti verið á næsta leyti og aðrar um framtíðarverk- efni. Breyttar og bættar samgöngur voru mikið til umræðu á fundinum og þau áhrif sem þær gætu haft á þróun mála næstu áratugina. Tölur sýna að umferðin gegnum Dalina hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum. Umferðin hefur ekki síst aukist eft- ir að vegurinn um Þröskulda varð aðaltengingin frá Vesturlandi vest- ur á firði. þá „Ég veit hreinlega ekki hvað er að sumu fólki,“ segir Kristberg Jóns- son í Baulunni í Borgarfirði um umgengni bíleigenda um bílaþvot- taplan við verslun hans upp á síð- kastið. Segir hann umgengni afar slæma. Af þessum sökum hefur ver- ið ákveðið að loka bílaþvottaplan- inu í sumar. „Við höfum stöðugt verið að koma að ónýtum kústum í sumar í upphafi vinnudags, illa frá- gengum slöngum og rusli á víð og dreif. Í sumar ákváðum við að hætta að endurnýja kústana og vera bara með slöngu á planinu. Bíleigendur gátu þá komið með eigin svamp eða bílaþvottasett til að nota einnig sem húsbílafólk gætu notað slöngurnar til að dæla vatni á bílana sína,“ segir Kristberg, eða Kibbi eins og hann er jafnan kallaður. „Umgengn- in breyttist ekki við þetta og því ákváðum við að hætta að bjóða upp á þessa þjónustu.“ Kibbi segir að umgengni hafi versnað á síðustu misserum en hún hafi verið nokkuð góð fyrri hluta sumars. „Síðan versnaði þetta ein- hverra hluta vegna.“ Að auki segir Kibbi að oft hafi komið fyrir að úr- gangur úr húsbílum hafi verið los- aður á bíla- og þvottaplan Baulunn- ar. Í mörgum tilfellum hafi þetta verið bílar með erlendum bílnúm- erum. „Það þarf eitthvað að gera í þessum málum. Fólk getur bara ekki hagað sér svona áfram.“ Þess utan höfðu hestakerrur verið þrifn- ar á planinu og hrossatað skilið eft- ir út um allt plan. Af þessum sök- um hafi verið skrúfað fyrir vatn á nóttinni síðasta mánuðinn. „Okkur þykir leiðinlegt að þurfa að loka en við höfum stolt boðið upp á á þessa þjónustu hingað til þar sem það sárlega vantar aðstöðu sem þessa í Borgarfirði, einkum þó í Borgar- nesi. Nú er hins vegar bara kom- ið nóg.“ hlh Veiðitímabil á grágæs og heiða- gæs hófst 20. ágúst sl. og stend- ur til 15. mars. Varpið hófst frem- ur seint í ár og því var upphafi veiðanna seinkað á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs til 1. sept- ember. Algengt er að veiðimenn bíði með gæsaveiði þar til í sept- ember ekki síst í ljósi þess að þá er einnig heimilt að hefja veiðar á þeim andategundum sem veiddar eru. Fjöldi veiðimanna fer hins- vegar til veiða fyrstu dagana, sér- staklega þeir sem veiða heiðagæs- ir, en þeim hefur fjölgað mjög síð- ustu árin, eins og reyndar ýmsum andategundum, en veiðitölur end- urspegla gott ástand á gæsastofn- um. Á vef Umhverfisstofnunar segir að veiðimenn séu minntir á að óheimilt er að skjóta ófleyga fugla og hafa ber í huga að bú- ast má við ófleygum gæsaungum á fyrstu dögum veiðitímabilsins. Veiðimenn eru ennfremur minnt- ir á alfriðun blesgæsar en hún hef- ur verið friðuð síðan 2003. þá Makrílveiðar handfærabáta frá Snæfellsbæ eru nú farnar að ganga ágætlega, en þær fóru hægt af stað þegar opnað var fyrir þær 1. júlí sl. Síðasta föstudag var nóg að gera í höfnunum í Snæfellsbæ en þá lönd- uðu yfir 30 makrílbátar ágætum afla og var verið að landa úr bátunum til klukkan rúmlega eitt aðfararnótt laugardagsins, þegar þessi mynd var tekin í Ólafsvík. Á mánudaginn voru flestir bátanna með góðan afla og lönduðu sumir tvisvar þann dag- inn. Aflinn hefur fengist alveg frá Rifi og suður á Malarrif. Um það bil eitt þúsund tonn eru eftir í pott- inum og vonast sjómenn til að bætt verði við hann. þa Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vest- urlandi hefur ákveðið að koma að styrkumsókn sem Orkusetur land- búnaðarins við Landbúnaðarhá- skóla Íslands á Hvanneyri stendur að ásamt öðrum rannsóknastofn- unum í Finnlandi og Írlandi. Um er að ræða samstarfsverkefni um þró- un lausna í framleiðslu lífeldsneyt- is og lífræns áburðar en sótt er um styrk til Norðurslóðaráætlunar Evr- ópusambandsins (NPP). Markmið samstarfsins er að sameina þekk- ingu, reynslu og tengslanet þeirra sem aðild eiga að samstarfinu í þeim tilgangi að innviðir svæða, á borð við Vesturlands, verði betur í stakk búnir til að nýta lífmassa. Um er að ræða orku- og áburðarframleiðslu en meginmarkmiðið er að stuðla að aukinni sjálfbærni á svæðinu. Dæmi um rannsóknarefni er möguleg nýt- ing lífrænnar orku til húshitunar og sem eldsneyti. Eiður Guðmundsson, verkefn- isstjóri Orkuseturs landbúnaðar- ins, segir að nú þegar hafi verkefnið fengið vilyrði fyrir forverkefnis- styrk frá NPP sem nýttur verður til að undirbúna umsókn um aðal- styrk. Hann segir að vinna við um- sókn standi yfir fram á næsta vetur en senda þarf inn öll gögn til NPP í síðasta lagi fyrir júlí á næsta ári. Ef af verður mun verkefnið standa yfir í allt að tvö ár. Um spennandi verk- efni verður að ræða, að mati Eiðs, sem að stofninum til er rannsókn- arvinna. Hvað Íslandshluta rann- sóknarinnar snertir er meiningin sú að framkvæma rannsóknir á tveim- ur svæðum á landinu, á Norðaust- urlandi og á Vesturlandi. hlh Frá fundinum um atvinnumál í Dalabúð. Frá hægri talið: Sveinn Pálsson sveitar- stjóri Dalabyggðar, Henný Árnadóttir sumarstarfsmaður, Kristín Þorleifsdóttir landslagsarkitekt og verkefnisstjóri, aðstoðarkona hennar og Rósa Björk Hall- dórsdóttir framkvæmdastóri Markaðsstofu Vesturlands. Ljósm. bae. Ágætlega mætt á fund um ferðamál í Búðardal www.skessuhorn.is Fylgist þú með? S: 433 5500 Bílaþvottplani Baulunnar lokað vegna slæmrar umgengni Bílaþvottaplani Baulunnar hefur nú verið lokað. Líflegt á makrílveiðunum í Snæfellsbæ Framtíðin getur borið ýmislegt í skauti sér. Hér má sjá nútíma haughús í útlöndum sem safnar saman lífrænni orku. Sækja um styrk til rannsókna á sjálfbærri orkunotkun í landbúnaði Gæsaveiðitímabilið er byrjað

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.