Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013 F A S TU S _E _1 9. 08 .1 3 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • verslun opin mán - fös 8.30 - 17.00 Hakkavélin frá Sirman er alvöru tæki sem afkastar 25kg/10mín. Úrbeiningahnífarnir frá Granton eru heldur ekkert lamb að leika sér við. Harðjaxlar í eldhúsið Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. ODORITE ÖRVERUHREINSIR MILDEX-Q MYGLUEYÐIR WIPE OUT OFNA OG GRILLHREINSIR NOVADAN KLÓRTÖFLUR - Í POTTINN SEPT-O-AID ÖRVERUR FYRIR ROTÞRÆR HÁÞRÝSTIDÆLUR ERTU Á LEIÐ Í BÚSTAÐINN ÚRVALS VÖRUR FYRIR VIÐHALDIÐ OG VERKIN Í BÚSTAÐNUM. KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! Akranesvöllur – Pepsi-deild karla ÍA – Breiðablik Fimmtudaginn 22. ágúst kl. 18.00 Allir á völlinn Heildarafli íslenskra skipa í júlí- mánuði síðastliðnum, metinn á föstu verði, var 0,8% meiri en í júlí 2012. Það sem af er árinu veiddist 0,1% meiri afli en á sama tímabili árið 2012, sé aflinn metinn á föstu verði samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands. Aflinn nam sam- tals 101.444 tonnum í júlí á þessu ári. Botnfisksafli jókst um tæp 2.800 tonn frá júlí 2012 og nam tæpum 27.100 tonnum. Þar af var þorskafl- inn tæp 13.200 tonn, sem er aukn- ing um tæp 2.900 tonn frá fyrra ári. Ýsuaflinn nam rúmum 1.700 tonn- um sem er 295 tonnum minni afli en í júlí 2012. Karfaaflinn nam tæp- um 4.000 tonnum í júlí 2013 sem er rúmlega 1.200 tonna meiri afli en í fyrra. Rúm 5.000 tonn veiddust af ufsa sem er 170 tonna aukning frá júlí 2012. Afli uppsjávartegunda nam rúmum 70.900 tonnum, sem er rúmlega 14.400 tonnum minni afli en í júlí 2012. Samdráttinn má rekja til um 6.500 tonna minni síld- arafla, sem nam 8.900 tonnum í júlí 2013, og rúmum 8.100 tonna minni makrílafla, sem nam rúmum 61.800 tonnum í júlí 2013. Nær engar aðr- ar uppsjávartegundir voru veiddar í mánuðinum. mm Sölufólk og gestir á Sveitamarkaði í Nesi í Reykholtsdal áttu góðan dag á laugardaginn. Sífellt fjölgar sölufólki og úrvali af varningi sem í boði er. Markaðurinn er haldinn í gömlu hlöðunni í Nesi og kenndi þar ýmissa grasa. Handverk, græn- meti, sultur, skart, hunang og smyrsl búin til úr íslenskum jurt- um og margt fleira. Gestir fengu sér svo kaffi í Sveitakaffi. Markað- urinn nú líkt og tvisvar fyrr í sumar var haldinn af Framfarafélagi Borg- firðinga og staðarhöldurum í Nesi og er vafalítið kominn til með að vera því hann hefur notið vaxandi vinsælda. mm/ Ljósm. jsg Góð aðsókn að sveitamarkaði í Nesi Afli íslenskra skipa nánast jafn mikill og fyrir ári Búið er að taka ákvörðun um að gera við Magnús SH, skip Skarðs- víkur ehf í Rifi, í skipasmíðastöð Þ&E á Akranesi. Eins og kunnugt er kom upp eldur í skipinu þegar unnið var við lengingu þess og við- gerðir 30. júlí síðastliðinn í Slippn- um á Akranesi. Upptök brunans eru rakin til rafmagnstækis í eld- húsi. Tryggingamiðstöðin hefur bókfært tjón vegna brunans upp á 180 milljónir króna, en tjónið á skipinu er þó mun meira. Það var þó ekki dæmt ónýtt en óvissa var um tíma um hvort gera ætti við það eða ekki. Nú hefur verið ákveðið, að sögn eiganda skipsins, að láta gera skipið upp og verður verk- ið unnið hjá Þorgeiri og Ellert hf. á Akranesi. Skipta þarf m.a. um lít- inn hluta af ytra byrði stjórnborðs- megin, smíða nýja brú og endur- innrétta allt í kringum brunasvæði í skipinu. „Það verður klárað að gera við skipið hjá Þ&E, enda er skip- ið þar og erfitt að flytja það annað í þessu ástandi. Þeir hjá Þ&E vinna vel og það er búið að gera mik- ið fyrir skipið. Það hefði verið afar leiðinlegt að þurfa að henda þessu öllu,“ sagði Sigurður Kristjónsson skipstjóri og útgerðarmaður Magn- úsar SH í samtali við Skessuhorn. Samkvæmt tilboðinu um við- gerðir á skipinu eiga lagfæringar á Magnúsi SH að standa yfir í sex mánuði og á báturinn að verða klár til veiða í mars. Aðspurður hvort mögulegt verði að ná að veiða kvóta Magnúsar SH á þeim tíma sem þá verður eftir af kvótaárinu, svaraði Sigurður: „Já, við verðum að veiða af krafti og taka alvöru stemningu á þetta þegar skipið kemur úr við- gerð.“ sko Gert verður við Magnús SH á Akranesi Magnús SH stendur norðan við Slippinn á Akranesi. Nú verður hafist handa við viðgerðir á ný eftir brunann. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.