Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013 Hvernig finnst þér að vera að byrja í skólanum? Jónas Árnason Ég er að fara í 10. bekk í Brekku- bæjarskóla og er spenntur fyr- ir skólanum en hefði viljað að sumarfríið væri aðeins lengra. Júlía Rós Þorsteinsdóttir Ég er að fara í 8. bekk í Grundaskóla og er ekkert sér- staklega spennt fyrir skólanum, það hefði verið fínt að fá lengra sumarfrí. Helgi Rafn Rafnkelsson Ég er að fara í 8. bekk í Grunda- skóla og hlakka til að sjá breyt- ingarnar þegar maður byrjar í unglingadeildinni. Kristrún Skúladóttir Ég er að fara að hefja mitt há- skólanám þar sem ég ætla að læra stærðfræði í Háskóla Ís- lands og er mjög spennt fyr- ir nýju námi og nýjum tímum framundan. Spurning vikunnar (Spurt í Eymundsson á Akranesi) Telma Björg Rafnkelsdóttir Ég er að fara í 3. bekk í Grunda- skóla og er spennt fyrir að fara í skólann í vetur og byrja að nota reiknivél í stærðfræði. Grundarfjörður tók á móti Leikni frá Fáskrúðsfirði sl. laugardag í þriðju deildinni í knattspyrnu. Grundfirðingar voru í fallsæti fyr- ir leikinn eftir að lið Kára hafði komist í næsta sæti fyrir ofan síð- asta fimmtudag. Því var um gríðar- lega mikilvægan leik að ræða. Leik- urinn var frekar tíðindalítill fram- an af en á 35. mínútu náði Heim- ir Þór Ásgeirsson forystunni fyr- ir heimamenn með góðu marki. Í byrjun síðari hálfleiks náðu gestirn- ir svo að jafna gegn gangi leiksins. Skömmu síðar varð vendipunkt- ur leiksins þegar að einn gestanna braut á Ingólfi Erni Kristjánssyni. Góður dómari lét leikinn halda áfram þar sem að Danijel Smiljko- vic var að sleppa einn í gegn. Da- nijel kláraði færið af yfirvegun og kom heimamönnum í 2:1. Dóm- arinn gaf svo leikmanninum sem braut á Ingólfi seinna gula spjald- ið og þar með rautt. Eftir það var engin spurning hvoru megin sigur- inn lenti og náðu Grundfirðingar að bæta við tveimur mörkum. Aft- ur var það Danijel Smiljkovic sem að kom heimamönnum í 3:1 og svo skoraði Christian Hurtado Guilla- mon úr vítaspyrnu eftir að brot- ið hafði verið á Ingólfi innan teigs. Lokastaðan því sanngjarn 4:1 sig- ur. Grundfirðingar eiga næst erfið- an leik gegn ÍH á Grundarfjarðar- velli nk. föstudag. tfk Hafþór Júlíus Björnsson er kominn í úrslit í keppninni sterkasti mað- ur heims 2013, sem fram fer í Sa- nya í Kína um þessar mundir. Haf- þór, sem ættaður er frá Svarfhóli í Svínadal, komst auðveldlega í úr- slitin eftir að hafa náð góðum ár- angri í tveimur greinum á mánu- dag. Varð hann efstur í greininni „Fingal fingers,“ sem snýst um að reisa 250 kg staur eins oft og menn geta. Í trukkadrætti lenti Hafþór í öðru sæti og var þá orðinn örugg- ur um að keppa til úrslita þar sem hann mun etja kappi gegn þeim sem lenda í tveimur efstu sætum í fimm riðlum á mótinu. Auk þess sigraði Hafþór aukagrein móts- ins sem kölluð er Aðalsteinar og ber því nú titilinn Konungur stein- anna. Á föstudaginn og laugardag- inn keppir Hafþór svo til úrslita þar sem keppt verður í þremur grein- um hvorn dag. jsb Jófríður Ísdís Ska f t adó t t i r, fyrrum liðsmað- ur Umf. Skipa- skaga á Akra- nesi, en keppir nú fyrir FH, tví- bætti Íslands- metið í kringlu- kasti í flokki 15 ára stúlkna á móti félagsins í Kap- lakriki í Hafnarfirði sl. miðvikudags- kvöld. Jófríður kastaði lengst 39,97 metra og bætti gamla metið um einn og hálfan metra, en það setti hún á Meistaramóti Íslands á Akureyri fyrr í sumar. Þá kastaði hún 38,42. Jó- fríður er greinilega í mikilli framför og hafði talsverða yfirburði á FH- mótinu, kastaði rúmum tíu metrum lengra en Thelma Björk Einarsdótt- ir frá Selfossi sem varð í öðru sæti á mótinu. þá Þriðjudaginn 13. ágúst sl. var haldið Sam Vest mót á Skallagrímsvellinum í Borgarnesi. Þar leiddu saman hesta sína í frjálsum íþróttum keppend- ur frá UDN, HSH, UMSB, HSS og HHF ásamt Ungmennafélag- inu Skipaskaga og Ungmennafélagi Kjalnesinga. Alls mættu 82 kepp- endur á öllum aldri og skráningar voru um 350 talsins. Mótið tókst vel enda margir sem lögðu hönd á plóg- inn svo að allt gengi snurðulaust fyr- ir sig. Keppendur voru svo leystir út með grillveislu í lokin. Síðastliðið mánudagskvöld var svo haldin samæfing Sam-Vest hópsins í Borgarnesi. Þar mættu um 20 krakkar sem nutu leiðsagn- ar þjálfara sinna auk gestaþjálfara, þeirra Alberto Borges frá ÍR og Fannars Gíslasonar úr FH. Stefnt er að því að senda sameiginlegt lið Sam-Vest í bikarkeppni 15 ára og yngri sem haldin verður laugardag- inn 24. ágúst á Kópavogsvelli. mm/ Ljósm tfk og bá. Skallagrímsmenn þurftu að lúta í gras gegn liði KB í síðasta úti- leik sínum í B-riðli 4. deildar karla í Íslandsmótinu í knattspyrnu sl. fimmtudagskvöld. Lokatölur urðu 4:0 fyrir heimamenn en leikur- inn fór fram á Leiknisvelli í Breið- holti. Þrátt fyrir tapið verma Borg- nesingar áfram 5. sæti B-riðils með 15 stig. Næsti leikur liðsins, og sá síðasti á tímabilinu, fer fram föstu- daginn 23. ágúst á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Um sannkallað Vestur- landsslag verður að ræða en það er sameiginlegt lið Snæfells/Geislans sem leikur gegn heimamönnum. hlh Lið Snæfells/Geislans mátti þola enn eitt tapið þegar það fékk lið Stál-úlfs í heimsókn á Stykkis- hólmsvöll síðdegis á laugardag- inn í B-riðli 4. deildar karla í knatt- spyrnu. Gestirnir réðu lögum og lofum í leiknum og sigruðu að end- ingu 0:4. Níunda tap Snæfells/ Geislans var því staðreynd. Lið- ið situr því sem fastast á botni B- riðils með fjögur stig. Síðasti leikur liðsins fer fram á föstudaginn þegar það mætir liði Skallagríms í Borg- arnesi. Leikurinn hefst stundvís- lega kl. 18:30. hlh Hafþór Júlíus þegar hann tók við verðlaunum fyrir Vestfjarðavíkinginn 2012 í Búðardal. Hafþór Júlíus kominn í úrslit í keppninni um sterkasta mann heims Brotið á leikmanni Grundfirðinga i teignum. Grundfirðingar lögðu Leiknismenn Ungir spjótkastarar njóta leiðsagnar þjálfara sl. mánudag. SamVest mót fór fram í Borgarnesi Mikið fjör var á Sam Vest mótinu 13. ágúst sl. Keppnisskapið vantaði ekki og hér eru þrír einbeittir drengir að etja kappi í hlaupi. Tap í síðasta útileik Borgnesinga Níunda tapið í röð Jófríður tvíbætti Íslandsmetið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.