Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013
Síldin skyggir á
makrílinn
LANDIÐ: Skipstjórar skip-
anna sem eru á makrílmiðum
á hafsvæðum í kringum landið,
einkum fyrir austan og suðaust-
an, segja allt upp í helming síld-
ar í aflanum, en sjómenn ein-
beita sér nú að makrílnum áður
en síldarvertíðin hefst. ,,Það er
alls staðar hægt að fá síld en
markmiðið á makrílveiðunum
er að fá sem minnst af síld sem
aukaafla. Þar stendur hnífurinn
í kúnni því síldin er alls stað-
ar þar sem kastað er fyrir mak-
ríl. Það kemur reyndar fyrir að
menn fái svo til hrein makríl-
höl en það er hefur verið fátítt á
miðunum fyrir Austur- og Suð-
austurlandi,“ segir Arnþór skip-
stjóri á Lundey NS, í frétt á vef
HB Granda.
–þá
Landsbyggðin lifi
LANDIÐ: Aðalfundur félags-
ins Landsbyggðin lifi verður
haldin laugardaginn 31. ágúst
nk. klukkan 14:30 á Brúarás-
skóla í Jökulsárhlíð í Fljótsdals-
héraði. Á undan er áhugavert
málþing á vegum Framfarafélag
staðarins og LBL og hefst kl 10.
–fréttatilk.
Beisla brenni-
steinsvetnið
OR: Nú er að hefjast bygging
gasskiljustöðvar við Hellisheið-
arvirkjun með það hlutverk að
hreinsa brennisteinsvetni úr út-
blæstri virkjunarinnar. Vegfar-
endur um Hellisheiði hafa vafa-
lítið fundið lykt af mengun frá
borholum á svæðinu. Það er
fyrirtækjahópur undir forystu
Héðins hf. sem vinnur verkið og
á smíðinni að ljúka í mars 2014.
Verkið kostar rúmar 290 millj-
ónir króna, að því er fram kem-
ur í frétt frá OR. Bjarni Bjarna-
son, forstjóri Orkuveitunnar,
segir að brennisteinsvandinn sé
mikilvægasta umhverfisvanda-
mál Orkuveitunnar til að leysa
nú um stundir. „Smíði þessar-
ar stöðvar er mikilvægt skref til
lausnar og það verður áhuga-
vert að sjá árangur þessa áfanga
í þróunarverkefninu. Spennandi
viðskiptatækifæri tengd jarð-
hitagasi eru líka að skjóta upp
kollinum en ábyrgðin á lausn
þess vanda sem fylgir starfsemi
Hellisheiðarvirkjunar hvílir
auðvitað á Orkuveitunni,“ seg-
ir Bjarni.
–mm
Áfram feiknar-
veiði í Þverá
,,Það eru komnir 2.550 laxar á
land,“ sagði Ingólfur Ásgeirsson
sem var að leiðsegja veiðimönn-
um í Þverá í Borgarfirði er tíð-
indamaður Skessuhorns heyrði
í honum á bökkum árinnar í
fyrradag. Þetta er þrisvar sinn-
um betri veiði í Þverá og Kjarará
en á sama tíma í fyrra og virð-
ist greinilega vera mikið af fiski á
svæðinu. Þá hefur Brennan gef-
ið 400 laxa.
Starir, félag leigutaka í
Þverá og Brennu, hafa nú
tryggt sér Straumana á leigu
næsta sumar en Stangaveiði-
félag Reykjavíkur var með
svæðið á leigu áður. Starir
hafa því náð markmiði sínu
að ná allavega þremur veiði-
svæðum í sjónlínu niður eft-
ir Þverá.
-gb
Vill að ESB dragi
hótanir til baka
LANDIÐ: Ríkisstjórnin sendi
sl. föstudag frá sér yfirlýsingu
vegna hótana Evrópusambands-
ins í garð Færeyinga og Íslend-
inga vegna fiskveiða í Norðaust-
ur Atlantshafi. Segir í yfirlýsing-
unni að ESB hafi á undanförn-
um mánuðum ítrekað hótað að
beita viðskiptaþvingunum gegn
Íslandi og Færeyjum í því skini
að ná betri stöðu í viðræðun-
um um stjórn veiða úr sameig-
inlegum fiskistofnum. Í yfirlýs-
ingunni segir ennfremur að það
sé áhyggjuefni að ESB reyni að
skerða rétt annarra strandríkja
á svæðinu til frjálsra samnings-
viðræðna og samninga til að ná
fram hagsmunum tiltekinni að-
ildarríkja. Ríkisstjórnin mót-
mælir hótunum um beitingu
þvingunaraðgerða sem leiðar
til að leysa deilur um stjórnun
veiða úr sameiginlegum fiski-
stofnum. Krefst hún þess að
ESB dragi hótanir sínar til baka
og virði þannig skuldbinding-
ar sínar samkvæmt þjóðarrétti.
–sko
Aflatölur fyrir
Vesturland
10. - 16. ágúst.
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 8 bátar.
Heildarlöndun: 170.175 kg.
Mestur afli: Ottó N Þorláks-
son: 151.923 kg í tveimur lönd-
unum.
Strandveiði: Þerna AK: 105 kg
í einni löndun.
Arnarstapi 20 bátar.
Heildarlöndun: 38.184 kg.
Mestur afli: Bárður SH: 6.346
kg í tveimur löndunum.
Strandveiði: Kló MB: 1.074 kg
í tveimur löndunum.
Grundarfjörður 36 bátar.
Heildarlöndun: 712.636 kg.
Mestur afli: Klakkur SK:
147.615 kg í þremur löndun-
um.
Strandveiði: Sif SH: 1.602 kg í
tveimur löndunum.
Ólafsvík 58 bátar.
Heildarlöndun: 118.617 kg.
Mestur afli: Kópanes RE:
10.038 kg í sex löndunum.
Strandveiði: Ás SH: 1.484 kg í
tveimur löndunum.
Rif 44 bátar.
Heildarlöndun: 189.929 kg.
Mestur afli: Tjaldur SH:
36.303 kg í einni löndun.
Strandveiði: Villi-Björn SH:
1.461 kg í tveimur löndunum.
Stykkishólmur 25 bátar.
Heildarlöndun: 13.413 kg.
Mestur afli: Selfell SH: 1.094
kg í tveimur löndunum.
Strandveiði: Fákur SH: 941 kg
í tveimur löndunum.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Norma Mary H – GRU:
129.128 kg. 13. ágúst.
2. Ottó N Þorláksson RE –
AKR: 108.428 kg. 13. ágúst.
3. Klakkur SK – GRU:
53.079 kg. 13. ágúst.
4. Klakkur SK – GRU:
52.731 kg. 15. ágúst.
5. Frosti ÞH – GRU:
48.783 kg. 13. ágúst.
sko
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á
Vesturlandi skorar á nýja ríkis-
stjórn og Kristján Þór Júlíusson,
heilbrigðisráðherra sérstaklega, að
standa vörð um heilbrigðisþjónustu
á landsbyggðinni, með sérstakri
áherslu á heilsugæsluna. Þetta sam-
þykkti stjórnin á fundi sínum sem
fram fór á mánudaginn. Að auki
gagnrýnir stjórnin viðvarandi nið-
urskurð á fjárveitingum til Heil-
brigðisstofnunar Vesturlands. Þá
lýsir stjórnin yfir áhyggjum yfir ör-
yggi íbúa og lögreglumanna á Vest-
urlandi. „Stór svæði á Vesturlandi
eru nú oft á tíðum án nærþjónustu
lögreglunnar og hefur niðurskurð-
ur í löggæslumálum lagt aukn-
ar og allt að því óraunhæfar byrð-
ar á starfsfólk sem sinnir löggæslu.
Að mati stjórnarinnar er nauðsyn-
legt að tekið sé tillit til landsstærðar
og dulinnar búsetu á svæðum þeg-
ar fjármagni til löggæslu er útdeilt,“
segir í bókun stjórnarinnar.
Að sögn Gunnars Sigurðssonar,
formanns stjórnar SSV og bæjar-
fulltrúa á Akranesi, þá er ástandið
í málaflokkunum skelfilegt. „Sveit-
arfélögin í landshlutanum eru ugg-
andi yfir þessu skelfilega ástandi,
bæði hvað varðar þjónustuna og
ekki síst aðstæður starfsfólks. Þetta
ástand þurfa stjórnvöld að bæta.“
Hefur áhrif á
búsetuval fólks
Sigurborg Kr. Hannesdóttir, stjórn-
armaður í stjórn SSV og forseti
bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæj-
ar, segir marga íbúa landshlutans
hafa verulegar áhyggjur af framtíð-
inni þegar kemur að þessum mála-
flokkum. „Það verður að passa upp
á grunnþjónustuna. Hún er hluti
af forsendum byggðarinnar í land-
inu og þarna liggja sársaukamörk-
in. Núna er til dæmis ekki lækn-
ir á vakt allar helgar sem staðsettur
er í Grundarfirði líkt og var áður,
heldur er helgarvöktunum sinnt frá
Ólafsvík. Það er kannski í sjálfu sér
ekki verri staða en víða annars stað-
ar á landinu, en þetta hefur vald-
ið íbúum áhyggjum og sömuleiðis
okkur sem sitjum í stjórn byggðar-
lagsins,“ segir Sigurborg. Að henn-
ar mati eru heilsugæsla og löggæsla
stærstu öryggismál íbúa og ráði úr-
slitum þegar kemur að vali á bú-
setu. „Þetta á sérstaklega við í svona
litlu byggðarlagi eins og okkar hér
í Grundarfirði og getur hreinlega
haft áhrif á hvort fólk kýs að búa á
staðnum. Því verðum við öll að taka
höndum saman um að standa vörð
um grunnþjónustuna.“
hlh
Útflutningsverðmæti saltaðra grá-
sleppuhrogna og grásleppukavíars
hefur lækkað gífurlega og á fyrri
helmingi þessa árs er það einungis
44% af útflutningsverðmæti sama
tímabils 2012. Frá þessu er sagt á
vef Landssambands smábátaeig-
enda. Kemur samdráttur þessi fram
bæði í magni og lægra verði, en
mesta verðlækkunin var í söltuð-
um hrognum, eða 43%. Um 40%
minna af kavíar var flutt út á fyrri
hluta þessa árs miðað við sama
tímabil í fyrra. Heildarútflutnings-
verðmæti saltaðra grásleppuhrogna
og kavíars á síðasta ári voru 2,3
milljarðar króna.
Á síðasta ári var algengt fob-verð
fyrir tunnu af grásleppuhrognum
184 þúsund krónur og nú í ár var
það 90 þúsund krónur. „Hér er um
mikið áhyggjuefni að ræða, þar sem
tekjur af grásleppuveiðum eru meg-
inhluti innkomunnar hkjká mörg-
um smábátaútgerðum.\ Ástæð-
ur þessara miklu sveiflna í verði og
magni má rekja til of mikils fram-
boðs. Markaðurinn er viðkvæmur
og hefur ekki vaxið í takt við aukna
heildarveiði,“ segir á vefnum. Enn-
fremur segir að ljós sé í myrkrinu
fyrir grásleppukarla. Að markað-
ur fyrir grásleppuna sjálfa sé góð-
ur og að verð hafi hækkað milli ára
á þeim markaði.
sko
Útibússtjóraskipti fóru
fram í Landsbankanum á
Snæfellsnesi, með aðset-
ur í Ólafsvík, sl. mánudag.
Fráfarandi útibússtjóri er
Eysteinn Jónsson og setti
hann nýjan útibússtjóra,
Þórhöllu Baldursdóttur, í
starfið. „Ég tek við í dag
en Eysteinn verður hérna
fram í vikuna að setja mig
inn í málin,“ sagði Þór-
halla í samtali við Skessu-
horn. Þórhalla útskrifað-
ist sem viðskiptafræðing-
ur frá Háskólanum á Bif-
röst 2004 og hóf fljótlega
eftir það störf hjá Lands-
bankanum þar sem hún
starfaði lengst af sem fyrirtækjasér-
fræðingur. Einnig var hún útibús-
stjóri Landsbankans í Holtagörð-
um í tvö ár. „Síðast var ég aðstoðar-
útibússtjóri í fyrirtækjaviðskiptum í
sameinuðum útibúum Landsbank-
ans í Holtagörðum og Austurbæj-
arútibúi,“ segir hún. Þórhalla hefur
verið í fæðingarorlofi frá því í des-
ember síðastliðnum, þar til hún tók
við nýja starfinu.
Eiginmaður Þórhöllu, Jóhann
Hallgrímsson, er fæddur og upp-
alin í Ólafsvík og sjálf fluttist hún
þangað þegar hún var ell-
efu ára gömul, svo segja má
að Þórhalla sé að koma aft-
ur heim eftir tíu ára búsetu
í Reykjavík. Þau hjónin eiga
þrjú börn saman og fjölskyld-
an fluttist öll vestur í Ólafs-
vík. „Ég hef heyrt á fólki að
það sé ánægt með að heima-
fólk sé að koma aftur, það
gerist ekki svo oft,“ seg-
ir Þórhalla. Aðspurð hvern-
ig henni lítist á að vera kom-
in aftur í Ólafsvík og að tak-
ast á við þetta verkefni, svar-
ar hún: „Mér líst vel á þessa
breytingar. Ég er spennt að
taka við nýju starfi og nýj-
um verkefnum. Flutningarnir
leggjast vel í fjölskylduna, við eig-
um bæði fjölskyldu og vini hér og
finnst gaman að geta gefið börnun-
um okkar tækifæri til að kynnast líf-
inu úti á landi og þeim aðstæðum
sem við ólumst upp við.“
sko
Þrátt fyrir mikla lækkun verðs á
hrognum og kavíar hefur grásleppan
hækkað í verði.
Mikil lækkun á útflutnings-
verðmæti grásleppuafurða
Hér eru þau Eysteinn Jónsson fráfarandi útibússtjóri og
Þórhalla Baldursdóttir sem nú tekur við starfinu.
Nýr útibússtjóri
Landsbankans á Snæfellsnesi
Lögreglubíll lögreglunnar á Akranesi. Ljósm. þá.
Gagnrýna niðurskurð til löggæslu- og
heilbrigðismála á Vesturlandi
Frá degi sjúkrabílsins í Dölum árið 2010. Ljósm. bae.