Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013 abcFjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði Námsframboð aukið með aðild að Fjarmenntaskólanum Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundar- firði verður settur á morgun, fimmtu- daginn 22. ágúst, í tíunda skipti og hefst kennsla strax að lokinni skóla- setningarathöfn. Skráðir nemendur á haustönn eru 210, þar af tæplega 60 nýnemar. 40 nemendur eru í dreif- námi og þá stunda 33 nám frá fram- haldsdeild skólans á Patreksfirði. Að sögn Jóns Eggerts Bragasonar skóla- meistara fer skólahald af stað með venjubundnum hætti og koma nem- endur í dagsskóla víðsvegar af Snæ- fellsnesi. Tvær skólarútur aka daglega með nemendur í Grundarfjörð, ein frá Snæfellsbæ og önnur frá Stykkis- hólmi. „Að sama skapi eru nemendur okkar í framhaldsdeildinni á Patreks- firði, sem búsettir eru á Bíldudal og Tálknafirði, keyrðir til skóla í rútu,“ segir Jón Eggert. Ánægja með samstarf í fjarmenntun FSN býður upp á nám á hinum venju- bundnu bóknámsbrautum, félags- fræða,- og náttúrufræðibraut, en einn- ig er boðið upp á nám á almennri braut. Við skólann er að auki rekinn starfsbraut. „Þá stendur skólinn að nýlegu sam- starfi með sjö öðrum framhaldsskól- um á landsbyggðinni sem nefnist Fjar- menntaskólinn. Í Fjarmenntaskólan- um er boðið upp á nám í sérgreinum starfsnámsbrauta og er markmið sam- starfsins að auka framboð náms á fram- haldsskólastigi á starfssvæði skólanna átta sem að því standa. Meðal náms- brauta er skólaliðanám, stuðningsfull- trúanám, námsbraut fyrir leikskólaliða og fjallamennskubraut svo einhver dæmi séu nefnd, en alls eru námsleið- irnar fimmtán talsins,“ segir Jón Egg- ert. Samstarfið hófst í fyrra en með því ná skólarnir að sameina krafta sína og þekkingu kennara, auk þess að efla námsframboð. „Umsjón með áföng- um dreifist á skólana þannig að allir koma þeir að námsleiðum með einum eða öðrum hætti. Kennt er bæði í fjar- námi og lotunámi. Alls hafa 70 nem- endur hafið nám undir merkjum Fjar- menntaskólans sem að vissu leyti er enn á tilraunastigi. Það gætir ánægju með samstarfið og við hlökkum til að þróa samstarf okkar á næstu miss- erum.“ Nánar má fræðast um náms- framboð og starf Fjarmenntaskólans á vefnum www.fjarmenntaskolinn.is. Á lygnum sjó í rekstrinum Jón Eggert segir um 30 starfsmenn í ólíkum starfshlutföllum vinna við FSN nú um stundir. Hann segir skól- ann dafna vel og að rekstur hans sé að færast á lygnari sjó. „Við höfum eins og aðrir skólar þurft að sæta niðurskurði á síðastliðnum fimm árum. Þrátt fyrir það hefur skólinn náð að greiða inn á uppsafnaðan rekstrarhalla. Það verður spennandi að sjá hver verkefni fram- tíðarinnar verða. Nýr menntamála- ráðherra hefur lýst yfir vilja sínum um styttingu náms til stúdentsprófs þann- ig að vænta má þess að ýmis verkefni séu handan við hornið.“ hlh Jón Eggert Bragason, skólameistari. Frá Sólardögum FSN. Ljósm. sko. Þátttakendur í útivistardegi FSN síðasta haust. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.