Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013
Pennagrein
Eftir að hafa rætt
við fólk víðsvegar á
landinu um afstöðu
þess til fiskþurrkunar-verksmiðja í
viðkomandi sveitarfélögum er alls-
staðar fólk sem hefur megna and-
úð á starfseminni. Á nokkrum þess-
ara staða er fólk sem telur starfsem-
ina ásættanlega og loftmengunin er
eins og sterk harðfiskslykt. Þar sem
stjórnendur verksmiðju hafa ítrek-
að brotið lög og reglugerðir um
mengun, loftmengun og frárennsli
er verksmiðju ekki lokað þrátt fyr-
ir ítrekaðar athugasemdir eftirlits-
aðila. Eftirlitskerfi ríkis og sveitar-
félaga virðist vanmáttugt og við-
brögð við kærum handahófskennd.
Óformleg athugun
Það hefur vonandi ekki farið fram
hjá Borgfirðingum að unnið er að
því að koma fyrir fiskþurrkunar-
verksmiðju í nýlegu fjósi á Refsstöð-
um í Hálsasveit. Fyrirtækið hyggst
koma þessari starfsemi fyrir og
framleiða til að byrja með 4.000 –
5.000 tonn en stefnir á að framleiða
10.000 tonn á ári. Sveitarstjórnin
virðist telja að atvinnuhagsmun-
ir vegi þungt í afstöðu til að hefja
framleiðslu á þessum tiltekna stað.
Nú liggur fyrir að meirihluti íbúa
í næsta nágrenni við Refsstaði er
andvígur því að það verði gert. Svo
virðist einnig vera varðandi sum-
arhúsaeigendur í næsta nágrenni.
Þá hafa fjölmargir sem vinna við
skipulagsmál sagt að þessi staðsetn-
ing sé fráleit.
Undirritaður skrifaði grein um
málið í Skessuhorni, dags. 24. júlí
sl. og lét í ljós andstöðu við hug-
mynd um að fiskþurrkunarverk-
smiðja verði á Refsstöðum í Hálsa-
sveit. Fjölmörg viðbrögð við grein-
inni, viðtöl á förnum vegi, sím-
hringingar úr ýmsum áttum þar
sem allir, hver einasti, varaði við því
að opna fyrir möguleika á að setja
niður fiskþurrkunarverksmiðju í
breyttu fjósi á Refsstöðum. Það
kom á óvart hversu fólk var ákveðið
og sumir voru reiðir. Ég ákvað því
að hafa samband sjálfur við fólk á
hinum ýmsu stöðum.
Talað var við fólk sem bjó í ná-
grenni verksmiðja á eftirtöldum
stöðum: Akranesi, Miðhrauni á
Snæfellsnesi, Ólafsvík, Ólafsfirði,
Dalvík, Laugum í Reykjadal, Fella-
bæ, Brúarási við Flúðir í Hruna-
mannahreppi og Þorlákshöfn. Á
öllum þessum stöðum var fólk sem
lét í ljós óánægju með starfsemina.
Á flestum þessara staða lét fólk í ljós
óánægju með að lyktin væri þess
eðlis að hún smýgur inn í hús þótt
gluggar væru lokaðir. Þá bjó fólkið
í næsta nágrenni. Á þremur stöðum
þar sem lyktarmengun þótti óþægi-
leg mátti finna fólk sem taldi lykt-
ina ekki til óþæginda, frekar eins og
sterka harðfisklykt sem væri ásætt-
anleg. Áberandi var að þeir sem búa
í 5 km fjarlægð frá verksmiðju eða
lengra, virðast síður taka harða af-
stöðu gegn verksmiðju, þó svo þeim
sé kunnugt um að fjöldi nágranna
sé ósáttur við starfsemina.
Flestir sem rætt var við töldu að
kvörtunum og kærum með ljós-
myndum og vitnisburði, væri lít-
ið sinnt. Ótrúlega margir sögðu
starfsreglur brotnar, eftirlit ómark-
visst og svo virtist að sama væri hvað
gengi á, þegar verksmiðja er kom-
in, verði henni ekki svo auðveldlega
lokað, tímabundið eða varanlega. Á
nokkrum stöðum voru frárennslis-
mál talin óviðunandi.
Að lokum
Í grein minni í Skessuhorni 24. júlí
sl. taldi ég það arfavitlausa hug-
mynd að breyta fjósinu á Refsstöð-
um í Hálsasveit í fiskþurrkunar-
verksmiðju. Eftir að hafa rætt við
fólk á ofangreindum stöðum hefur
verið haft samband frá fleiri stöð-
um, t.d. Hafnarfirði. Loftmengun
sem fólk í nábýli við fiskþurrkun-
arverksmiðju þarf að þola er óvið-
unandi. Heilbrigðiseftirlit sveitar-
félaga er breytilegt frá einum stað
til annars og af mjög mörgum tal-
ið vinna slælega. Þar sem ýmis at-
riði eru í molum þykir undarlegt af-
skiptaleysi ríkisvaldsins. Vernd sem
hinn almenni borgari á að njóta og
greiðir fullt verð fyrir er ekki veitt.
Því meira sem þessi málaflokkur er
skoðaður því skelfilegri sýnist mér
hugmyndin vera að leyfa fiskþurrk-
unarverksmiðju í ofanverðri Hálsa-
sveit, þessari paradís íbúa, sumar-
húsaeigenda og ferðafólks. Meiri
hagsmunum er þá fórnað fyrir
minni. Sú skoðun mín að úrvinnsla
sjávarafurða eigi að tengjast útgerð-
arsvæðum og koma eigi verksmiðj-
um sem tengjast þeirri vinnslu fyr-
ir í næsta nágrenni en ekki í gull-
fallegum uppsveitum Borgarfjarð-
ar, hefur styrkst til muna við ofan-
greinda yfirferð. Það þarf að finna
fjósinu á Refsstöðum annað hlut-
verk.
Ófeigur Gestsson.
Ill tíðindi af fiskþurrkunarverksmiðjum
Um helgina fór fram Norðurlanda-
meistaramót í eldsmíði á Safnasvæð-
inu í Görðum á Akranesi. Eins áður
hefur komið fram í Skessuhorni,
komu um 80 manns að mótinu frá
öllum Norðurlöndunum og reyndar
víðar. Á mótinu var hægt að sjá kon-
ur jafnt sem karla nota mismunandi
aðferðir við að hita og móta járn svo
búa mætti til hina ýmsu nytjahluti úr
rauðglóandi málminum. Tæplega
þrjú þúsund gestir mættu á móts-
stað og fylgdust með keppendum og
sátu námskeið sem þar voru í boði
samhliða. Boðið var upp á nám-
skeið í eldsmíði, pottasmíði og lása-
smíði auk fyrirlestra. Mótið hófst á
fimmtudagskvöldi en á föstudeg-
inum var keppt í flokki byrjenda,
á laugardeginum í flokki sveina og
liðakeppni og á sunnudeginum var
keppt í flokki fremstu eldsmíða-
meistara Norðurlandanna. Sigur-
vegarinn í ár kom frá Svíþjóð en það
var Therese Engdahl sem hlaut tit-
ilinn „Norðurlandameistari í eld-
smíði“. Keppt var í smíði á stól með
frjálsri aðferð og var meðal annars
dæmt út frá tækni, áferð, listfengi og
notagildi. Er þetta í annað skiptið í
röð sem Therese sigrar á þessu móti
en það fór síðast fram í Odda í Nor-
egi fyrir tveimur árum.
Keppnin fór fram í nýrri eld-
smiðju sem reist var fyrir mótið í
gamaldags pakkhússtíl. Kol voru
notuð til að hita járnið en ekkert vél-
arafl var leyfilegt og þurftu því kepp-
endur alfarið að reiða sig á handafl-
ið. Aðstaðan var öll til fyrirmyndar
og voru keppendur sem blaðamaður
ræddi við ánægðir með hana. Sögðu
að með þessari aðstöðu gæti fólk
fylgst með eldsmiðum við aðstæð-
ur eins og voru fyrir öldum, fyrir
tíma iðnbyltingar. Dagskránni lauk
svo eftir hátíðarkvöldverð á sunnu-
daginn þar sem úrslit voru kynnt og
mótinu formlega slitið.
jsb
Vel heppnað eldsmíðamót í Görðum á Akranesi
Hér er verið að hita kolin.
Glóandi járnið barið í steikjandi hita inn í nýju eldsmiðjunni.
Eldglæringar og hamarshögg í eldsmiðjunni á meðan keppnin fór fram.
Sænskur eldsmiður sem sérhæfir sig í eldhússáhöldum víkinga. Í höndunum er
hann með tæki sem víkingar notuðu til að elda stóra fugla yfir eldi.
Lærlingur hjá einum af erlendu eld-
smíðameisturunum lærir hér að beita
fornri aðferð til að hita kolin.