Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013 abc Grundaskóli á Akranesi verður settur í dag, miðvikudaginn 21. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá á morgun. Í skólann eru skráðir í vetur 617 nemend- ur og eru drengir í meirihluta, en í fyrra voru nemendur rétt rúmlega 600. Starfsmenn eru tæplega 100, kennarar 56 að skólastjórum með- töldum og almennir starfsmenn um 40 í misstórum stöðugildum. Allir kennarar eru með kennsluréttindi á grunnskólastigi og margir hafa einnig kennsluréttindi á fram- haldsskólastigi. Nokkrir kennarar eru í framhaldsnámi. Litlar breyt- ingar verða á starfsmannahópnum í vetur, að sögn Hrannar Ríkharðs- dóttur skólastjóra. Móðurskóli í umferðarfræðslu Grundaskóli er móðurskóli í um- ferðarfræðslu og vinnur náið með Umferðarstofu, sem nú tilheyr- ir raunar Samgöngustofu. Á ung- lingastiginu verður haldið áfram að þróa breytta starfshætti í formi verkefnabundins náms þvert á ár- ganga fremur en kennslu ein- stakra bekkjadeilda. Unnið verð- ur með fjölbreyttar námsmatsað- ferðir og leiðsagnarmat auk þess sem nemendur meta sjálfa sig með tilliti til námsins, að sögn Hrann- ar. Á yngsta stiginu er einnig val- ið að vinna frekar með árganga en einstaka bekki. „Það er góð reynsla af þessari leið og krakkarnir kynn- ast fleirum en sínum bekkjarfé- lögum. Miðstigið er svo þátttak- andi í Comeníusar verkefni þar sem áhersla er lögð á að kennar- ar taki meiri ábyrgð á eigin end- urmenntun,“ segir Hrönn skóla- stjóri. „Við höldum áfram góðu samstarfi við Brekkubæjarskóla og tónlistarskólann um tónlistar- val og verkefnið Ungir-Gamlir. Ég vona einnig að framhald verði á nemendaskiptum milli grunnskól- anna sem byrjað var á síðastlið- inn vetur og nemendur voru afar ánægðir með. Það er mikilvægt að auka samstarf á milli skólanna enn frekar. Ég tel að við getum lært hvert af öðru, mikill mannauður er í skólunum hér á Akranesi,“ bætir Hrönn við. Samstarf í verknámsgreinum Grundaskóli verðum einnig í sam- starfi við FVA um kennslu í verk- námsgreinum og jafnan eru nokkr- ir nemendur á unglingastigi í framhaldsskólaáföngum í Verslun- arskólanum. „Við höfum um árabil átt frábært samstarf við þessa skóla. Áfram verður haldið með nám- skrárvinnuna og ný aðalnámskrá mun hafa margvísleg áhrif á skóla- starfið, ekki síst á námsmat. Verk- efni eins og „uppeldi til ábyrgð- ar“ er mikilvægur hluti skólastarfs- ins, auk þess sem við leggjum allt- af áherslu á Skólahreysti, stærð- fræðikeppnina í FVA, upplestr- arkeppnina og fleiri slík verkefni. Brúum bilið verður á sínum stað, samstarfsverkefni við leikskólana,“ segir Hrönn. Hún segir að nú sé beðið eftir nýjum lausum kennslu- stofum á lóð skólans og tilhlökkun sé hjá starfsfólkinu til vetrarstarfs- ins. „Í þróunarverkefni sem báð- ir grunnskólarnir tóku þátt í fyrir margt löngu var unnið út frá því að gera góða skóla betri. Það er enn markmið okkar og örugglega sameiginlegt fyrir báða grunn- skólana,“ sagði Hrönn Ríkharðs- dóttir að endingu. þá Skólastarf byrjar í Grunnskóla Grundarfjarðar í dag, miðvikudag- inn 21. ágúst. Nemendur við skól- ann í vetur verða um 100, aðeins færri en í fyrra þegar þeir voru 105. Skólastjóri er Anna Bergsdóttir sem hefur starfað við skólann í 16 ár og aðstoðarskólastjóri er Helga Guð- rún Guðjónsdóttir sem hóf störf fyrir ári. Að sögn Önnu skólastjóra verða litlar breytingar í starfs- mannaliði á komandi vetri, nema að því marki að starfsmenn koma úr námsleyfi eða fæðingarorlofi og aðrir fara í tímabundið leyfi í stað- inn. Enginn nýr kennari var ráðinn við skólann fyrir komandi skólaár. Helstu áherslur í skólastarfi seg- ir Anna vera fjölbreytta kennslu- hætti, notkun upplýsingatækni og spjaldtölva í skólastarfi, samvinn- unámi og vendikennslu. „Vendi- kennsla er þannig að kennari tek- ur upp ákveðið innlegg, kafla eða hluta af kennslu, sem nemandi get- ur skoðað þegar honum hentar fyr- ir kennslustund og glöggvað sig á efninu. Þegar hann mætir í tíma ætti efnið að liggja nokkuð ljóst fyr- ir og næsta skref er að vinna úr því með aðstoð kennara þegar þörf er á,“ segir Anna. Unnið verður áfram að innleið- ingu á nýrri aðalnámskrá og mun sú vinna standa yfir í vetur hjá kenn- urum og stjórnendum. Breyttar áherslur eru í kennslu valgreina og reynt að auka framboðið þrátt fyrir fáa nemendur. Grunnskóli Grund- arfjarðar mun taka þátt í þriggja ára verkefni sem styrkt verður af RANNÍS um fartæki og/eða spjald- tölvur og skólaþróun ásamt nokkr- um öðrum skólum. þá „Undirbúning- ur að skólabyrj- un hefur gengið vel. Allar stöð- ur mannaðar og voru það strax í vor, margar umsóknir bár- ust um þær ör- fáu stöður sem lausar voru. Þessi staða er auðvitað lúxus- vandamál hjá skólum á lands- byggðinni í dag. Sem betur fer er þannig háttað hjá mörgum skólum og er það vel,“ segir Gunnar Svan- laugsson skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi. Skólasetning verður í Stykkis- hólmi fimmtudaginn 22. ágúst kl. 11. Þá hitta nemendur sína um- sjónarkennara, fá stundatöflur sem og aðrar upplýsingar um skólastarf- ið. Kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst. Skráðir nemendur eru 145 og er það svipaður fjöldi og síðasta skóla- ár. „Því miður höfum við verið að horfa á fækkun nemenda undanfar- in ár, en eigum við ekki að vona að sú þróun muni snúast við með tíð o g tíma,“ segir Gunn- ar skólastjóri. Við Grunnskól- ann í Stykkis- hólmi eru starf- andi 23 kennar- ar, auk 16 sem sinna almenn- um störfum, það er skólalið- ar og stuðnings- fulltrúar. Skóla- stjóri segir að í vetur verði mesti þunginn í áframhaldandi vinnu vegna innleiðingar aðalnámsskrár og öllum þeim þáttum er þar koma við sögu. „Við höfum endurnýjað húsbúnað í mötuneytinu og svo er líka unnið að viðhaldi húsnæðis ut- andyra. Teikningar af nýrri skóla- lóð og byggingum liggja fyrir og vonum við að hafist verði handa mjög bráðlega, en einhverjar tafir hafa því miður orðið á verkinu. Við hlökkum til skólastarfsins og vinnu- dagar okkar gefa okkur tilefni til að vera mjög bjartsýn á skemmtilegt skólaár,“ segir Gunnar Svanlaugs- son skólastjóri. þá/ Ljósm. eb. Eldri nemendur Grundaskóla í gangbrautavörslu. Grundaskóli á Akranesi Verkefnabundið nám þróað þvert á árganga Samsöngur á stóru morgunstundinni. Fjör í frímínútum. Grunnskólinn í Stykkishólmi Góður undirbúningur fyrir skemmtilegt skólaár Frá árshátíð Grunnskólans í Stykkishólmi. Yngri nemendur á góðri stund. Grunnskóli Grundarfjarðar Fjölbreyttum kennsluháttum beitt Spjaldtölvurnar notaðar í kennslustund. Spilað í frímínútum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.