Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 33
33MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013 Sem jafnan var kirkjan í Flatey á Breiðafirði þéttskipuð laugar- daginn 10. ágúst sl. við messuna sem sóknarpresturinn í Reykhóla- prestakalli, sr. Elína Hrund Krist- jánsdóttir á Reykhólum, syngur þar á hverju sumri. Meðfylgjandi myndir tók Jónas Ragnarsson rit- stjóri, bæði við guðsþjónustuna sjálfa og fyrir og eftir messu. Önnur gömul kirkja er í Reyk- hólaprestakalli þar sem messað er einu sinni á ári og er það kirkj- an á Skálmarnesmúla í Múlasveit. Enda þótt staðirnir séu mjög af- skekktir er alltaf stór hópur fólks sem sækir þangað messur. mm Fjölsótt messa í Flatey Bæjarhátíðin Danskir dagar fór fram í Stykkishólmi með pompi og prakt um liðna helgi og fór hátíðin vel fram samkvæmt upp- lýsingum frá hátíðarhöldurum. Á sameiginlega bæjargrillinu, sem var á föstudagskvöldið, var svæð- ið fullt af fólki og afar góð stemn- ing. „Hátíðin heppnaðist vel í alla staði. Það sem stóð upp úr var föstudagskvöldið, þar sem Hólm- arar stigu á stokk og voru með stórkostlega tónlistarveislu í tvo tíma,“ segir Þóra Margrét Birg- isdóttir úr undirbúningsnefnd Danskra daga. Mikill fjöldi fólks sótti Stykk- ishólm heim um helgina af Snæ- fellsnesi og víðar af landinu. Upp- selt var á ball með Páli Óskari á laugardagskvöldinu sem hald- ið var í íþróttahúsinu. Við erum mjög hamingjusöm með helgina. Rosalega fín mæting í bæinn og á alla viðburði.“ sko/ Ljósm. Eyþór Ben. Danskir dagar fóru vel fram Fjöldi manns lagði leið sína á hátíðarsvæðið í Stykkishólmi. Lions-aksjónin hefur sjaldan verið betri en í ár. Þórunn Sigþórsdóttir úr Umhverfisnefnd Stykkishólmsbæjar veitir Ingibjörgu Hildi Benediktsdóttur og Gretari D. Pálssyni, Víkurflöt 10, viðurkenningu fyrir snyrtilegan og fallegan garð. Þessi ungi gítarleikari sló í gegn þegar hann steig á svið á stórgóðum tónleikum hljómsveitarinnar OAS. Leikhópurinn Lotta vakti gleði hjá börnum og fullorðnum. Royal Rangers skátarnir voru með alls konar leiktæki og leiki fyrir yngri kynslóðina. Markaðstjaldið: Kolbrún Jónsdóttir kynnir sér húðvörur hjá Dísu, Sessa Sveins og Sjöfn á Helgafelli fylgjast spenntar með. Sápuboltinn þótti mjög vinsæll. Vatnaboltarnir hafa slegið í gegn á útihátíðum sumarsins. Orkumesti Hólmarinn: Baldur Þorleifsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson í Kraftakeppni Orkunnar. Kandífloss er ómissandi á útihátíðum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.