Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 7
7MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013 Við leitum að hæfileikaríku og áreiðanlegu fólki til starfa með okkur á Hótel Búðum. Um er að ræða bæði hluta- og heilsdagsstörf og unnið er á vöktum. Vinsamlegast tilgreindu í umsókninni hvaða starf er sótt um. Kostur ef hægt er að hefja störf sem fyrst. STÖRFIN ERU EFTIRFARANDI: Starfsmaður í gestamóttöku Þjónar, lærðir og vanir og aðstoð í sal. Matreiðslumeistari og aðstoð í eldhúsi VIð SÆKJUMST EFTIR FÓLKI SEM BÝR YFIR: Frumkvæði og metnaði til að sýna árangur í starfi Menntun í ferðaþjónustu og á hótelsviði Reynslu af sambærilegum störfum Tölvukunnáttu sem nýtist í starfi Tungumálakunnáttu Sjálfstæðum vinnubrögðum og þjónustulund Snyrtimennsku og stundvísi Áhugasamir sendið umsókn og ferilskrá á Jóhannes Arason hótelstjóra, joiara@budir.is. Fyrirspurnum er ekki svarað í síma. LAUS STÖRF Á HÓTEL BÚÐUM Hótel Búðir er opið allt árið. Hótelið er þekkt fyrir metnað í gistingu og þjónustu auk einstakrar matargerðar með áherslu á hreint hráefni af svæðinu. ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Sveitarstjórn Borgarbyggðar hélt sinn 100. fund síðastliðinn fimmtudag og fór fundurinn fram í hátíðarsal gamla Héraðsskólans í Reykholti. Í tilefni tímamótanna samþykkti sveitarstjórn að láta gera nýja afsteypu af listaverk- inu Hafmeyjunni eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal sem prýddi gosbrunninn í Skallagrímsgarði í áratugi. Hafmeyjan var fyrsta listaverkið sem komið var fyr- ir í Skallagrímsgarði en það var Kvenfélag Borgarness sem gaf verkið á 25 ára afmæli félagsins árið 1962. Því miður þurfti að fjarlægja listaverkið úr garðin- um sökum skemmda fyrir nokkr- um árum og hefur það síðan ver- ið til varðveislu í Safnahúsi Borg- arfjarðar. Að sögn Páls S. Brynj- arssonar sveitarstjóra er stefnt að því að koma nýju afsteypunni fyrir á sínum stað á næsta ári en hann segir upprunalega verk- ið það skemmt að ekki sé annað í boði en að búa til nýja afsteypu til að gera það sýnilegt almenn- ingi á ný. hlh „Þau dæmi sem Verkalýðsfélag Akraness hefur fengið inn á borð til sín að undanförnu hafa leitt í ljós að einstaklingar eru jafnvel ekki að fá greitt fyrir staðinn tíma, svo sem þann tíma sem þeir inna af hendi fyrir sinn atvinnurekanda. Þetta er með ólíkindum því enginn launþegi sættir sig við að vinna án þess að fá greitt fyrir allar unnar vinnustund- ir,“ segir Vilhjálmur Birgisson for- maður Verkalýðsfélags Akraness. Hann gerir einkum að umtalsefni á heimasíðu verkalýðsfélagsins þá dapurlegu meðferð, sem hann kall- ar, þegar ræstingafólk fær gjarnan þegar leita á hagræðingar hjá fyr- irtækjum eða stofnunum. Hjá þeim mörgum sé lenska að ræstingafólki sé fyrst sagt upp störfum, fólkinu sem er með lægstu launin, sem leiði til þess að samkeppni milli ræst- ingafyrirtækjanna verði svo mikil að þau borgi sínu fólki ekki mann- sæmandi laun. Hann segir að oft fari opinberar stofnir eins og sveit- arfélög þar fremst í flokki og hugsi ekki fyrir afleiðingunum. „Er ekki kominn tími fyrir sveitarfélög, ríki og hinar ýmsu stofnanir að þegar á að leita hagræðingar, að horfa nú til einhverra annarra en þeirra sem síst skyldi,“ spyr Vilhjálmur. „Hvernig væri að horfa og leita hagræðingar hjá æðstu stjórnendum fyrirtækja og stofnana? Enda hljóta tækifærin að vera mun fleiri þar heldur en hjá ræstingafólki,“segir Vilhjálm- ur. Hann segir ljóst að VLFA muni fara í þessi mál af fullum þunga, því ekki sé hægt að sætta sig við vinnu- brögð af þessu tagi. þá Breytt fyrirkomulag verður á spurn- ingaþættinum Útsvari í Ríkissjón- varpinu í vetur. Í tilkynningu kemur fram að þátttökuliðin verða áfram 24, Stefán Pálsson sagnfræðingur bætist í hóp þáttastjórnenda, sem- ur spurningar auk þess að koma að dagskrárgerð í kringum þáttinn. Þá verður fyrirkomulag og efni þáttar- ins að hluta stokkað upp. Því mega áhorfendur meðal annars eiga von á nýjum keppnisgreinum og fjöl- breyttari spurningahólfum. Þau lið sem komust í aðra umferð keppn- innar á síðasta vetri, þ.e. Garða- bær og Álftanes, hafa nú sameinast í eitt sveitarfélag og eru því fimm- tán keppnislið í stað sextán úr fjöl- mennustu sveitarfélögum landsins. Meðal þeirra eru Akranes og Snæ- fellsbær af Vesturlandi. Þá voru val- in með hlutkesti sex af þeim ellefu sveitarfélögum sem féllu út í fyrstu umferð á síðasta vetri og/eða hafa fleiri en 1.500 íbúa. Upp úr hatt- inum kom m.a. Borgarbyggð sem verður því áfram með. Einnig verða valin með hlutkesti tvö af þeim 22 sveitarfélögum sem hafa á bilinu 500 og 1.500 íbúa og eitt sveitarfé- lag, einnig með hlutkesti, sem hef- ur færri en 500 íbúa. mm Talsverðar breytingar fyrirhugaðar á Útsvari Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA. Segir níðst á ræstingafólki Hafmeyjan verður endurreist í Skallagrímsgarði Hafmeyjan eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal í gosbrunninum í Skallagríms- garði á sjöunda áratug síðustu aldar. Ljósm. úr safni Ljósmyndasafns Borgar- fjarðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.