Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013 abc Grunnskóli Snæfellsbæjar hófst með skólasetningu í gærmorgun, þriðjudaginn 20. ágúst, að lokinni skólasetningu. Nemendur eru 255 sem er lítils háttar fækkun frá síð- asta ári. Starfsmenn við skólann eru 65, þar af 37 kennarar. Kennsla í Grunnskóla Snæfellsbæjar fer fram á þremur stöðum. Í Ólafsvík eru 144 nemendur í 5.-10. bekk, á Hell- issandi 95 nemendur í 1.-4. bekk og í Lýsuhólsskóla í Staðarsveit eru 16 nemendur í 1.-10. bekk. Einung- is einn nýr kennari kemur til starfa við skólann og er það sögulegt lág- mark að sögn Magnúsar Jónsson- ar skólastjóra. Hann segir sérstöðu skólans liggja í áherslum í tengingu við nærsamfélagið. Fyrir fjórum árum hóf skólinn að leggja mikla áherslu á átthagafræði sem er leið- arljós skólastarfs í Snæfellsbæ. Þar er kafað í náttúru, landfræði og sögu samfélagsins, auk þess sem nemendur læra um uppbyggingu byggðarlagsins og velta fyrir sér möguleikum þess til framtíðar. Í Grunnskóla Snæfellsbæjar er lögð áhersla á einstaklingsmið- un náms. Magnús skólastjóri segir að á undanförnum árum hafi ver- ið leitast við að brjóta upp hefð- bundið skólastarf í sem víðust- um skilningi. „Með því telur skól- inn sig kenna nemendum sínum sjálfstæði í vinnubrögðum og auka ábyrgð hvers og eins á því. Allar starfsstöðvar skólans hafa umhverf- isvottunina grænfánann og unnið er samkvæmt Olweusar áætluninni gegn einelti. Í vetur verður unn- ið í Comeniusar verkefnum í sam- starfi við nokkra evrópska skóla,“ segir Magnús. Hann segir inn- leiðingarferli skólans vegna nýrr- ar aðalnámskrár í fullum gangi og stefnt sé að því að henni verði að fullu lokið árið 2015. „Í vetur ligg- ur áherslan í því að uppfæra greina- og bekkjanámskrár í anda þess sem segir í nýrri námskrá, auk þess sem stór skref hafa verið tekin varðandi viðmiðunarstundaskrá og kennslu- magn faggreina,“ segir Magnús. Hann segir viðburði skólaársins hefðbundna, tengda árshátíðum, þemavikum og öðrum minni upp- ákomur, sem byrji strax í upphafi skólaárs og standi til loka þess. þá Leikskólinn Skýjaborg í Hvalfjarð- arsveit hóf starfsemi eftir sumarfrí 7. ágúst sl. Í sumar hafa staðið yfir miklar framkvæmdir á skólalóðinni þar sem búið er að endurskipu- leggja og gjörbylta lóðinni. Gert er ráð fyrir að þeim framkvæmd- um ljúki fljótlega. Skólalóðin verð- ur mjög skemmtileg og býður upp á marga möguleika fyrir börnin til hreyfingar og leiks, að sögn Jóns Rúnars Hilmarssonar skólastjóra Leik- og grunnskóla Hvalfjarðar- sveitar. Leikskólinn verður þéttset- inn í vetur en um 40 börn verða í honum á tveimur deildum. Grunn- skólinn, Heiðarskóli, verður settur á morgun, fimmtudaginn 22. ágúst. Um 80 nemendur verða í skólanum í vetur sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Þrír nýir verkefnastjórar Í leik- og grunnskólanum hófst sameiginlega vinna síðasta vetur að gerð nýrrar skólanámskrá sem tekur mið af nýrri aðalnámskrá. Sú vinna heldur áfram í vetur undir leið- sögn dr. Ingvars Sigurgeirssonar og gert ráð fyrir að skólinn verði með nýja fullgilda skólanámskrá næsta vor. Skólinn fékk styrk frá Sprota- sjóði annað árið í röð til að vinna að sameiginlegri skólanámskrá Leik- og grunnskólans. „Eins og áður leggur skólinn mikla áherslu á umhverfismennt, en bæði leik- og grunnskólinn eru grænfánaskól- ar,“ segir Jón Rúnar skólastjóri. Í haust taka til starfa þrír verkefna- stjórar við skólana. Verkefnastjóri tækniþróunar, Örn Arnarson, hef- ur m.a. umsjón með innleiðingu Ipada í skólastarfið, en núna í haust fá allir unglingar í 8.-10. bekk Ipad og í janúar 2014 fá aðrir nemend- ur grunnskólans og elstu börn leik- skólans einnig spjaldtölvu. Verk- efnastjóri umhverfismenntar held- ur utan um umhverfisverkefni skól- ans. Sú staða er tvískipt þar sem áherslur leik- og grunnskólans eru ekki þær sömu. Helena Bergström er verkefnastjóri grunnskólans og Berglind Bergsdóttir verkefna- stjóri leikskólans. Verkefnastjóri skólaþróunar heldur utan um ýmis þróunarverkefni skólans svo sem sjálfsmat, uppbyggingarstefnu og mentor. Sú staða er einnig tvískipt og sinnir Katrín Rós Sigvaldadótt- ir henni í grunnskólanum og Þórdís Þórisdóttir sviðsstjóri Skýjaborgar í leikskólanum. Mikil breyting með spjaldtölvunum „Ljóst er að innleiðing Ipada í skólastarfið kemur til með að hafa mikil áhrif á kennsluhætti hjá okk- ur. Þeir verða einmitt til endur- skoðunar í vetur með það fyrir aug- um að auka einstaklingsmiðun í námi, skoða möguleika á teymis- vinnu kennara og útfæra svokall- aða vendikennslu. Allt verður þetta til skoðunar hjá okkur í vetur og komum við til með að heimsækja aðra skóla og fá sérfræðinga í heim- sókn til að fræða okkur um mis- munandi útfærslur á kennslufyrir- komulagi,“ segir Jón Rúnar skóla- stjóri, en Heiðarskóli fékk styrk frá Endurmenntunarsjóði grunnskóla til að endurskoða kennsluhætti. Tveir nýir kennarar koma til starfa í grunnskólann. Jónella Sigurjóns- dóttir sem kennir á yngsta stiginu og Hjálmur Dór Hjálmsson sem kemur inn í náttúrufræði og um- sjón á miðstigi. Í leikskólann kem- ur ný til starfa Bára Tómasdóttir leikskólakennari og Hjalta Sigríður Júlíusdóttir matráður. þá Leik - og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar Spjaldtölvuvæðing og endurskoðun kennsluhátta Leikskólabörn í Skýjaborg borða nestið sitt. Nemendur í Hvalfjarðarsveit stunda mikið útivist og gönguferðir. Nemendur Heiðarskóla ásamt kennurum tilbúnir út í umferðina á hjólum sínum. Grunnskóli Snæfellsbæjar Sérstaða skólans er tengingin við nærsamfélagið Frá kennslustund í átthagafræði hjá nemendum eldra stigs. Sæmundur Kristjáns- son situr hér fyrir svörum. Söguskilti við Öxl var afhjúpað í fyrra. Svipmynd frá starfi nemenda og kennara við Lýsuhólsskóla. Mynd úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.