Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013 abc Ívar Orri Kristjánsson í Dölum „Ég fór í Grunnskólann á Laugum í Sælingsdal 1995. Ég man að ég fékk rosalega fallega tösku og var mjög ánægður með nýju grænu kassatöskuna frá foreldrum mínum en á henni voru myndir af dýrum.“ Einar Viðarsson á Akranesi „Ég byrjaði í Brekkubæjarskóla árið 1978. Fyrsti skóladagurinn var í kjallaranum undir íþróttarhúsinu á Vesturgötu þar sem keilan er núna og ég man að mér fannst ógeðslega gaman að byrja í skólanum. Ég man líka að öll borð báru dýranöfn. Þó man ég ekki við hvaða borð ég var, en ég man að mér fannst mitt borð ekkert sérstaklega töff og ég vildi vera á einhverju öðru.“ Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir í Borgarfirði „Ég byrjaði í Kleppjárnsreykjaskóla haustið 1964 þegar ég var níu ára. Þetta var þá heimavistaskóli þar sem maður var í viku í senn og viku heima þótt maður ætti heima rétt hjá. Ég man að við vorum fjórar stelpur saman í herbergi á vistinni og manni fannst þetta ekkert létt og var ég því alltaf voða fegin að komast aftur heim. Þetta var fjölmennur bekkur og voru t.d. fimm drengir sem hétu Jón. Ég man að þegar kennarinn las upp nafnið „Jón,“ svöruðu allir fimm í einum kór: „Mættur“.“ Særún Gestsdóttir á Akranesi „Ég byrjaði í Brekkubæjarskóla haustið 1984. Ég gekk upp mikið af stigum og það var mjög sérstakt fyrir mig að upplifa að vera með öllum þessum fjölda barna því ég hafði aldrei farið í leiksskóla. Ég hlakkaði svo mikið til að fara að læra að ég var eiginlega bara alveg dáleidd þennan fyrsta dag. Inga Rún Garðarsdóttir var kennarinn minn í 1. bekk og hún varð svo líka meðkennarinn minn þegar ég byrjaði aftur í skólanum í fyrra, þá sem kennari.“ jsb Vignir Sveinsson í Stykkishólmi „Ég byrjaði í Grunnskólanum í Stykkishólmi haustið 1966. Það sem kemur fyrst upp í hugann er að foreldrar mínir gáfu mér íþróttatösku merkta Manchester United og þar með byrjaði ég að halda með því liði og geri enn í dag. Ég man það líka að ég gekk í skólann og gerði það hvern einasta dag í 10 ár.“ Sigrún Sigurðardóttir í Ólafsvík „Ég byrjaði í Grunnskólanum á Hellissandi vorið 1963 þegar ég var sjö ára gömul en þá fóru krakkar í smá vorskóla áður en skólinn byrjaði á haustin. Ég man að ég var mjög spennt að byrja og að fá nýja hluti fyrir skólann. Ég man að það mátti aldrei fara inn í stofurnar fyrr en komin var röð fyrir utan og algjör þögn. Það var mikill agi í skólanum og manni var kennt að bera virðingu fyrir fullorðnum. Skólastjórinn var til dæmis mjög alvarlegur maður og var alltaf með pípu í munninum.“ Fyrsti skóladagurinn rifjaður upp Að mæta í skólann í fyrsta sinn er stór áfangi í lífi hvers manns. Gjarnan er minnisstæður sá dagur sem fólk tók sín fyrstu skref inn á braut menntunnar. Skessuhorn fékk nokkra Vestlendinga, á ýmsum aldri til segja frá því sem það mundi frá sínum fyrsta skóladegi. Kennsla er við það að hefjast í Há- skólanum á Bifröst en allar náms- brautir verða komnar á fullt skrið þegar september gengur í garð. Næstu þrjá laugardaga fara fram árvissir nýnemadagar fyrir hvert námsstig þar sem nýir nemendur skólans eru boðnir velkomnir. Vil- hjálmur Egilsson, nýráðinn rekt- or skólans, segir að fleiri nemend- ur séu að hefja nám á Bifröst en verið hefur undanfarin ár. „Aukn- ingin skýrist fyrst og fremst af því að aðsókn í Háskólagáttina, aðfar- arnámið, hefur stóraukist í kjölfar þess að skólagjöld voru felld nið- ur. Almennt er aðsókn í fjarnám- ið þokkaleg en við höfum enn pláss fyrir fleiri nemendur í staðnáminu hér á Bifröst. Það er verkefni okk- ar fyrir næsta vetur að laða fleiri að í hið frábæra umhverfi í Norðurár- dalnum,“ segir Vilhjálmur. Nemendum fjölgar í heild nokk- uð milli ára, bætir hann við og er viðsnúningur í skólanum hvað það varðar. „Við reiknum með hátt á annað hundrað nemendum í stað- nám hér á Bifröst en á fjórða hundr- Nemendum fjölgar í haust í Háskólanum á Bifröst að í fjarnámi, samtals um 600 nem- endur. Vöxturinn er fyrst og fremst í Háskólagáttinni þar sem nem- endur verða væntanlega á annað hundrað ýmist í staðnámi eða fjar- námi. Að öðru leyti eru ekki mikl- ar sviptingar í aðsókn eftir náms- línum, nema helst að nýir nemend- ur í meistaranámi í alþjóðaviðskipt- um eru fleiri en verið hefur árum saman.“ Vinnumarkaðsrann- sóknir í burðarliðnum Í viðtali við Skessuhorn í vor boðaði Vilhjálmur að rannsóknir á vegum skólans yrðu efldar og segir hann nú að ýmis verkefni í þá veru séu að fara af stað auk annarra nýjunga. „Rannsóknastofnun atvinnulífsins á Bifröst er að fara í gang í samstarfi við Samtök atvinnulífsins svo dæmi sé tekið. Við ætlum einnig að fara af stað með rannsóknir á aðferða- fræðinni við gerð kjarasamninga á Íslandi í samanburði við nágranna- löndin og ýmsar rannsóknir sem tengjast vinnumarkaðnum. Vegna undirbúnings að nýrri braut í mat- vælarekstrarfræði, sem nú er haf- inn, munum við eiga í samstarfi við ýmsa aðila í atvinnulífinu, stofn- anir og aðra skóla vegna námsins. Við höfum strax fengið afar góð viðbrögð frá fyrirtækjum yfir þau áform en námið verður hluti af við- skiptafræðinni við skólann,“ seg- ir Vilhjálmur en stefnt er að því að bjóða upp á námið næsta haust. Auka tengsl við atvinnulífið Háskólinn hefur í sumar sinnt um- sýslu með tilraunaverkefni um hækkað menntunarstig í Norðvest- urkjördæmi en því er stýrt af sér- stakri verkefnisstjórn. „Á vegum tilraunaverkefnisins hefur verið tal- að við á fjórða hundrað starfsmenn fyrirtækja og stofnana í kjördæminu. Þar af hefur verið rætt við á ann- að hundrað stjórnenda. Ennfremur er viðamikil könnun í gangi með- al þessa hóps. Það ræðst svo á næst- unni hvort og hvaða verkefni fara í gang í framhaldi af öflun þessara upplýsinga. Við fengum síðan sér- stakan styrk frá sóknaráætlun Vest- urlands til að efla tengsl skóla og at- vinnulífs. Á vegum þeirrar áætlun- ar er að fara í gang sérstakt verkefni um gerð rekstraráætlana fyrir lít- il og meðalstór fyrirtæki en Lands- bankinn og Arion banki hjálpa okk- ur sérstaklega við það verkefni.“ Spennandi vetur framundan Smávægilegar breytingar hafa átt sér stað á fasteignum Bifrastar að undanförnu sem helst felast í til- færslum innanhúss „Kaffihúsið hef- ur nú verið flutt í hátíðarsalinn og umgjörð hótelsins hefur verið bætt. Margir eru sérstaklega ánægð- ir með breytingarnar á kaffihúsinu því að hátíðarsalurinn og Kringlan eru svo sterkur þáttur í hefðinni og menningunni hér á Bifröst.“ Vilhjálmur segist horfa björt- um augum á þennan fyrsta vet- ur sem rektor skólans og kveðst spenntur fyrir starfinu framund- an. „Skólastarfið hér er í sífelldri þróun en engar afgerandi bylting- ar verða næsta vetur. Fleiri nýmæli í skólanum eru á döfinni og verða þau kynnt eftir því sem málin þró- ast betur áfram. Veturinn framund- an er mjög spennandi og við vilj- um tengjast atvinnulífinu betur og rækta betur bakland skólans hér á Vesturlandi og í Norðvesturkjör- dæminu öllu.“ hlh Námsefnið rætt á grasflötinni á skólasvæðinu. Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst. Frá kennslustund á Bifröst.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.