Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2013, Qupperneq 4

Skessuhorn - 18.09.2013, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Samúel Karl Ólason, blaðamaður sko@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Nú skal höggvið og hagrætt Leiðari Kýrin Drottning frá Geirshlíð í Flókadal í Borgarfirði var nythæsta kýrin hér á landi síðustu 12 mán- uði samkvæmt skýrsluhaldi Ráð- gjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Hjónin Pétur Pétursson og Hulda Hrönn Sigurðardóttir eru bænd- ur í Geirshlíð. Búið hefur um ára- bil verið þekkt fyrir afurðahá- ar kýr, eða allt frá því Rósa Guð- mundsdóttir, móðir Péturs, bjó þar. Drottning mjólkaði 12.396 kg á tímabilinu. Önnur í röðinni yfir landið var kýrin Urður á Hvann- eyri í Borgarfirði en hún mjólkaði 11.506 kg sl. 12 mánuði. Urður var afurðahæsta kýrin á landinu í fyrra og hefur undanfarna mánuði hald- ið efsta sætinu yfir landið sem af- urðahæsta kýrin. Sú þriðja í röðinni var kýr nr. 508 í Stóru-Hildisey 2 í Austur-Landeyjum og fjórða kýrin Setta á Brúsastöðum í Vatnsdal. Alls náðu sex kýr að mjólka yfir 11.000 kg á umræddu tímabili, tveimur fleiri en við seinasta upp- gjör. Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í ágústmán- uði hafa verið reiknaðar og birtar á vef Rl. Við uppgjörið hafði ver- ið skilað skýrslum frá 93% af þeim 583 búum sem eru skráð í skýrslu- haldið. Reiknuð meðalnyt 20.984,9 árskúa var 5.632 kg sem er 17 kg lækkun frá síðasta uppgjöri. Með- alfjöldi árskúa á búum þeim sem skýrslum hafði verið skilað frá var 38,9. Hæsta meðalnyt búa á tíma- bilinu var á búi Eggerts Pálsson- ar á Kirkjulæk í Fljótshlíð, 7.705 kg eftir árskú og er það sama búið og mest meðalnyt var á við uppgjör síðustu tveggja mánaða. Næsta bú í röðinni var bú Helga Bjarna Steins- sonar á Syðri-Bægisá í Öxnadal en þar var meðalnytin 7.702 kg á ár- skúna og er það einnig sama búið og var annað í röðinni eftir síð- asta mánuð. Þriðja búið á listan- um var Félagsbúið í Ytri-Skógum undir Austur-Eyjafjöllum en þar var reiknuð meðalnyt 7.497 kg eftir árskú. Á 21 búi var reiknuð meðal- nyt á síðustu 12 mánuðum hærri en 7.000 kg eftir árskú en á 23 búum við uppgjörið eftir júlí. mm Síðastliðinn laugardag bættist nýr bátur í flota Snæfellinga þegar Kristinn SH-812 kom til heima- hafnar í Ólafsvík. Útgerðarfélag- ið Breiðavík ehf. keypti bátinn frá Belgíu en hann er upphaflega smíð- aður hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 2010 og er af gerðinni Cleopatra 50. Kristinn SH er 14,70 metra lang- ur og 4,4 metra breiður. Eigendur eru þeir feðgar Bárður Guðmunds- son og Þorsteinn Bárðarson. Sigldu þeir bátnum til Íslands ásamt tveim- ur Belgum og tók ferðin hingað til lands um eina viku. Þorsteinn seg- ir í samtali við Skessuhorn að bátn- um hafi verið siglt til Hafnarfjarðar þar sem honum hafi verið breytt að þeirra óskum. Dráttarlúga hafi ver- ið stækkuð, ný dælustöð fyrir spil- kerfi sett í bátinn auk nýrra tækja. Þorsteinn segir einnig að í bátn- um séu tvær Volvo 500 hestafla vél- ar auk ljósavélar og svo er krapavél um borð. Breiðavík á tvo báta fyrir en út- gerðin mun setja þá báða á sölu. Þorsteinn segir að með þessum kaupum verði betri aðstaða fyrir áhöfn og ákveðið hagræði fáist með svo góðum báti. Kristinn SH verð- ur gerður út til línuveiða og verða fjórir menn í áhöfn. af Björgunarfélag Akraness var kall- að út á sunnudagskvöldið og beðið um aðstoð við að festa klæðingu og þakkant sem byrjað var að losna af húsi við Vesturgötu. Reyndist það eina útkall sveitarinnar í þessum óveðurshvelli sem gekk yfir landið, einkum á suðaustur- og austurhluta þess. Þetta verkefni leystu björg- unarsveitarmenn snarlega með dyggri aðstoð manns og körfu- bíls frá Slökkviliði Akranes. „Það var ánægjulegt að sjá að Skaga- menn virðast vera vel undirbúnir fyrir veturinn þar sem við þurftum ekki að elta nein trampólín, garð- húsgögn eða annað dót sem ætti að vera komin í vetrardvala. Vel gert Skagamenn,“ segja félagar í Björg- unarfélagi Akraness. mm Töluverðrar eftirvæntingar er farið að gæta um hvaða tillögur hagræðing- arnefnd í ríkisrekstri mun leggja fram í haust. Byrjað er að fara um ýmsa í skjóli hins opinbera sem innst inni vita að þeir starfa að verkefnum sem eru ekki ekki eins brýn og ómissandi og til dæmis heilbrigðis- og fræðslu- mál. Verkefni sem mega bíða verða vafalaust látin bíða lengur og verkefni sem við getum hæglega verið án, mega missa sig. Þetta veit fólk. Til mik- ils er að vinna að spara í rekstri ríkisins enda segir sagan okkur að ef ekki er tekið til endrum og eins, vindur báknið upp á sig með tíð og tíma, þar til ákveðnum þolmörkum er náð. Skattfé almennings dugar þá ekki lengur til að halda svo stóru kerfi á floti. Kannski má líkja þessum aðstæðum við þau undur og stórmerki sem gerast þegar við flytjum úr einu íbúðarhúsnæði í annað. Ef við flytjum sjaldan er yfirleitt raunin sú að fólk kemst að því að það hefur sankað að sér ýmsum óþarfa sem engin þörf er að eiga, kostar einungis geymsluhúsnæði. Gullvæg regla er að ef maður hefur ekki hreyft við hlutnum í fimm ár eða lengur, er betra að henda honum. Á sama hátt mætti segja að ef sjaldan eða aldrei er tekið til í opinberum rekstri, verður sífellt til stærra bákn sem við skattborgararnir höfum ekki efni á að halda uppi. Jafnvel eru sömu verkefni á höndum margra stofnana sem vita ekki af, eða vilja ekki vita af, hver annarri. En það er ekki einvörðungu sem hagræða þarf í ríkisrekstrinum. Hjá sveitarfélögum, stofnunum þeirra og fyrirtækjum í þeirra forsjá geta verk- efni undið upp á sig og orðið stærri og dýrari en þyrfti ef ekki væri öðru hverju „tekið til,“ ef nota má svo óspennandi orðalag. Aðalfundur Sam- taka sveitarfélaga á Vesturlandi fór fram í síðustu viku á hinum sögufræga Reykholtsstað. Fyrirfram hafði kvisast út að kynna ætti á fundinum tillög- ur til stórtækra hagræðingaraðgerða í rekstri SSV, tengdra stofnana, fyrir- tækja og verkefna sem sveitarfélög tengjast beint eða óbeint. Kannski var því fundarstaðurinn einkar viðeigandi í ljósi hinna frægu ummæla Snorra Sturlusonar, og væntanlega þeim síðustu sem hann hafði á orði, þegar hann mælti: „Eigi skal höggva.“ Nú skal hagrætt sem framast er unnt, starfsemin „köttuð“ niður í viðráðanlegar einingar og látin kosta minna. Á undanförnum árum hefur verkefnum SSV fjölgað umtalsvert. Ríkis- valdið hefur komið ýmsu undir væng sveitarfélaga og oft án þess að slík- um tilfærslum hafi fylgt nægjanlegt fjármagn. Má þar nefna málefni fatl- aðra, endurmenntun, menningarmál, heilbrigðiseftirlit, byggðatengd verk- efni, ferðamál og nú síðast almenningssamgöngur. Í raun er ágætt að slík verkefni færist nær fólkinu, en umfang þessarar starfsemi er orðið mikið og að því er virðist of flókið og ógagnsætt þannig að nú þarf tiltekt ef marka má sveitarstjórnarfólk. „Breyttu og stærra hlutverki hafa ekki fylgt nauðsynlegar aðgerðir varð- andi stjórnun, fjárhagsábyrgð og eftirlit,“ svo ég vitni orðrétt í skýrslu starfshópsins um áhrif þessarar yfirfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélag- anna. Þar segir m.a. að mikilvægt sé að laga starfsemi SSV að þeim breyt- ingum sem átt hafa sér stað og einfalda kerfið til muna. Aukin skilvirkni, færra fólk í ýmsum stjórnum og gegnsærri stjórnsýsla er markmiðið. Velta SSV við verkefni á vegum eða undir væng vestlenskra sveitarfélaga, er hvorki meira né minna en einn milljarður króna á ári. Þar má því væntan- lega spara og gera hlutina með skilvirkari hætti en gert hefur verið. Fagna ég tillögum um slíka hagræðingu alveg eins og ég bind vonir við að hag- ræðingarnefnd ríkisstjórnarinnar komist að þeirri niðurstöðu að betra sé að við rekum opinbert kerfi sem hæfir þrjú hundruð þúsund manna þjóð, en ekki milljónasamfélagi. Ég er nefnilega, eins og þið sjáið, talsmaður þess að farið sé skynsamlega með skattfé, hvort sem það er hjá ríki eða sveitarfé- lögum. Við sem rekum heimili og fyrirtæki höfum verið krafin um að gæta aðhalds og því þá ekki líka hið opinbera. Magnús Magnússon. Drottning frá Geirshlíð í Flókadal. Borgfirskar kýr þær afurðahæstu Bárður Guðmundsson og Þorsteinn ásamt fjölskyldum. Breiðavík kaupir nýjan bát sem leysir af tvo aðra Kristinn SH-812 kemur til hafnar í Ólafsvík. Festu klæðningu í hvassviðri

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.