Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2013, Page 7

Skessuhorn - 18.09.2013, Page 7
7MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013 Laugardaginn 7. september sl. var hús flutt í heilu lagi úr byggð og upp á Arnarvatnsheiði. Um er að ræða tæplega sextíu fermetra hús sem áður var þjónustubygg- ing við skólagarðana í Reykjavík, en mun nú fá hlutverk mötuneytis við gangnamannaskálann við Álft- árkrók. Skessuhorn sagði nýverið frá framkvæmdum við grunn und- ir húsið og að til stæði að flytja það í heilu lagi. Sökum votviðris var flutningnum þó frestað um tíma. Að sögn Snorra Jóhannessonar veiðivarðar gekk flutningurinn eins og í sögu enda vanir menn á góðum tækjum sem að honum stóðu. Það var Brynjar Bergsson á Sleggju- læk á stórri og vel búinni dráttarvél sem dró vagn með húsinu. Örn Ey- fjörð Arnarson og Höskuldur Kol- beinsson fóru auk þess með gröfur, lagfærðu vegi á leiðinni og drógu húsið á grunninn. Ferðin tók alls 12 tíma frá Stóra Ási í Hálsasveit og þar til það var komið á sökkul- inn á heiðinni. Húsið nýttist strax í liðinni viku gangnamönnum sem þá voru við fjárleit á heiðinni. Ekki verður þó búið að tengja í það hita- eða frárennslislagnir fyrr en í síð- ari leit, en Jón á Kópareykjum og fleiri liðtækir spilarar vígðu hús- ið sl. fimmtudagskvöld með því að spila þar bridds. mm Meðal frétta liðinnar helgar var ein sem bar yfirskriftina: „Elsti maður heims er látinn.“ Í henni var sagt frá að hinn aldni Sal- ustiano Sanchez-Blazquez hafi látist á elliheimili í New York í Bandaríkjunum síðastliðinn föstudag, 112 ára að aldri. Mað- urinn var þá elsti maður heims samkvæmt Heimsmetabók Gu- inness og hafði haldið því meti allt frá því hinn 116 ára gamli Ji- roemon Kimura lést saddur líf- daga 12. júní síðastliðinn. Líkt og hin heimsspekilega spurn- ing um hvort komi á undan; egg- ið eða hænan, er þó trauðla hægt að segja að elsti maður heims sé látinn. Ætíð tekur einhver ann- ar við því hlutverki og er þar af leiðandi elsti maður heims - sprelllifandi. Eða hvað? mm Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðs- félags Akraness hefur mótað og samþykkt kröfugerð vegna kjara- samninga á hinum almenna vinnu- markaði, en samningar renna út í lok nóvember. „Kröfugerð félags- ins byggist á því að stíga stór skref í áttina að því að horfið verði frá þeirri láglaunastefnu sem hér hefur ríkt á undanförnum árum og ára- tugum en félagið vill sjá lágmarks- laun hækka úr 204.000 kr. í 250.000 kr. eða sem nemur um 22,5% við undirritun samningsins. Félagið telur þetta vera ágætis fyrsta skref í að brjótast út úr vítahring láglauna- stefnunnar,“ segir í tilkynningu á heimasíðu félagsins. Þar segir að kröfugerðin bygg- ist meðal annars á hugmyndum um nýja launatöflu fyrir verka- fólk þar sem 16 lægstu launaflokk- arnir í eldri töflu eru þurrkaðir út og byggð upp ný launatafla. Einn- ig eru starfsaldurshækkanir auknar, en í gömlu töflunni munar einung- is rétt rúmum 3% á milli byrjanda og starfsmanns sem hefur starfað í 7 ár. Í nýju töflunni verður launa- munurinn 7% á milli sjö ára taxta og byrjanda. Rétt er að geta þess að lægsti launataxti verkafólks í dag er einungis rétt rúmar 191 þúsund krónur fyrir fulla dagvinnu. „Það verður að vera þjóðarsátt um að hækka launataxta verkafólks svo um munar því það sér hver ein- asti maður að þau lágmarkslaun og taxtar sem verkafólki er boðið upp á duga engan veginn til að verkafólk geti framfleytt sér og sínum. Samfé- lagið í heild sinni verður að brjótast út úr vítahring láglaunastefnunnar og bjóða verkafólki mannsæmandi laun fyrir sína vinnu. Það er alveg spurning hvort fyrirtæki sem ekki geta boðið sínum starfsmönnum uppá dagvinnulaun sem nema 250 þúsundum á mánuði eigi yfir höf- uð tilverurétt á íslenskum vinnu- markaði,“ segir m.a. í tilkynning- unni frá stjórn og trúnaðarmanna- ráði Verkalýðsfélags Akraness. þá/ Ljósm. Friðþjófur. Getur elsti maður heims dáið? VLFA vill 250 þúsund króna lágmarkslaun Flutningur á húsi gekk vel í Álftárkrók Við verðum á Snæfellsnesi á næstunni Mætum & Mæ lum Fr ítt ! á með an við verðu m á sv æðinu sími 5 10 970 0 fáðu ti lboð o g kynn ingu , þér að kostn aðarla usu CE Gæðavottuð framleiðsla Slagveðurspróf án athugasemda Hurðir með 5 punkta læsingu Barnalæsingar Næturöndun Viðarútlit Viðhaldsfríir gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla Hér er ekið um Hallmundarhraun áleiðis upp að Norðlingafljóti. Ljósm. sj.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.