Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2013, Page 11

Skessuhorn - 18.09.2013, Page 11
11MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013                      Sveitasetrið að Vogi á Fellsströnd í Dölum býður upp á villibráðarhlaðborð síðustu helgina í október, 25.- 27.10. Glæsilegt hlaðborð með afurðum úr héraði, gisting í stórum og fallegum 2ja manna herbergjum, morgun- verðarhlaðborð daginn eftir. Verð kr. 15.900 á mann. Hægt er að panta nudd á staðnum og gera þetta að algerri dekurhelgi. Villibráðarhlaðborð S ke ss uh or n 20 13 UPPLÝSINGATÆKNI Í HEIMABYGGÐ UPPLÝSINGATÆKNI Í HEIMABYGGÐ Omnis auglýsir laust til umsóknar starf sölumanns í verslun á Akranesi. Viðkomandi þarf að hafa til að bera mikla þjónustulund og þekkingu á tölvu- og tæknibúnaði. Sjálfstæði og frumkvæði er líka nauðsyn og reynsla af sölustörfum er mikill kostur. Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi sendist í tölvupósti á atvinna@omnis.is. Umsóknarfrestur er til 1. október 2013. Nánari upplýsingar veitir Eggert Herbertsson framkvæmdastjóri í síma 6178306 eða eggert@omnis.is Sölumaður í verslun á Akranesi UPPLÝSINGATÆKNIFÉLAGIÐ „Dúkar, Fuglar og Hnífar“ er heiti sjöttu sýningarinnar af sjö í sýning- arröðinni „Matur er manns gam- an“ sem fram fer í galleríinu Leir 7 í Stykkishólmi. Sýningin verð- ur opnuð næstkomandi laugardag en að henni standa þau Helga Pá- lína Brynjólfsdóttir textílhönnuður, Ingibjörg Helga Ágústsdóttir tré- skurðarkona og Páll Kristjánsson hnífasmiður. Litbrigði haustsins er viðfangsefni sýningarinnar og eiga því gestir þess kosts að verða fyr- ir athyglisverðri haustupplifun á henni. Höfundarnir eiga fölþættan bak- grunn í listsköpun sinni. Helga út- skrifaðist frá textíldeild Listiðnað- arháskólans í Helsinki (UIAH) í Finnlandi vorið 1988. Hún vinn- ur að margvíslegum textíl og bók- verkum sem hún hefur sýnt á sýn- ingum hérlendis og erlendis. Á sýn- ingunni sýnir Helga bómullardúka þar sem hún vinnur út frá þemanu fugl eða fiskur. Ingibjörg hefur aft- ur á móti unnið tréverk byggð á ís- lenskum þjóðsögum og þjóðtrú. Á sýningunni mun hún aðallega taka fyrir grágæsina, ýmist sem borð eða veggskraut. Gæsirnar sem eru í fullri stærð eru skornar út úr Lindi- tré sem Ingibjörg notar nær ein- göngu í sín verk. Loks hefur Páll smíðað hnífa í um 30 ár og haft það að atvinnu undanfarna tvo áratugi. Ýmsan efnivið notar hann í hnífa sína á borð við tré, horn, tennur og bein, sjón er því sögu ríkari. Stöð 2 stendur fyrir einni stærstu hæfileikakeppni sem fram hefur far- ið hér á landi í vetur sem ber heit- ið „Ísland Got Talent.“ Keppni af þessu tagi og með sama nafni hefur farið fram í þjóðlöndum um allan heim en þetta er í fyrsta skipti sem hún fer fram hér á landi. Keppnin hefst með áheyrnarprufum sem fara fram í öllum landshlutum og á Vest- urlandi fer prufan fram í Hjálm- akletti í Borgarnesi þriðjudaginn 1. október næstkomandi. Prufurn- ar hefjast kl. 16 og standa yfir fram eftir kvöldi. Skráning fer fram á vefsíðunni www.stod2.is/talent. Í tilkynningu frá stjórnendum þátt- arins segir að leitað sé eftir hæfi- leikaríku fólki sem vill setja á svið skemmtilegt atriði sem geti ver- ið söngur, dans, uppistand, hljóð- færaleikur, leikþáttur, íþróttaatriði, Dúkar, fuglar og hnífar í Leir 7 í haust Sýningin á laugardaginn er opin frá kl. 14 til 16 og eru allir boðnir velkomnir. Sýningin stendur yfir til 14. október nk. hlh Gæsafjölskylda eftir Ingibjörgu Helgu Ágústsdóttur. Ísland Got Talent áheyrnarprufur í Borgarnesi áhættuatriði, töfrabrögð, sirkusat- riði, gæludýragrín og í raun hvað sem fólki dettur í hug. Fólk á öllum aldri á þátttökurétt í keppninni sem getur tekið þátt eitt og sér, í pörum eða í litlum og stórum hópum. Krafan er hins vegar sú að atrið- in hljóti náð dómnefndar sem skip- uð er tónlistarfólkinu Bubba Mort- hens, Þórunni Antoníu, Jóni Jóns- syni auk Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur, fyrrverandi menntamála- ráðherra. Stjórnandi þáttarins er Auðunn Blöndal. Áheyrnarpruf- um lýkur um miðjan október en sýningar á þáttaröðinni hefjast í desember. Til mikils er að vinna í keppninni en siguratriðið fær í sinn hlut 10 milljónir króna. hlh

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.