Skessuhorn - 18.09.2013, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013
Málefni almenningssamgangna
voru í brennidepli á aðalfundinum.
Líkt og greint var frá á vef Skessu-
horn í síðustu viku var leiðarkerfi
57, 58 og 59 sem SSV, Samtök
sveitarfélaga á Norðurlandi vestra,
Fjórðungssamband Vestfjarða og
Eyþing bera ábyrgð á, rekið með
um 16 milljóna króna halla á fyrsta
rekstrarári sínu, eða frá september
á síðasta ári til ágústloka á þessu ári.
Það er Strætó bs. sem hefur yfir-
umsjón með framkvæmd ferðanna
í samstarfi við undirverktakta sem
er fyrirtækið Hópbílar hf. í Hafn-
arfirði. Í samantekt um stöðu og
horfur í rekstri leiðarkerfisins sem
lögð var fram á fundinum kem-
ur fram að langstærsti hluti hall-
ans megin rekja til afkomu á fyrstu
fjórum mánuðum leiðarkerfisins
(sept.-des 2012) þegar það var rek-
ið með um 18 milljóna króna halla,
en niðurstöðuna megi að hluta til
skýra þannig að íbúar hafi verið á
þeim tíma að átta sig á nýju kerfi
og möguleikum þess. Afkoman hafi
hins vegar verið betri eftir áramót,
sérstaklega í sumar.
Bagalegt ástand
Aðrar ástæður eru einnig nefnd-
ar fyrir hallanum í samantektinni
og vegur þar einna þyngst lækkun
stjórnvalda á niðurgreiðslu olíu-
gjalds sem framkvæmd var í febrú-
ar á þessu ári, en hún var ákveðin
eftir að kerfið tók til starfa. Í sam-
antektinni kemur fram að tekjutap
af völdum lækkunarinnar nam 4
milljónum króna fyrir kerfið. Frek-
ari lækkun niðurgreiðslu er loks
boðuð á næstu tveimur árum sem
mun reynast kerfinu dýrkeypt. Þá
reyndust breytingar á leiðarkerfi
í nóvember í fyrra dýrar í fram-
kvæmd, kostnaður vegna viðbótar-
ferða sem skipulagðar voru vegna
kvartana notenda var nokkur og þá
er talið að slæmt veðurfar í sumar
hafi dregið úr ferðamannstraumi
um leiðakerfið á Vesturlandi. Þá er
nefnt að of miklar væntingar hafi
verið gerðar til eftirspurnar eft-
ir ferðum, sérstaklega á Snæfells-
nesi og í uppsveitum Borgarfjarð-
ar. Að auki kemur fram í saman-
tektinni að ferðir rútufyrirtækisins
Sterna í sumar á sömu leiðum og
vagnar Strætó bs. hafi valdið ein-
hverju tekjutapi á akstursleiðunum
þremur, en fram kemur að óljóst sé
hversu tapið er mikið. Því sé ein-
sýnt að sérleyfið, sem landshluta-
samtökin hafa á akstursleiðunum,
haldi ekki og segir því í samantekt-
inni að úrræðaleysi Innanríkisráðu-
neytisins í málinu sé „mjög baga-
legt“ fyrir reksturinn.
Viðræður fyrirhugaðar
Á aðalfundinum reifaði Ólaf-
ur Sveinsson, forstöðumaður at-
vinnuráðgjafar SSV, stöðu máls-
ins og kom fram í kynningu hans
að nokkrar ráðstafanir hafi nú þeg-
ar verið gerðar til að koma rekstr-
inum á réttan kjöl. Til dæmis hafi
verið gerðar ráðstafanir til sparnað-
ar í vetrarakstrinum sem framund-
an er og þá hafa verið send erindi til
stjórnvalda um að tryggja sérleyfin
og að teknar verði upp viðræður
um endurskoðun á fjárframlögum
vegna þeirra. Fulltrúar landshluta-
samtakanna fjögurra sem standa að
kerfinu hittust einmitt mánudaginn
9. september í síðustu viku á fundi
að Staðarflöt í Hrútafirði og sendu
frá sér ályktun þar sem lýst var yfir
miklum áhyggjum á þeirri stöðu
sem upp er kominn. Jafnframt var
áréttað mikilvægi þess að framtíð-
arskipan almenningssamgangna
verði frágengin sem allra fyrst í
góðu samstarfi við Hönnu Birnu
Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Spurð um málið á fundinum sagði
ráðherrann að vilji stjórnvalda væri
sá að halda verkefninu áfram og
væri mikilvægt að gott samtal ætti
sér stað á næstunni milli lands-
hlutasamtakana, Vegagerðarinnar
og Innanríkisráðuneytisins um mál-
ið. Boðaði hún til frekari viðræðna
um málið í tengslum við fjármála-
ráðstefnu sveitarfélaga 3. október
næstkomandi.
Tækifæri að
efla reksturinn
Til að mæta hallanum og tryggja
áframhaldandi rekstur leiðarkerfis-
ins hafa SSV og SSNV veitt lánsfé á
eigin ábyrgð inn í rekstur þess, sam-
tals um 22,3 milljónir króna. Fram
kom í máli Ólafs að kerfið yrði að
vera þannig rekið á næstunni að
þessi skuld verði greidd og þá skipti
mestu að kerfið standi mynduglega
undir sér. Nefndi hann nokkrar að-
gerðir sem þyrfti að ráðast í á næst-
unni til að svo megi verða. Meðal
þeirra væri að ljúka vinnu að fram-
tíðarfyrirkomulagi á umsjón rekst-
urs þess, koma yrði á skýrri fjár-
hagslegri ábyrgð í umsjón þess og
þróun og að farið verði ítarlega yfir
það hvort áform um vetrarakst-
ur á næstunni samræmist mark-
miðum um rekstur þess. Einnig
er talið nauðsynlegt að sveitarfé-
lögin á Vesturlandi og hagsmuna-
aðilar verði virkari í að koma kost-
um leiðarkerfisins á framfæri meðal
íbúa til að örva frekar notkun þess.
Þá þurfa ábyrgðaraðilar kerfisins að
vera duglegir að leita nýrra leiða
til að hagnýta kerfið, t.d. með því
að samþætta skólaakstur inn í það
eða jafnvel akstur til og frá athafna-
svæðum á borð við Grundartanga.
Að sögn Ólafs, þá er vilji hjá öll-
um sem að kerfinu standa að finna
lausn á vanda þess og það sé mikil-
vægt fyrir framhaldið. Mestu skipt-
ir að almenn ánægja er með leiðar-
kerfið og hefur notkun þess farið
vaxandi mánuð frá mánuði á fyrsta
starfsárinu. Fjölmörg vannýtt tæki-
færi séu til staðar í þróun þess og
því sé mikilvægt að halda verk-
efninu áfram.
hlh
Málefni fatlaðra voru í deiglunni
á aðalfundinum og var þar sér-
staklega rætt um rekstrarforsend-
ur málaflokksins sem færður var
yfir til sveitarfélaganna í gegn-
um SSV í upphafi árs 2011. Fram
kom á fundinum að í vor hafi stefnt
í að halli á rekstri málaflokksins
í ár næmi á bilinu 60-70 milljón-
ir króna en með hagræðingarað-
gerðum sem starfshópur um mál-
efni fatlaðra innan SSV lagði til við
stjórn samtakanna í lok sumars er
vonast til að hallinn verður rétt-
ur við áður en rekstrarárið er allt.
Ingibjörg Valdimarsdóttir, sem leitt
hefur vinnu starfshópsins, sagði á
fundinum að ástæðan fyrir hallan-
um væri m.a. sú ákvörðun stjórn-
valda að breyta forsendum á miðju
rekstrartímabilinu við útreikning
framlags úr Jöfnunarsjóði til mála-
flokksins. Sú ákvörðun var tekin í
byrjun árs og m.a. vegna þessa hafi
forsendur rekstraráætlunar árs-
ins brostið með tilheyrandi halla-
rekstri. Stjórn SSV skipaði starfs-
hópinn fyrir tæpum tveimur árum
til að yfirfara rekstur málaflokks-
ins á Vesturlandi í heild sinni og var
það m.a. hlutverk hópsins að leggja
fram aðgerðir sem hann hefur nú
gert með aðstoð fagaðila úr Þjón-
usturáði Vesturlands, umsjónar-
aðila málaflokksins, sem skipað er
yfirmönnum félagsþjónustu Akra-
ness, Borgarbyggðar og Snæfells-
ness.
Framlög skert víða
Meðal þeirra sparnaðaraðgerða
sem hafa verið samþykktar eru
skerðingar á framlögum til frekari
liðveislu í Borgarbyggð, þar sem
mest er skorið niður, til reksturs
skammtímavistunar í Holti í Borg-
arbyggð og Gufuskálum á Snæ-
fellsnesi, vegna búsetu- og dag-
þjónustu í Stykkishólmi og að auki
í umsýslukostnaði í félagsþjónustu
á öllum svæðum. Einnig hafa fram-
lög til þjónusturáðsins verið skor-
in niður. Þá kemur ekkert fram-
lag úr þessum sameiginlega sjóði
til Endurhæfingarhússins HVER á
Akranesi í ár. Utan þessara aðgerða
þarf félagsþjónusta á hverju starfs-
svæði að skera niður í flötum niður-
skurði samtals um 9 milljónir króna
í hlutfalli við rekstur. Í samtali við
Skessuhorn sagði Ingibjörg að það
hafi verið erfitt verk að skera niður
í rekstrinum til að mæta hallanum
og væri ótækt að ríkið standi ekki
við gerða samninga. „Þetta er mjög
erfiður og viðkvæmur málaflokk-
ur sem þarf að passa upp á en við
viljum sinna þjónustunni vel. Það
verður hins vegar að skapa aðstæð-
ur til að svo megi verða í ljósi þeirr-
ar stöðu sem upp er kominn. Ljóst
er hins vegar að það er meiri þörf
en áður að herja á ríkið að spila af
sanngirni í þessu máli. Það verður
að standa við undirritaða samninga
og þær forsendur sem gefnar voru í
upphafi,“ segir Ingibjörg.
Of hratt farið
í yfirfærslu
Greiðsla úr Jöfnunarsjóði sveitar-
félaga til málaflokksins miðast við
þjónustuþörf sérhvers einstaklings
sem þjónustuna þiggur eins og það
er metið í svokölluðu SIS mati sem
stjórnvöld sjá um að framkvæma
og er nýlega tilkomið. Fram kom
á fundinum að forsendubreyting
stjórnvalda felist í því að greiða
ekki með þjónustuléttum einstak-
lingum í ár, en það eru einstakling-
ar sem þurfa að hámarki 4 millj-
ónir króna á ári vegna þjónustu-
þarfa sinna samkvæmt SIS mat-
inu. „Framkvæmd SIS mats er eitt
af þeim verkefnum sem hafa gengið
því miður treglega eftir að sveitar-
félögin fengu málaflokkinn til sín,
en framlög úr jöfnunarsjóðnum eru
metin útfrá því mati. Á Vesturlandi
eru sem dæmi 64% einstaklinga
sem hafa verið að nýta þjónustu á
svæðinu án SIS mats og er hlutfall-
ið ekki einsdæmi miðað við önn-
ur þjónustusvæði. Það er ljóst að of
hratt hefur verið farið í yfirfærslu á
verkefninu til sveitarfélaga þar sem
ríkið getur ekki tryggt nægjanlegt
fjármagn með því svo hægt sé að
bjóða upp á viðunandi þjónustu.“
Skoða frekari
hagræðingu
Ingibjörg segir vinnu starfshópsins
ekki lokið en hann hefur það hlut-
verk nú að leggja fram tillögur um
hagkvæmari rekstur málaflokksins
fyrir framhaldsaðalfund SSV sem
fram fer í október. „Okkar verkefni
er að skoða málaflokkinn með til-
liti til niðurskurðarins sem varð í ár.
Ljóst er að staðan mun lítið breyt-
ast á næsta ári, en þá verður önnur
viðmið viðhöfð varðandi útdeilingu
fjármagns. Þá mun 80% af tekjum
koma úr jöfnunarsjóði á grund-
velli þjónustumats á einstakling-
um og 20% af útsvari sveitarfélaga.
Við erum m.a. að meta þjónustu-
framboð á svæðinu öllu með hag-
kvæmni og hagræðingu að leiðar-
ljósi skoða hvort möguleikar séu á
að samþætta þjónustuna á einhvern
hátt. Við erum því að búa í haginn
fyrir næstu rekstrarár og undirbúa
algjöra yfirfærslu á málaflokknum
en áætlað er að fara yfir samning-
inn við ríkisvaldið á næsta ári með
því sjónarmiði að sveitarfélögin og
landshlutasamtökin taki endanlega
yfir málaflokkinn,“ segir Ingibjörg
en ásamt henni eru í starfshópn-
um Kristinn Jónasson bæjarstjóri í
Snæfellsbæ og Ingibjörg Daníels-
dóttir sveitarstjórnarfulltrúi í Borg-
arbyggð. hlh
Almenningssamgöngur:
Allir aðilar einhuga um að halda verkefninu áfram
Vagn á leið 57 við þjónustustöð N1 í Borgarnesi.
Ólafur Sveinsson fer yfir stöðuna í rekstri almenningssamgangna.
Ríkið þarf að spila af sanngirni í málefnum fatlaðra
Ingibjörg Valdimarsdóttir leiðir vinnu starfshópsins.