Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013 Ljósmynd sem Finnur Andrésson áhugaljósmyndari á Akranesi sendi inn í Sumarmyndakeppni Mbl og Nýherja reyndist sú besta, að mati dómnefndar. Að launum fékk Finnur Canon EOS 60-D mynda- vél að verðmæti 140 þúsund krón- ur sem hann tók við sl. fimmtudag. Verðlaunamyndin var nærmynd af mávi með smákrabba í goggin- um sem Finnur tók á bryggjunni á Akranesi fyrr í sumar. „Ég hef aðeins fylgst með mávunum en þeir fara á veiðar í höfninni þeg- ar háfjara er. Þá kroppa þeir kross- fisk og smákrabba af dekkjunum á viðlegukantinum. Þessi mávur var einmitt að því og hafði nýlega náð sér í krabbann sem hann er með í kjaftinum.“ Önnur verðlaun í sama flokki hlaut einnig maður búsettur á Akranesi, Gunnlaugur Arnar Valsson, en mynd hans var af eyðibýlinu Hólmi við Kirkju- bæjarklaustur. Gunnlaugur fékk í verðlaun Canon Ixus 240 mynda- vél. Finnur Andrésson var að von- um ánægður með verðlaunin en hann hefur áður tekið þátt í þess- ari keppni Mbl og Nýherja og hafnaði þá sólsetursmynd hans af Höfrungi í öðru sæti. „Það er mjög gaman að vinna í svona keppni. Ég sendi líklega inn einar 20 mynd- ir í keppnina að þessu sinni,“ seg- ir hann. Finnur er þessa stund- ina án atvinnu og kveðst því verja drjúgum tíma til að sinna áhuga- málinu; sem er ljósmyndun. Und- anfarið hefur hann aðallega verið að mynda fugla. „Þá hef ég verið að dunda við að stækka myndir og selja þær og er auk þess núna að undirbúa prentun á dagatali sem verður með norðurljósamynd- um sem ég hef tekið.“ Aðspurð- ur segist hann mynda á Canon 5D Mark-2 vél og tók verðlauna- myndina á Canon 100-400 linsu. „Ætli ég selji ekki bara vélina sem ég fékk í verðlaun, þarf ekki tvær öflugar myndavélar,“ sagði Finnur að endingu. mm Verðlaunamyndin. Sigraði í sumarmyndasamkeppni Mbl og Nýherja Finnur með vélina sem hann fékk í verðlaun. Velvildarmaður Landbúnaðar- safnsins á Hvanneyri færði safn- inu nýverið handskrifaða kennslu- bók frá Búnaðarskólanum í Ólafs- dal í Gilsfirði. Bókin hafði verið í vörslu forfeðra gefandans vestur á fjörðum, sem vildi koma bókinni á viðeigandi stað til varðveislu. „Útfallið varð að hann færði safn- inu hér á Hvanneyri bókina, sem er hin merkilegasta. Þótt nokk- uð væri til af prentuðum kennslu- bókum á tímum Ólafsdalsskólans (1880-1907) þurfti líka að styðj- ast við uppskriftir fyrirlestra. Lík- lega las þá kennarinn Torfi Bjarna- son upp texta sem nemendur skrif- uðu. Sá kennsluháttur tíðkaðist t.d. á Hvanneyri fram um 1970 í örfáum tilvikum. Þannig var með kennslu Torfa um verkfæri til bú- starfa að hann hafði samið texta um þá nýlundu, enda sérlega vel búinn kunnáttu á því sviði,“ seg- ir Bjarni Guðmundsson forstöðu- maður Landbúnaðarsafnsins á heimasíðu þess. Umrædd bók sem safninu áskotn- aðist er einmitt bókin Um Verkfær- in, sem Torfi Bjarnason í Ólafsdal samdi. „Svo hógvær hefur skrifar- inn verið að hann getur ekki nafns í handritinu. Með hjálp Sigríðar Hjördísar Jörundsdóttur á Lands- bókasafni, sem er sérfræðingur í skjalasafni Torfa og ýmsu öðru er hann varðar, höfum við gengið úr skugga um að þetta er ekki rit- hönd Torfa,“ segir Bjarni. Bókin er að öllu leyti ómerkt skrifara sínum. „Því væri einasta leiðin að þekkja hana af rithöndinni. Ef svo ólíklega vildi til að einhver þekkti hana, væri gaman frá honum að heyra. Mig grunar að textinn sé sá sem notaður var á seinna skeiði Ólafsdalsskólans en það get ég þó ekki staðfest,“ seg- ir Bjarni enn fremur. mm Lögreglunni í Borgarfirði og Döl- um var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í sumarbústað innarlega í Skorradal síðastliðið föstudags- kvöld. Lögreglan fór á staðinn og handtók sex ungmenni af höfuð- borgarsvæðinu sem við athugun reyndust vera með flatskjá í bílnum. Ungmennin voru að svo búnu færð til yfirheyrslu á lögreglustöðina í Borgarnesi, þar sem 19 ára stúlka í hópnum var kærð fyrir að aka und- ir áhrifum fíkniefna. Í ljós kom að þarna var að hluta til um vant fólk að ræða og hafði einn málsaðili, rúmlega tvítugur piltur, brotist inn í nokkra bústaði í Skorradalnum, ásamt öðrum, árin 2010 og 2011. Honum tókst hins vegar ekki að brjótast inn í bústaði árið 2012 af þeirri ástæðu að þá sat hann á Litla Hrauni fyrir innbrotin í Skorradalnum árin á undan. Fram kom við yfirheyrslur á þjófagenginu að það hefði forðast bústaðahverfi sem eru með hlið- læsingum og myndavéla- og örygg- isbúnaði. Þjófarnir hafi hins vegar ekki áttað sig á því að í bústaðnum sem brotist var inn í var gott örygg- iskerfi, en sá búnaður náði mynd- um af þeim og kom boðum til lög- reglu. Allnokkur ófriður hefur ver- ið vegna innbrota í sumarbústaði í Borgarfirði á síðustu árum og hafa bústaðaeigendur víða tekið sig saman um að verja betur sín hverfi með símastýrðum öryggishliðum og myndavélavöktun. Að sögn lög- reglu hefur þessi búnaður verið að virka, oftast til fælingar en einn- ig til þess að innbrotsþjófarnir ná- ist og þýfið skili sér, eins og gerðist í þetta skipti. hlh Síðastliðinn laugardag voru tæp- lega 60 nemendur útskrifaðir frá Háskólanum á Bifröst. Útskrifað var frá frumgreinadeild, grunnnámi og meistaranámi úr öllum deild- um skólans. Þetta var fyrsta braut- skráning Vilhjálms Egilssonar rekt- ors. Í ræðu sinni talaði hann m.a. um að útskriftarnemendur myndu auka hróður Háskólans á Bifröst með verkum sínum og að þær ólíku leiðir sem þeir færu myndu liggja til meiri þroska og spennandi við- fangsefna. Hann talaði um að Há- skólinn á Bifröst stæði á gömlum og traustum grunni sem hefði alltaf átt erindi í íslensku samfélagi. Hlut- verk þeirra sem nú starfa í skólan- um sem og nemenda væri að skrifa söguna áfram, sögu sem byggð væri á því sem þau hefðu fengið í arf og metnaður væri fyrir því að þeirra sögukafli segði frá nýjum framför- um og aukinni velgengni skólans. Í ræðu sinni sagði Vilhjálmur m.a. frá því að skólann langaði til að setja upp sérstaka sýningu um ís- lenskt atvinnulíf. Hugmyndin væri að kynna nútíma atvinnulíf á Ís- landi, nýta húsnæði skólans fyrir sýninguna og laða gesti og gang- andi á staðinn. Sagði hann að nem- endur fái hlutverk við að búa til efnið á sýningunni og að hún verði stór þáttur í kynningu og markaðs- setningu skólans. Mun fleiri mál eru í gangi sem eiga að gera skól- ann að ennþá betri kosti fyrir nem- endur, sagði Vilhjálmur. mm Tæplega sextíu voru brautskráðir frá Háskólanum á Bifröst Vilhjálmur brautskráir hér einn af sínum fyrstu útskriftarnemum eftir að hann tók við starfi rektors. Bókin sem slík er sýnilega heimagerð, 17,0 x 10,5 cm, innbundin, 156 tölusettar bls. Bókin er ekki línustrikuð en með blýanti hefur efri spássía verið mörkuð. Víða eru millifyrirsagnir skreyttar lítillega. Rithönd er skýr og auðlesanleg sbr. mynd. Handskrifað eintak kennslugagns Torfa í Ólafsdal Öryggisbúnaður kom upp um sumarbústaðaþjófa

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.