Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2013, Page 23

Skessuhorn - 18.09.2013, Page 23
23MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013 Áskell Áskelsson eigandi KM réttinga og sprautun- ar í Stykkishólmi hefur tek- ið við umboði fyrir Bíla- leigu Akureyrar. „Ég er orð- inn umboðsmaður fyrir Bíla- leigu Akureyrar og er kom- inn með tvo bíla. Í byrj- un verð ég með þessa tvo en við munum sjá hvernig þetta þróast. Það leggst mjög vel í mig að geta boðið upp á þessa þjónustu,“ segir Ás- kell í samtali við Skessuhorn. Mikill fjöldi ferðamann leggur leið sína í gegn- um Stykkishólm ár hvert og eru margir þeirra ekki á bíl. „Þörfin er klárlega fyrir hendi og til dæmis geta bakpokaferðalangar og slíkir nú fengið bíl lán- aðan til að fara hringinn um nesið. Einnig er nú hægt að bjóða upp á þann möguleika að fara með bíl suður og skilja hann þar eftir,“ segir Áskell. sko „Marinó Tryggvason afgreiðslu- stjóri og öryggisfulltrúi Spal- ar, hefði seint „grísað“ á rétt svar hefði hann verið spurður hvað biði hans á vinnustaðnum á Akra- nesi sl. föstudagsmorgun. Það er fullkomlega eðlilegt, enda reiknar enginn með því að hitta fyrir grísi í búri á kontórnum sínum,“ segir í hnyttnum pistli á heimasíðu Spal- ar. Marinó varð sextugur mánu- daginn 9. september og kom til landsins úr utanlandsreisu seint sl. fimmtudagskvöld. Vinnufélagarn- ir höfðu ákveðið í tilefni afmælisins að færa honum grísi tvo í búið að Hvítanesi og fengu tvo slíka mán- aðargamla í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Grísirnir tveir létu umstangið ekkert á sig fá. Þeir sættu sig meira að segja vel við að vera skreyttir með slaufum í stað- allitum kynja. Þeir lúrðu að mestu blíðir og hljóðir í flutningsbúrinu sínu á meðan gestirnir, núverandi og fyrrverandi Spalarstarfsmenn, fengu sér kaffi og sneið af afmæl- istertunni. þá Grísirnir tveir létu umstangið ekkert á sig fá. Fékk grís að gjöf í tilefni stórafmælis Marinó var bæði glaður og hissa þegar hann sá gjöfina frá samstarfsfólki sínu hjá Speli. Bílaleigubílar tilbúnir til aksturs. Bílaleiga Akureyrar til Stykkishólms var starfandi í Borgarnesi vinsæl danshljómsveit sem öðlaðist lands- frægð og hét Nafnið. Gítarleikari í sveitinni á þessum tíma var Birg- ir Guðmundsson af Snæfellsnesi og þá sálfræðinemi. Frést hafði að Andrés hefði fiktað við bassaleik og var hann fenginn í hljómsveitina. „Ég var ekki kominn með bílpróf en það bjargaðist því ég fékk alltaf far með Birgi,“ segir Andrés. Hann spilaði á böllum með Nafninu víða, en mest þó í Borgarfirði og víðar á Vesturlandi. Þrjú ár í Færeyjum Andrés innritaðist í blásaradeild Tónlistarskóla Reykjavíkur en hélt þó áfram að kenna á Akranesi, fór á milli með Akraborginni. Einn- ig var hann um tíma í popphljóm- sveit í borginni sem hét Tívolí og þar innanborðs var þekkt tónlist- arfólk: Ellen Kristjánsdóttir söng- kona, Eyþór Gunnarsson hljóm- borðsleikari, Friðrik Karlsson gít- arleikari, Ólafur Helgason tromm- ari og Sigurður Sigurðsson söngv- ari sem hafði áður sungið með hljómsveitinni Eik. Þá var Andr- és einnig um tíma bassaleikari með hljómsveitinni Rhapsódíu á Akra- nesi. „Ég útskrifaðist úr Tónlistar- skólanum í Reykjavík vorið 1981, 23 ára gamall. Þá var trompettinn orðinn mitt aðalhljóðfæri þann- ig að ég seldi bassann. Á þessum tíma var ég kominn í sambúð með Hrönn konunni minni sem líka er frá Akranesi og við ákváðum að flytja heim eftir þriggja ára búskap í Reykjavík. Ég hélt áfram að kenna við tónlistarskólann, en Hrönn kenndi við Brekkubæjarskóla. Þetta ár fæddist elsta dóttir okkar, Vala. Eftir þrjú ár á Skaganum gerð- ist það að auglýst var eftir tónlist- arkennurum héðan frá Íslandi til að þróa skóla í Færeyjum, en þeir voru þá að byggja upp sína tónlist- arskóla. Ég og Bjarki Sveinbjörns- son, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, vorum ráðnir. Við Hrönn vorum þrjú ár í Færeyjum og það var mjög skemmtilegur tími. Við bjuggum í Sörvogi á Vogey þar sem flugvöllurinn er. Bjarki var þarna líka á sömu eyju en hann fór reynd- ar í nám til Danmerkur eftir eitt ár. Það var athyglisvert að Færeying- arnir skyldu velja íslenska módelið til að byggja sína skóla eftir. Þarna var heilmikill bræðslupottur því kennararnir komu m.a. frá Skandi- navíu, Bretlandi og Póllandi. Á þessum tíma var ekki auðvelt að ná í nótur og hljóðfæri. Ólafur Hátún var yfirmaður allra tónlistarskól- anna í Færeyjum en ég bar aðallega ábyrgðina á gerð námsskrár, ekki síst eftir að ég var kosinn formaður í félagi tónlistarskólastjóra í eyjun- um, Musikkskúlaleiðarafélag Fær- eyja. Svo spilaði ég líka á trompet í Sinfóníuhljómsveit Færeyja, þann- ig að það var margt að gerast hjá mér.“ Tónastöðin flytur til Reykjavíkur Fljótlega eftir að þau Andrés og Hrönn fluttu aftur heim á Akranes eftir Færeyjadvölina, 1987, fæddist yngri dóttir þeirra sem hlaut nafn- ið Edda, en yngstur er Helgi fædd- ur 1993. „Það vantaði vinnu handa Hrönn sem heimavinnandi hús- móður, því oft hefur verið erfitt með kvennastörf á Skaganum. Það var ástæðan fyrir því að við byrj- uðum að versla með nótnabækur, nýttum okkur þar sambönd sem höfðu myndast í Færeyjum. Þetta byrjaði má segja í eldhússkúffunni á Höfðabraut 2. Fyrstu nótnabók- ina keypti Flosi nokkur Einars- son. Í rauninni ættum við að gera afsteypu af Flosa sem fyrsta við- skiptavininum,“ segir Andrés og hlær. „Svo komu til okkar kenn- arar úr tónlistarskólum í Reykja- vík og víðar og þetta fór að vinda upp á sig. Hingað til lands kom Lyndon Chapman á vegum ensku verslunarsamtakanna. Hann hafði á prjónunum að finna hér versl- un sem vildi selja blásturshljóð- færi fyrir Boosey & Hawkes. Hann gekk á milli verslana í Reykjavík en enginn vildi selja blásturshljóð- færin. Hann frétti af okkur og það varð til þess að við fórum að flytja inn blásturshljóðfæri. Síðan gerðist það 1991 að ein aðaltónlistarversl- unin í Reykjavík, sem hafði þjónu- stað tónlistarskólana, Ístónn, fór í þrot. Tónlistarskólastjórar í borg- inni, Kristján Edelstein og fleiri boðuðu okkur á fund, þar sem þeir lögðu að okkur að taka við rekstri verslunarinnar. Okkur leist ekkert á það í fyrstu, en við frekari umhugs- un ákváðum við að leita eftir samn- ingum við skiptastjóra þrotabúsins. Þeir samningar tókust og í fram- haldi af því ákváðum við að flytja reksturinn til Reykjavíkur, að Óð- insgötu 7.“ Stoltur af skólalúðra- sveitinni Andrés segir að í raun hafi það ver- ið Hrönn en ekki hann sem kom fótunum undir rekstur Tónastöðv- arinnar. „Það var Hrönn sem fór á milli kvölds og morgna, Akra- ness og Reykjavíkur, en ég sjaldn- ar þar sem ég hélt áfram að kenna við Tónlistarskólann á Akranesi og kenndi við skólann nærri 20 ár, enda byrjaði ég bara 17 ára gam- all. Einna stoltastur er ég af skóla- lúðrasveitinni sem ég stjórnaði í mörg ár og tók við af Guðmundi Nordal. Hljómsveitin fór í nokkrar tónleikaferðir, þar á meðal út fyr- ir landssteina, til Þýskalands, Dan- merkur og Hollands. „Margt mjög gott tónlistarfólk ólst upp og spil- aði í hljómsveitinni, þar á með- al kennarar við Tónlistarskólann á Akranesi í dag,“ segir Andrés. Sjálfstætt og traust fyrirtæki. Tónastöðin var þó ekki starfrækt allt árið fyrstu tvö árin hjá Hrönn og Andrési, heldur voru gluggar verslunarinnar byrgðir með brún- um maskínupappír í lok maí og á hann letrað: „Gleðilegt sumar, sjáumst í ágúst!“ Tónastöðin var fyrst til húsa við Óðinstorg, var þá í fimm sinnum minna húsnæði en í Skipholti 50 D í dag. Þegar kom- ið er inn í Tónastöðina blasir við ótrúlegur fjöldi alls kyns hljóð- færa. Andrés segir að í upphafi hafi verið sú stefna mótuð að verslun- in yrði sjálfbær, það er að eigend- ur ættu peninga til innkaupa, lager yrði ekki fjarmagnaður með lánsfé. „Þetta hefur tekist með því að veita öllum ágóða jafnóðum í uppbygg- ingu á fyrirtækinu. Við eigum öll hljóðfærin hérna inni og svona lag- er er dýr. Þetta var m.a. það sem hjálpaði okkur í hruninu ásamt því að bankinn okkar, Íslandsbanki á Akranesi, sýndi okkur velvilja og traust. Það er hins vegar ansi blóðugt að samkeppnisaðilar okk- ar hafa margir hverjir fengið tugi eða hundruð milljóna afskrifaða og sumir hverjir hafa verið á mörgum kennitölum.“ Eins og félagsmiðstöð Þó Andrés hafi gefið sér tíma til að ræða við blaðamann Skessuhorns þá hafði hann varla tíma til þess, enda núna þegar tónlistarskólarn- ir eru nýbyrjaðir einn helsti álags- tíminn. „Það eru jólin tvisvar á ári hjá okkur,“ sagði Andrés og bros- ir. „Annars er yfirleitt mikið að gera hér á öðrum tímum og það veitir ekkert af því að hafa tíu manns til að sinna viðskiptavinunum. Hingað koma flestir þeir sem eru í tónlist í landinu og oft er þetta líka eins og félagsmiðstöð hjá okkur, viðskipta- vinir og kunningjar koma í heim- sókn. Þær eru margar skemmtileg- ar minningarnar frá því við byrj- uðum að stússast í þessu og síðar. Mér datt til að mynda ekki í hug að drengur sem ég gaf notaða og hálfónýta fiðluboga þegar hann var að byrja ætti eftir að spila í heims- frægri hljómsveit sem heitir Sig- urrós,“ sagði Andrés, inn á milli þess sem hann afgreiðir unga menn sem eru í hljómsveitum sem spila á Airwaveshátíðinni sem hefst innan skamms. Flóttamannabúðir Andrés segir að Skagamenn hafi oft kallað Tónastöðina flóttamanna- búðir í gríni, því hér hefur starf- að fjöldi manna og kvenna af Skag- anum. „Þar ber helstan að nefna Gaut G. Gunnlaugsson, klettinn okkar. Einnig hafa Rúna Sigur- steins, Anna Nikulásar, Davíð Þór Jónsson, Anna Elín Daníelsdóttir, Þorsteinn Hannesson, Rósa Guð- rún Sveinsdóttir, Leifur Jónsson og fleiri unnið hjá okkur um lengri eða skemmri tíma. Það er ánægju- legt að fylgjast með þeim og öðrum Skagamönnum sem hafa náð langt í tónlist, segir Andrés og bætir síð- an við í lokin. „Við fórum svo loks- ins í útrás árið 2009 þegar allir aðr- ir settu tærnar upp í loft. Opnuðum Tónastöðina á Akureyri í desemb- er það ár. Keyrðum norður með varning fyrir búðina ásamt enn ein- um Skagamanninum, Halldóri Sig- urðssyni, Dóra Sig, í brjálaðri hríð og illfærð.“ Við þökkum Andrési fyrir spjallið, en eins og fyrr segir er vitlaust að gera í búðinni hjá hon- um á þessum árstíma, og því ekki gustuk að tefja hann meira. þá Gríðarlegt magn af allskyns hljóðfærum er í Tónastöðinni, t.d. nóg til af gíturum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.