Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2013, Side 24

Skessuhorn - 18.09.2013, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013 Um síðustu mánaðamót urðu framkvæmdastjóraskipti hjá Knatt- spyrnufélagi ÍA á Akranesi. Harald- ur Ingólfsson tók þá við því starfi sem Þórður Guðjónsson hafði sinnt af skörungsskap til fjölda ára. Án efa hefur Haraldur bakgrunn- inn með sér til að takast á við starf framkvæmdastjóra hjá knattspyrnu- félagi, sem að stórum hluta snýst um að annast fjárreiður félagsins ásamt því að vera leiðbeinandi varð- andi íþróttastarfið. Haraldur hef- ur frá því hann snéri aftur heim á Akranes vorið 2004 starfað hjá Ar- ionbanka, en hann var á árum áður landsliðsmaður og síðan atvinnu- maður í knattspyrnu. „Ég ákvað að taka þessari áskorun, skipta um starfsvettvang, þegar Þórður ákvað að hætta. Ég hef fylgst með starfi ÍA síðustu árin án þess að hafa tek- ið þátt í stjórnun félagsins,“ sagði Haraldur í spjalli við Skessuhorn. Ólst upp á Stóratúni Haraldur er borinn og barnfæddur Akurnesingur, af ´70 árganginum. „Það má segja að ég hafi mikið til alist upp á Stóratúni, var þar öllum stundum að leik en í gamla daga var þar leiksvæði sem nú er nýrri hluti kirkjugarðsins. Ég átti þá heima á Furugrundinni þar skammt frá. Seinna fluttumst við svo niður á Vallarbraut. Til er liðsmynd af 6. flokki sem ég var í og þá vor- um við að spila á stórum velli. Við erum ansi litlir í fótboltamarkinu þar sem myndin var tekin. Við urð- um svo Íslandsmeistarar í 4. flokki 1984,“ segir Haraldur, en með honum í flokkum voru m.a. strák- ar sem seinna náðu að spila í meist- araflokki, Theodór Freyr Hervars- son, Brandur Sigurjónsson, Sigurð- ur Sigursteinsson og Bjarki Péturs- son. Haraldur þótti útsjónarsamur leikmaður með góðan vinstri fót, var oft maðurinn á bak við góðar sóknir, lagði upp mörk og skoraði alltaf af og til sjálfur. Hann byrjaði síðan að spila með meistaraflokki sumarið 1987. Eftir miklar manna- breytinga fyrir tímabilið 1989, féll liðið úr efstu deild árið 1990. „Það tókst síðan að byggja upp nýtt lið undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Kjölfestan í því voru Óli Adolfs og Luca Kostic sem voru fengnir til að binda saman vörnina og síðan voru á þessum tíma að koma upp gríð- arlega efnilegir leikmenn, svo sem tvíburarnir Arnar og Bjarki, Doddi Guðjóns og fleiri. Þetta var magn- aður hópur,“ segir Haraldur, en skemmst er frá því að segja að ÍA varð Íslandsmeistari fimm ár í röð 1992-1996 og tvö árin einnig bik- armeistarar. Er það lengsti sam- felldi sigurferill meistaraflokksliðs í knattspyrnunni á Íslandi. Stórleikur á Celtic Park Eftir tímabilið ´96 ákvað Har- aldur að reyna fyrir sér í atvinnu- mennsku og gekk til liðs við sam- nefnt fornfrægt félag í útgerðar- bænum Aberdeen í Skotlandi. Það- an voru togarar sem komu mikið við sögu í þorskastríðinu svokall- aða þegar Íslendingar voru að berj- ast fyrir landhelginni á síðustu öld. Haraldi var samt vel tekið og segir hann stemninguna í kringum Aber- deen liðið hafa verið afar skemmti- lega. Hans eftirminnilegasti leikur í atvinnumennskunni var einmitt fyrsti leikurinn sem hann var í byrj- unarliði Aberdeen, það var gegn stórliði Celtic á þeirra heimavelli, Celtic Park. „Það var fullur völl- ur, 50 þúsund áhorfendur á leikn- um, og það var hvetjandi fyrir mig að fara út og gera mitt besta. Þótt ég lenti á móti Paulo De Canio var mér hælt fyrir góða frammistöðu í leiknum og liðið var að spila vel þótt við hefðum tapað 0:1 í leikn- um.“ Haraldur segir að á þessum tíma hafi Aberdeen átt undir högg að sækja í skosku deildinni, barist þar fyrir lífi sínu og spilað hálfgerð- an kraftabolta. „Þetta var ekki alveg fótboltinn sem hentaði mér. Samn- ingurinn var ekki endurnýjaður um vorið og ég spilaði það sumar aft- ur með ÍA.“ Fjölskyldan öll í boltanum Eftir það tímabil á Skaganum, 1997, bauðst Haraldi samningur við sænska liðið Elfsborg, sem er í borginni Boras austur af Gauta- borg. Haraldur segir að árin þar hafi verið gríðarlega skemmtileg og gott að búa þar fyrir fjölskyld- una. Eiginkona Haraldar er þekkt knattspyrnukona sem gerði garð- inn frægan bæði með ÍA og lands- liðinu, Jónína Víglundsdóttir. Sam- an eiga þau fjögur börn, á aldrinum frá 8 til 19 ára. Elsta barnið, Unn- ur Ýr, er einmitt einn af lykilleik- mönnum í nýkrýndu úrvalsdeild- arliði ÍA í kvennaboltanum og öll eru börn þeirra Haraldar og Jón- ínu í fótbolta. „Það var gott að vera hjá Elfsborg. Fyrsta árið vorum við í basli í neðri hluta Allsvenskan, en seinni tvö árin gekk okkur ágæt- lega og vorum í hópi efstu liða. Ég spilaði þarna með mjög góðum fót- boltamönnum, eins og t.d. Anders Svenson, sem er líklega sá besti sem ég hef leikið með og er enn í sænska landsliðinu.“ Lítið félag með stórt hjarta Eftir þrjú ár í Boras, sem er 100 þúsund manna borg í suður Sví- þjóð, fór Haraldur og fjölskylda í 8000 manna iðnaðarbæ norður af Osló, til félagsins Raufoss, sem var í næstefstu deild í Noregi. „Þetta var ekkert ósvipað og á Skaganum, lít- ið félag með stórt hjarta. En þetta voru mikil umskipti frá því að búa í Suður-Svíþjóð, snjór og kuldi allan veturinn, en sól og sumar þegar það kom. Okkur leið mjög vel hjá Rau- foss. Þeir voru að styrkja liðið með því markmiði að fara upp í efstu deild. Það tókst ekki en munaði litlu öll árin. Þetta var skemmtilegt lið sem spilaði glimrandi sóknarleik, skoraði 75 mörk 30 leikjum, eða tvö og hálft í leik. Það var varnarleikur- inn sem var ekki nógu góður til þess að takmarkið næðist,“ segir Har- aldur. Þegar hér var komið haust- ið 2003 stóðu þau Haraldur og Jón- ína frammi fyrir því að þau og börn- in festu rætur í Noregi, enda börnin komin á skólaaldur. Þau völdu þann kostinn að halda heim og Haraldur lék sumarið 2004 með Skagamönn- um. Það var hans síðasta tímabil í fótboltanum. Hann var fyrst valinn í U16 ár landsliðið og síðan spil- aði hann með öllum landsliðum Ís- lands, 50 landsleiki samtals, þar af 20 með A-landsliðinu. Mikið tekjutap sem fylgir falli Þegar talið berst aftur að knatt- spyrnumálum hjá ÍA segir Harald- ur að segja megi að það séu bæði já- kvæðir og neikvæðir hlutir að ger- ast hjá félaginu. Það er að segja í meistaraflokkunum þar sem kon- urnar eru búnar að vinna sér sæti í efstu deild, en karlaliðið á leið aft- ur niður í 1. deild eftir aðeins tvö sumur í Pepsídeildinni. „Í mínum huga er það tvennt sem hefur gerst og ræður mestu um stöðu okk- ar. Þegar við fórum upp um deild sumarið 2011 voru burðarásarn- ir í liðinu eldri leikmenn, Reyn- ir Leósson og Hjörtur Hjartarson, sem síðan ákváðu að hætta, ásamt Englendingunum Gary Martin og Mark Doninger, sem hurfu svo á braut fyrir rúmu ári. Allt voru þetta góðir leikmenn. Í ár vorum við mjög óheppnir með útlendinga og að auki hafa lykilmenn ekki náð að sýna sitt besta. Þetta er að drjúgum hluta ástæðan fyrir því hvernig stað- an er í dag. Vissulega er það mikið áfall að falla úr efstu deildinni fyrir meistaraflokk karla sem um tíðina hefur verið flaggskip félagsins, ekki aðeins fótboltalega heldur einnig fjárhagslega. Það þýðir um það bil 15 milljóna króna tekjutap, minni aðgangseyrir og peningar sem ekki koma vegna sjónvarpsútsendinga.“ Unglingastarfið er tvíþætt Haraldur segir að í haust verði að taka erfiðar ákvarðanir í sambandi við uppbyggingu meistaraflokks þannig að hann nái aftur sínum fyrra styrk í efstu deild. Kvenna- liðið verði að styrkja eitthvað fyr- ir baráttuna í úrvalsdeild kvenna næsta sumar. „Ég held að stelpurn- ar eigi góða möguleika á að halda sætinu sem verður okkar aðaltak- mark næsta sumar. Liðið er ungt og vantar reynslu, en hvert ár telur mikið,“ segir Haraldur. Aðspurður segir hann að yngri flokka starfið hafi síðustu árin ekki verið að skila eins mörgum afburða knattspyrnu- mönnum upp í meistaraflokk og á árum áður. „Unglingastarfið hjá okkur er tvíþætt. Annars vegar er það uppeldisþátturinn og hitt er af- reksþátturinn, það er að góður ár- angur í yngri flokkastarfinu sé fyrir endurnýjun í meistaraflokkunum. Við höfðum seinni árin verið að nálgast óðfluga í árangri stærri fé- lögin sem hafa tvöfalt fleiri iðkend- ur en við. Iðkendum hefur einnig verið að fjölga hjá okkur sem er já- kvæð þróun. Það getur samt verið að við verðum að skerpa á afreks- stefnu félagsins til þess að ná að skapa fleiri afburða knattspyrnu- menn og -konur.“ Fagfólk í þjálfarateymum Haraldur segir að búið sé að skipu- leggja unglingastarfið fyrir næsta vet- ur og á dögunum var Jón Þór Hauks- son ráðinn þar yfirþjálfari. „Almenn ánægja er með yngri flokkastarfið og þjálfarateymin. Þar er uppeldis- menntað fólk sem hefur líka grunn- inn úr fótboltanum, hefur þekkingu á báðum þessum sviðum. Markmið- in í yngri flokkastarfinu eru ekki síst að allir fái verkefni við hæfi og séu ánægðir. Mér líst vel á starfið í fé- laginu og framhaldið. Í augnablik- inu bíður það okkar að finna lausn- ir varðandi karlaliðið og byggja upp öflugt lið Skagamanna til framtíð- ar, en það er verðugt verkefni að tak- ast á við,“ sagði Haraldur Ingólfsson framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA að endingu. þá Bæði jákvæðir og neikvæðir hlutir að gerast Rætt við Harald Ingólfsson nýráðinn framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags ÍA Gullin varin í varnarveggnum: Sturlaugur Haraldsson, Haraldur, M. Birbercic og Sigursteinn Gíslason. Ljósm. Friðþjófur. Haraldur Ingólfsson nýráðinn framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA á sjálfur ófá sporin á Akranesvelli. Haraldur skorar fyrir ÍA gegn Víkingi og fagnar hér markinu. Ljósm. Friðþjófur.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.