Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2013, Page 28

Skessuhorn - 18.09.2013, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013 Vörur og þjónusta www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta Sími 820-3722 • hilmirb@simnet.is Flutningar fyrir einstaklinga & fyrirtæki STEINI STERKI Borgarnesi 861 0330 SENDIBÍLA ÞJÓNUSTA Þorsteinn Aril íusson 861 0330 SENDIBÍLAÞJÓNU Réttum, sprautum hjólastillum Rúðuskipti Almennar viðgerðir Reitarvegi 3, 340 Stykkishólmi 690 2074 / 438 1586 TRÉSMIÐJAN AKUR EHF. Trésmiðjan Akur ehf. • Smiðjuvöllum 9 300 Akranesi Sími 430 6600 • akur@akur.is • www.akur.is ÖLL ALMENN TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA Endurbætur og nýsmíði Þök – Klæðningar – Gluggar – Útihurðir – Sólpallar Nafn: Sigrún Guttormsdóttir Þormar Starfsheiti/fyrirtæki: Verkefna- stjóri hjá Snorrastofu Fjölskylduhagir/búseta: Gift og á uppkomin börn. Búsett í Skorradal í landi Dagverðarness. Áhugamál: Líkamsrækt, lestur bóka - aðallega um víkingatíma- bilið og miðaldir. Vinnudagurinn: Föstudagurinn 13. september: Hvenær mætt til vinnu? Mætti til vinnu milli 9 og 10. Þennan dag var haldin seinni dagur ráð- stefna fulltrúa „Skáldasafna“ frá Norðurlöndunum hjá okkur í Reykholti, en hún átti að vera á Akureyri en var flutt í Reykholt vegna veðurs. Það var því nóg að gera við að stilla upp, laga kaffi og sinna ráðstefnugestum. Hádegið? Í hádeginu reyndi ég að fá mér smá matarbita milli af- greiðslu gesta í gestamóttöku Snorrastofu. Klukkan 13? Þá tók ég á móti eldri borgurum frá Grundar- firði. Þeir komu hingað til að fá leiðsögn um Reykholtskirkju og Snorrastofu. Þegar klukkan var 14 var ég nýbúin að kveðja gest- ina og horfði á eftir rútunni aka burt. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég gerði upp kassa verslunarinnar, slökkti og læsti. Gestamóttakan lokar kl. 17 yfir vetrartímann, en við erum með opið alla virka daga á vetrum frá kl 10. Á sumrin er opið alla daga frá kl 10 til 18. Fastir liðir alla daga? Allir dag- ar eru mismunandi og fjölbreytn- in gífurleg. Auðvitað eru alltaf fastar rútínur eins og að kveikja og slökkva ljós, gera upp kassa og þess háttar. Hvað stendur upp úr eftir vinnudaginn? Heimsókn eldri borgaranna frá Grundarfirði. Það er alltaf svo yndislegt að fá eldri Íslendinga í heimsókn hingað í Reykholt og ég reyni að dekra sérstaklega við þá. Var dagurinn hefðbundinn? Já, það má segja að í sínum óhefð- bundleika hafi hann verið hefð- bundinn. Alltaf eitthvað hefð- bundið og óvænt í bland! Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég er búin að vera í Snorrastofu í tvö ár. Störf mín þar eru margvísleg. Ég sé um færslur á daglegu bókhaldi og sendi út reikninga fyrir stofnunina. Einn- ig sinni ég að hluta til markaðs- málum og kynningarstarfi, sinni ýmsum samstarfsverkefnum sem við tökum þátt í. Þá hef ég far- ið á ráðstefnur og kynningar er- lendis fyrir stofnunina. Síðan er ég í hlutastarfi í gestamóttöku Snorrastofu. Hér tek ég á móti gestum, afgreiði í glæsilegri versl- un gestamóttökunnar og held fyrirlestra um Snorra og Ísland á miðöldum. Við fáum marga hópa hingað í Reykholt sem óska eft- ir fyrirlestrum. Hóparnir koma mikið frá Norðurlöndunum og það kemur oft í minn hlut að taka á móti þeim og halda kynningar. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Já, það vona ég svo sannarlega - að þau ár sem ég á eftir á vinnu- markaðinum verði hér. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Já alltaf! Skemmtilegt starf og fjölbreytt, en síðast og ekki síst yndislegir kollegar og góður andi í húsinu. Eitthvað að lokum? Eins óvænt og það nú atvikaðist að ég hóf störf í Snorratsofu, þá tel ég það vera gífurleg forrétt- indi að fá að starfa hér og fá tæki- færi til að kynna sögu og menn- ingu þjóðar okkar fyrir gestum, bæði innlendum og erlendum, sem koma og heimsækja okkur. Ég bjó erlendis í 30 ár, flutti til baka til Íslands árið 2010 og hafði alls ekki látið mér detta í hug að það ætti fyrir mér að liggja að búa í Borgarfirði og vinna í Reyk- holti. En svona er það stundum, lífið færir manni alltaf eitthvað nýtt og hvetjandi til að fást við. Fyrir mig hefur það allt verið já- kvætt og spennandi. Dag ur í lífi... Verkefnisstjóra hjá Snorrastofu Hjólum í skólann er nýtt verkefni þar sem nemendur og starfsmenn framhaldsskóla landsins keppa sín á milli um að nýta virkan ferða- máta sem oftast í og úr skóla. Með virkum ferðamáta er t.d. átt við að hjóla, ganga, hlaupa, fara á hjóla- bretti/línuskautum eða í strætó til og frá skóla. Hjólum í skólann fer fram í fyrsta skipti dagana 16.-20. september í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna, en stefnt er að því að keppnin verði árviss viðburður á samgönguviku. Hjólum í skólann er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Hjóla- færni á Íslandi, Embætti landlækn- is, Reykjavíkurborgar, Samgöngu- stofu og Sambands íslenskra fram- haldsskólanema. Í tilkynningu vegna verkefnisins segir að markmið þess sé að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvæn- um og hagkvæmum samgöngumáta meðal nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna. Á meðan á Hjólum í skólann stendur verður myndakeppni í gangi þar sem fram- haldsskólarnir geta sent inn mynd af sinni þátttöku í gegnum Facebo- ok síðu verkefnisins eða á netfang- ið kristin@isi.is. Dómnefnd sér svo um að velja bestu myndina en einn- ig verður tekið tillit til hversu mörg „like“ hún fær á Facebook. Sá skóli sem vinnur hlýtur 50.000 kr. til að nýta til hjólaframkvæmda, segir í tilkynningunni. þá Félagsmiðstöðinni Afdrepi í Snæ- fellsbæ barst góð gjöf í vikunni. Þær Svanhvít og Steinunn mættu í Afdrep fyrir hönd Lionsklúbbs- ins Þernu á Hellissandi og afhentu félagsmiðstöðinni tvo grjónapúða að gjöf. Að sögn Hafdísar og Hall- dóru forsvarsmanna Afdreps eru grjónapúðarnir kærkomin gjöf og munu nýtast vel. þa Lionskonur gáfu grjónapúða Framhaldsskólakeppnin Hjólum í skólann

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.