Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2013, Page 8

Skessuhorn - 04.12.2013, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Breytingar í nefnd- um og ráðum AKRANES: Á fundi bæjarráðs Akraness sl. föstudag voru sam- þykktar breytingar á skipan í nefndir og ráð á vegum bæjarins og snerta þær allar fulltrúa Sam- fylkingar. Í framkvæmdaráð og í skipulags- og umhverfisnefnd komi Björn Guðmundsson í stað Magnúsar Freys Ólafsson- ar, sem sagði af sér störfum fyrir skömmu. Sindri Birgisson komi inn í nefndirnar sem varamaður í stað Björns Guðmundssonar. Í menningarmálanefnd verður Hrund Snorradóttir aðalmað- ur í stað Björns Guðmundsson- ar og Gunnhildur Björnsdótt- ir varamaður í stað Hlédísar Sveinsdóttur. –þá Lesið úr Upp- heimabókum AKRANES: “Lesið verður úr nýjum bókum sem bókaútgáfn Uppheimar gefa út í Bókasafni Akraness, miðvikudaginn 4. des- ember kl 20.00. Þessir höfund- ar lesa úr verkum sínum: Bjarki Karlsson - Árleysi alda, Sigrún Elíasdóttir - Kallar hann mig, kallar hann þig, Bjarni Guð- mundsson - Frá hestum til hest- afla, Guðjón Friðriksson - Hér heilsast skipin og Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ein á enda jarðar. Allir eru velkomnir og heitt kaffi verður á könnunni.” –fréttatilk. Áburður lækkar umtalsvert milli ára LANDIÐ: Áburður frá Yara, sem Sláturfélag Suðurlands er með umboð fyrir, lækkar umtals- vert í verði frá síðustu verðskrá. Köfnunarefnisáburður lækkar um 12% og algengar þrígildar áburð- artegundir lækka um 8 til 11%. Þetta kemur fram í verðskrá Yara áburðar fyrir árið 2013 til 2014. Verðskráin gildir til 31. desemb- er 2013, þó með fyrirvara um breytingar á gengi. Þá býður SS upp á greiðslusamninga eða stað- greiðsluafslátt. Einnig býður fyr- irtækið tilboð á flutningi ef pant- að er fyrir áramót og kostar tonn- ið þá 1000 krónur án virðisauka- skatts ef pantaður er flutningur á sex tonnum eða meira. Þetta er í fyrsta skipti í áraraðir sem áburð- ur lækkar í verði milli ára. Þá liggur verðskrá nú fyrir óvenju snemma en ekki er langt síðan bændur kvörtuðu hástöfum yfir því að verðskrár lægju ekki fyr- ir fyrr en komið væri framundir vor. -mm Læsi minnkar á landsbyggðinni LANDIÐ: Frammistöðu ís- lenskra barna í stærðfræði hef- ur hrakað á síðustu tíu árum. Það sama gildir um frammi- stöðu í lesskilningi og náttúru- fræði. Þetta sýna niðurstöð- ur nýjustu PISA rannsóknar OECD. Landsbyggðin lætur sérstaklega undan síga á með- an höfuðborgarsvæðið helst í horfinu. Sé horft til allra PISA mælinga frá upphafi þá hef- ur íslenskum nemendum hrak- að sem nemur hálfu ári á síðasta áratug. Í þessari PISA-rann- sókn var lögð áhersla á stærð- fræðilæsi, lesskilning og nátt- úrufræðilæsi. Frammistaða ís- lenskra nemenda hefur versnað í öllum greinunum en meira á landsbyggðinni en höfuðborg- arsvæðinu. -mm Bókin Paradísar- stræti er komin út Hjá Bókaútgáfunni Merkjalæk í Svínadal í A-Hún er komin út bók- in Paradísarstræti - Lena Grigoleit, austur-prússnesk bóndakona segir sögu sína. Pétur M. Sigurðsson og Sigurður H. Pétursson þýddu bók- ina úr þýsku. Höfundur bókarinn- ar er Ulla Lachauer, þýsk blaða- kona. Hún kom í þorpið, þar sem Lena bjó, árið 1989 eftir fall Berl- ínarmúrsins. Fyrir tilviljun kemst hún í kynni við Lenu sem þá var ein eftir í þorp- inu af fyrrum íbúum þess. Með Ullu og Lenu takast góð kynni og nokkrum árum seinna dvelur Ulla hjá Lenu í tvær vikur með upp- tökutæki og stílabók og afrakstur- inn er bókin Paradísarstræti. Lena upplifir tvær heimsstyrjaldir og út- legð í 5 ár í Síberíu með fjölskyld- unni. Hún kemst heim aftur. Lena hefur mikla frásagnarhæfileika og frásögn hennar er einlæg og sönn. Frásögnin snýst um hið mannlega án nokkurra stríðslýsinga á þessum miklu umróta- og stríðstímum sem Lena upplifir, sem skók alla Evr- ópu á 20. öld og gjörbreytti landa- korti álfunnar. Í bókarlok er vand- aður eftirmáli um tilurð bókarinn- ar og sögu Memelhéraðs. Einn- ig eru í bókinni fjögur landakort sem sýna þróun landsvæðisins á 20. öld ásamt fjölda ljósmynda. Bókin varð metsölubók í Þýskalandi þeg- ar hún kom út og hefur verið þýdd á nokkur tungumál. Bókin er komin í sölu í mörgum verslunum á höfuðborgarsvæðinu og hjá Eymundsson á Akranesi. Einnig er hægt að panta bókina hjá útgefanda, Sigurði H. Péturssyni, í síma 557-2480 eða 892-3215 eða með tölvupósti í netfang sighp@ emax.is. Kostar þá bókin 2.100 krónur með sendingarkostnaði. -fréttatilkynning. Aflatölur fyrir Vesturland 23. - 29. nóv. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 7 bátar. Heildarlöndun: 14.822 kg. Mestur afli: Ebbi AK 4.878 kg í einni löndun. Arnarstapi 4 bátar. Heildarlöndun: 27.645 kg. Mestur afli: Kvika SH: 20.646 kg í fjórum löndunum. Grundarfjörður 15 bátar. Heildarlöndun: 671.344 kg. Mestur afli: Vilhelm Þorsteinsson EA: 388.134 kg í einni löndun. Ólafsvík 17 bátar. Heildarlöndun: 134.586 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarnason SH: 17.608 kg í þremur löndun. Rif 16 bátar. Heildarlöndun: 379.672 kg. Mestur afli: Örvar SH: 92.063 kg í einni löndun. Stykkishólmur 27 bátar. Heildarlöndun: 120.410 kg. Mestur afli: Gullhólmi SH: 29.500 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Vilhelm Þorsteinsson EA – GRU: 388.134 kg. 23. nóv. 2. Örvar SH – RIF: 92.063 kg. 24. nóv. 3. Tjaldur SH – RIF: 80.130 kg. 24. nóv. 4. Hringur SH – GRU: 68.799 kg 24. nóv. 5. Grundfirðingur SH – GRU: 52.073 kg. 23. nóv. mþh Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið valinn besti lífeyrissjóður smáþjóða af fagtímaritinu Investment Pen- sion Europe (IPE). Í umsögn dóm- nefndar kom meðal annars fram að góð ávöxtun sjóðsins hefði verið byggð á framsýnum fjárfestingar- ákvörðunum og öflugri áhættustýr- ingu. Árin 2009-2011 var Frjálsi líf- eyrissjóðurinn valinn besti lífeyris- sjóður á Íslandi af IPE fagtíma- ritinu. Í ár og árið 2012 voru ekki veittar viðurkenningar fyrir Ísland sérstaklega heldur keppa sjóðir frá Íslandi nú í flokki smáþjóða, eins og sjóðir átta annarra Evrópulanda með færri en eina milljón íbúa. Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem er í rekstri hjá Arion banka, er um 130 milljarðar að stærð og sjóðfélagar eru um 47 þúsund talsins. Sjóður- inn hentar þeim sem hafa frjálst val um í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða 12% skylduiðgjald og hentar jafn- framt þeim sem leggja fyrir í við- bótarlífeyrissparnað. mm Framkvæmdir standa nú yfir á gatnamótum hringvegarins og vegarins að Kárastaðaflugvelli fyrir ofan Borgarnes. Að sögn Páls S. Brynjarssonar sveitar- stjóra Borgarbyggðar er um að ræða framkvæmd á vegum Orku- veitu Reykjavíkur og Borgar- byggðar þar sem verið er að fylla upp í skurð við gatnamótin sem skapað hefur hættu fyrir um- ferð. Nú sé verið að leggja dren- lögn í skurðinn en einnig er ver- ið að koma þar fyrir nýju ræsi. Loks standi til að sjálf gatnamót- in verði löguð. hlh Búið er að ljúka niðurbroti stúkunnar við innilaug íþrótta- miðstöðvarinnar í Borgarnesi. Niðurbrotið er hluti af fram- kvæmdum við stækkun þrek- salar miðstöðvarinnar sem hófust í haust. Þar sem stúk- an var áður verður slegið upp nýrri 56 fermetra hæð sem mun bætast við rými þreksal- arins. Glerveggur mun síð- an skilja að þreksalinn og rými innilaugarinnar. Bygginga- verktakinn Eiríkur J. Ingólfs- son í Borgarnesi er með verkið á sinni könnu og sagði hann í samtali við Skessuhorn í gær að nú væri unnið við uppslátt. Vonast er síðan til að öll steypuvinna verði búin fyrir áramót. Það voru þeir Gústaf Jökull Ólafsson á Reykhól- um og Haraldur Helgason í Bæjar- sveit sem sáu um niðurbrot og sögun stúkunnar í undirverk- töku fyrir Eirík. Auk þreksalarins verður kvennaklefi fyrir sundlaugina stækkaður í framkvæmdun- um. Nýja rými klefans verð- ur undir nýja hluta þreksalar- ins og bætast þar við 20 fata- skápar og sex sturtur. Að- staðan stækkar því um helm- ing frá því sem nú er. Að sögn Kristjáns Finns Kristjánssonar verkefnisstjóra framkvæmda- sviðs Borgarbyggðar stóð upp- haflega til að verklok yrðu fyrir áramót en fyrirséð er að fram- kvæmdir munu standa yfir eitthvað fram á nýja árið. hlh Stéttarfélags Vesturlands skoraði nýverið á sveitarstjórnir í landshlut- anum að fylgja fordæmi Reykjavík- urborgar og hækka ekki gjaldskrár um næstu áramót. Sem kunnugt er hafði borgarstjórn tekið ákvörð- un um að hækka fjölmarga þjón- ustuliði í gjaldskrá borgarinnar en féll síðar frá því til að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir stöðugra verðlagi. Að sögn Signýjar Jóhann- esdóttur, formanns Stéttarfélags Vesturlands, hafa engin svör bor- ist ennþá en áskorunin var send til sveitarstjórna í nóvemberlok. Svara er þó að vænta innan skamms þar sem vinna við gerð fjárhagsáætl- ana er á lokastigi hjá sveitarfélög- unum tíu. Signý segir áskorun félagsins vera hluta af heildarátaki Alþýðu- sambands Íslands gegn verðbólgu í landinu. Verkalýðshreyfingin hefur einnig skorað á ríkisvaldið að hverfa frá boðuðum hækkunum auk þess sem hreyfingin hefur skorað á fyrir- tæki að leggja sitt af mörkum til að draga úr verðbólgunni. Signý segir að samstillt átak í þessum efnum sé árangursríkasta leiðin og rifjar upp árangurinn af átaki gegn verðbólgu árið 2001 þegar tókst að halda vísi- tölu neysluverðs undir svokölluðu rauðu striki. hlh Atvinnuvegaráðueytið gaf í byrjun síðustu viku út viðbót við reglugerð um ráðstöfun aflaheimilda á íslenskri sum- argotssíld. Sem kunnug er virðist hrygningarstofn henn- ar að mestu leyti genginn inn fyrir brúna yfir Kolgrafafjörð eins og í fyrra. Þá er talið að 52 þúsund tonn af síld hafi drepist vegna súrefnisstkorts. Með nýju reglugerðinni sem gefin var út er öll umferð og veiði báta bönnuð við mæli- tæki sem komið hefur verið fyrir innan brúar í Kolgrafa- firði. Alls eru svæðin fimm, fjögur þeirra afmarkast með 200 m geisla út frá miðpunkt- um svæðanna og eitt með 300 m geisla. Eins og sjá má á meðfylgjandi korti eru veiðar því bannaðar á stórum svæð- um utanvert í firðinum. mþh Kort sem sýnir bannsvæðin í Kolgrafafirði. Veiðar bannaðar á stórum hluta í Kolgrafafirði Niðurbroti stúkunnar er lokið. Sjá má að búið er að opna tvær dyr sem veita aðgang að nýja rými kvennaklefans. Komið að uppslætti í íþróttamiðstöðinni Arnaldur Loftsson framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins tekur við verðlaun- unum. Frjálsi lífeyrissjóðurinn valinn besti lífeyrissjóður smáþjóða Frá gatnamótum hringvegarins og vegarins að Kárastaðaflugvelli fyrir ofan Borgarnes í síðustu viku. Ljósm. bhs. Gatnamót gerð öruggari Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands. Skora á sveitarfélög að hækka ekki gjaldskrár

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.