Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2013, Síða 12

Skessuhorn - 04.12.2013, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Byggðastofnun fékk í liðinni viku afhent staðfestingu þess að hún hafi hlotið jafnlaunavottun VR. Stofn- unin er önnur í röð íslenskra rík- isstofnana til að ná þessum áfanga. Hún hefur þar með fengið staðfest- ingu á því að búið sé að kerfisbinda launaákvarðanir, koma upp jafn- launakerfi samkvæmt kröfum jafn- launastaðals og að nú verði kerfis- bundið fylgst með því hjá stofnun- inni að starfsfólk sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf hafi sam- bærileg laun óháð kynferði. Jafn- launavottun VR er fyrir öll fyrir- tæki og stofnanir, burtséð frá stétt- arfélagsaðild starfsmanna. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR afhenti Aðalsteini Þorsteins- syni forstjóra Byggðastofnunar vottunina við athöfn sl. fimmtu- dag. „Ég fagna því að Byggðastofn- un hafi ákveðið að taka þetta mik- ilvæga skref og sækjast eftir Jafn- launavottun VR. Við verðum öll, stofnanir og fyrirtæki sem og stétt- arfélög, að leggja okkar af mörkum til að koma á jafnrétti kynjanna á ís- lenskum vinnumarkaði. Ég vona að fleiri opinberar stofnanir fylgi for- dæmi Byggðastofnunar og taki þátt í þessu verkefni með okkur,“ sagði Ólafía. mm Hæstiréttur komst í dómi sín- um sl. fimmtudag að sömu niður- stöðu og Héraðsdómur Austur- lands gerði fyrir nokkru um kæru Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi á fólksflutningsfyrirtækinu Sterna Travel. Kröfu stefnanda er hafn- að, Sambands sveitarfélaga á Aust- urlandi, um að staðfest verði lög- bann sem sýslumaður- inn á Höfn lagði 18. júlí 2012 við reglubundnum fólksflutningum stefnda, Sterna Travel ehf. á áætl- unarleið Höfn - Egils- staðir - Höfn. Stefndi, það er Sterna Travel, er sýkn af öðrum kröfum stefnanda í málinu sam- kvæmt niðurstöðu dóms Hæstaréttar. Stefnandi greiði stefnda 700.000 krónur í málskostnað. Forsaga málsins er eins og fram kemur í málgögnum að Vegagerðin gerði samning við Samtök sveitarfélaga á Austurlandi 22. desember 2011 um almenningssamgöngur á Aust- urlandi. Fól sá samningur í sér að áfrýjanda var veitt einkaleyfi til að skipuleggja og sjá um þær. Áfrýj- andi þáði samkvæmt samningnum árlegan 45 milljóna króna styrk fyr- ir rekstur almenningssamgangna innan starfsvæðis síns. Einkaleyf- ið var veitt samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr. 73/2001 um fólksflutn- inga og farmflutninga á landi. Að því veittu er mælt fyrir um það í 2. mgr. greinarinnar að öðrum en einkaleyfishafa sé óheimilt, nema með samþykki hans, að stunda reglubundna fólksflutninga á svæð- um og leiðum þar sem einkaleyfi til slíkra fólksflutninga hefur ver- ið veitt. Í sýknudómi Héraðsdóms Austurlands og dómi Hæstarétt- ar sl. fimmtudag er ekki fallist á að þær ferðir sem Sterna Travel bauð upp á falli undir skilgreiningu um reglubundna fólksflutninga. Nán- ar má lesa um dóminn á heimasíðu Hæstaréttar. Í tilkynningu frá Sterna segir að fyrirtækið hafi orðið fyrir veru- legu tjóni vegna þessara aðgerða Sambands sveitarfélaganna á Aust- urlandi. Þegar lögreglan á Egils- stöðum hindraði för bifreiða Bíla og fólks sem var að fara til Hafn- ar voru um 20 erlendir ferðamenn í rútunni sem var kyrrsett. Umboðsað- ilar þessara ferðamanna, ferðaskrifstofur í Þýska- landi og Frakklandi hafi slitið öllum samskiptum við fyrirtækið og ljóst er að Sterna varð fyrir veru- legu tjóni. „Áætlum við að það tjón skipti hundr- uðum milljóna króna. Bæði Sterna Travel ehf. og Bílar og fólk ehf. íhuga nú fjárhæðir bóta- kröfu vegna þessara að- gerða Samtaka sveitarfélaga á Aust- urlandi. Einnig eru þau fyrirtæki sem voru í samskiptum við Sterna að skoða möguleika á bótakröfum en þau urðu einnig fyrir veruleg- um skakkaföllum vegna þessara að- gerða samtakanna,“ segir í tilkynn- ingu Sterna. þá Starfið hjá Kirkjukór Ólafsvíkur er fjölbreytt þessa dagana. Kórinn æfir af fullum krafti fyrir jólatónleika sem haldnir verða fimmtudaginn 12. desember í Ólafsvíkurkirkju. Fyrstu heimildir um tilvist Kirkju- kórs Ólafsvíkur eru frá árinu 1893 og saga kórsins því 120 ára. Geisla- diskur kórsins; Íslensk & þýsk jól, sem tekinn var upp í janúar 2012, er nú kominn út. Á disknum má finna, eins og nafnið gefur til kynna, bæði íslensk og þýsk jólalög. Diskurinn verður seldur í Pakkhúsinu, Versl- uninni Hrund og við innganginn á tónleikunum. þa Nýr veitingasalur var tekinn í notk- un á Landnámssetri Íslands í Borg- arnesi á sunnudaginn. Nýi salur- inn er hluti af viðbyggingu á tveim- ur hæðum sem hefur verið í bygg- ingu frá því í mars á þessu ári. Hvor hæð er 50 fermetrar að flatarmáli, en veitingasalurinn er á efri hæð og er gengið inn í hann frá Hvítasal setursins. Sal- urinn er ágæt- lega hannaður og þjóna Suð- u r n e s k l e t t a r s k e m m t i l e g a hlutverki út- veggjar í saln- um. Neðri hæð viðbyggingar- innar var einn- ig tekin í notk- un á sunnudag- inn en þar er að finna eldhús staðarins, sem stækkar um helming frá því sem var, geymslur, þvotta- hús, skrifstofurými og vinnuað- staða starfsfólks. Að sögn Kjartans Ragnarssonar forstöðumanns Landnámsseturs- ins mun viðbyggingin breyta að- stöðunni á staðnum verulega, ekki síst fyrir starfsfólk. Vegna smæðar eldhússins hefur hingað til einungis verið hægt að taka á móti takmörk- uðum fjölda gesta í mat og hefur því Arinstofa í risi verið minna not- uð á álagstímum. Nú breytist þetta og getur Landnámssetrið með sín- um þremur veislusölum tekið á móti allt að 70 manns í einu í mat, þar af 30 í nýja salnum. Nýi salur- inn er einnig sniðinn fyrir fundi og einkasamkomur þar sem hægt er að loka honum frá Hvítasalnum. hlh Aðaltvímenningi Briddsfélags Borgarfjarðar lauk síðastlið- ið mánudagskvöld í Logalandi. Keppnin var jöfn og spennandi og fyrir síðasta kvöldið áttu fimm pör raunhæfa möguleika á sigri. Það voru Skagamennirnir Magnús og Leó sem höndluðu pressuna best. Þeir höfðu verið í toppbaráttunni allt mótið, án þess þó að leiða það. Lokakvöldið settu þeir í fimmta gír og rúlluðu yfir andstæðinga sína eins og enginn væri morgundag- urinn. Skor þeirra var ævintýra- lega hátt, eða 75,7%. Með þessu glæsiskori tryggðu þeir sér sigur á mótinu með 1065 stigum. Borg- nesingarnir Dóra og Rúnar tóku annað sætið með 1063,6 stigum, en þau fengu 61,8% úr lokakvöldinu. Sveinbjörn og Lárus á Hvanneyri tryggðu þriðja sætið með 64,2% skori sem alla jafnan dugir til sigurs fyrir stakt kvöld. Þeir enduðu með 1042 stig. Næsta mánudag verður spilað- ur léttur tvímenningur hjá félaginu og Jólasveinatvímenningur félags- ins verður svo föstudagskvöldið 13. desember. Þar verður að vanda dregið saman í pör. Síðasta spila- mennska ársins hjá félaginu verður svo mánudagskvöldið 16. desemb- er. ij/ Ljósm. ss. Hæstiréttur dæmdi Sterna í vil í sérleyfismáli fyrir austan Kirkjukór Ólafsvíkur gefur út jólalagadisk Á myndinni eru frá vinstri Bryndís Guðnadóttir kjaramálasviði VR, Stefán Svein- björnsson framkvæmdastjóri VR, Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR, Elín Gróa Karlsdóttir forstöðumaður hjá Byggðastofnun, Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar, Torfi Jóhannesson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytinu, Magnús Helgason forstöðumaður hjá Byggðastofnun og Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir launafulltrúi hjá Byggðastofnun. Byggðastofnun fær jafnlaunavottun VR Skagmennirnir kunna listina að toppa á réttum tíma Landnámssetrið orðið stærra Nýi veitingasalur Landnámssetursins. Suðurnesklettar setja skemmtilega svip á salinn. Vesturlandsriðill Spurningakeppni grunnskólanna fór fram í félags- miðstöðinni Arnar- dal á Akranesi síðasta miðvikudag. Þrír skól- ar skráðu sig til leiks; Grunnskólinn í Borgar- nesi, Grunnskóli Borg- arfjarðar og Grunda- skóli. Eftir harða keppni mættust Grundaskóli og Grunnskólinn í Borgarnesi í hreinni úr- slitakeppni sem reynd- ist æsispennandi. Stað- an var jöfn framan af og úrslit réðust ekki fyrr en í lokaspurningunni. Grundaskóli verður því fulltrúi Vesturlands í 16 liða úrslit- um Spurningakeppni grunnskól- anna sem fara fram eftir áramót í Reykjavík. Keppendur Grundaskóla eru þeir Þórir Halldórsson, Daní- el Hjörvar Guðmundsson úr 10. MKÓ og Daníel Aron Jónsson úr 9. MÁ. grþ Grundaskóli fulltrúi Vesturlands í Spurningakeppni grunnskólanna Lið Grundaskóla í Spurningakeppni grunnskólanna. Þórir Halldórsson, Daníel Aron Jónsson og Daníel Hjörvar Guðmundsson.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.