Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2013, Page 17

Skessuhorn - 04.12.2013, Page 17
17MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Laugavegur 18, 101 Reykjavík í húsi Máls og menningar Sími: 511 3399 Ármúla 18, 108 Reykjavík Sími 511 3388 Opið mán-fös 9-18 og lau 11-15 Útsaumur í jólapakkann S K E S S U H O R N 2 01 3 www.skessuhorn.is Fylgist þú með? S: 433 5500 Laugardaginn 23. nóvember sl. var haldið íbúaþing í Grundarfirði undir yfirskriftinni Grundarfjörð- ur í sókn. Dagskrá þingsins var tví- skipt. Annars vegar erindi og hins vegar umræður. Lagt var upp með að horfa til möguleika og tækifæra en ekki á hindranir. Í umræðu um sjávarútveg kom m.a. þetta fram: „Sjávarútvegur er byggðunum okk- ar mikilvægur áfram, við þurfum að þekkja út á hvað hann gengur og tækifærin í honum til framtíðar, opna umræður og huga fólks fyr- ir því.“ Skilaboðin um ferðaþjón- ustu voru þau að nýta sérstöðuna og gera meira úr henni og halda áfram að byggja á stefnu Grundar- fjarðarbæjar í ferðaþjónustu. Einn- ig kom fram áhugi á að auka tengsl við Þjóðgarðinn Snæfellsjökul og nýta tækifæri sem hann skapar fyr- ir allt Snæfellsnes. Þá var rætt um hvernig mætti taka upp þráðinn í því að bjóða afþreyingu fyrir gesti skemmtiferðaskipa, með þátttöku ungs fólks og eldri borgara. Ungt fólk var í öndvegi á þinginu. Fjallað var um skemmtilegan félags- skap, Snæfríði, sem tengist Svæðis- garði Snæfellinga og vill vinna að því að gera Snæfellsnesið enn meira aðlaðandi fyrir ungt fólk til að það snúi heim að námi loknu. Í um- ræðu um Bókasafn í Sögumiðstöð var ein af fjölmörgum hugmynd- um sú að bjóða upp á aðstöðu fyr- ir hópa til að vinna verkefni tengd sögu byggðarlagsins og tengja það ljósmyndum. Vinna við skólastefnu sem nú fer fram var kynnt og í umræðum var kallað eftir meiri fréttum af skóla- starfi, út í samfélagið. Steinatjörn kom til umræðu bæði hjá ungum og öldnum, draumur um að endur- heimta tjörnina, (sem reyndar er að gerast af náttúrulegum ástæðum) og draumur um gosbrunn, skauta- svell og fleira. Þessi umræða tengd- ist hugmyndum um Paimpol garð- inn, sem kominn er vísir að. Loks voru viðraðar hugmyndir um að nýta vindorku til rafmagnsfram- leiðslu, sem tilraunastarfsemi, jafn- vel með hlutafélagi heimamanna. Stýrihópur mun nú vinna frekar úr skilaboðum þingsins og fylgja eftir. ahk Svipmynd frá íbúafundinum. Sjá ýmis sóknarfæri í atvinnulífinu í Grundarfirði Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Flott jólaföt fyrir flottar konur St. 38-58

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.