Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2013, Page 21

Skessuhorn - 04.12.2013, Page 21
21MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Sunnudaginn 24. nóvember sl. efndi Björgunarsveitin Heiðar í Borgarfirði til opins dags og afmæl- ishófs í félagsheimilinu Þinghamri á Varmalandi. Tilefnið var 40 ára af- mæli sveitarinnar en hún var stofn- uð 31. mars 1973. Sigurjón Valdi- marsson og Grétar Þ. Reynisson, formaður sveitarinnar, fluttu sögu- legt yfirlit allt frá aðdragandanum að stofnun sveitarinnar til dagsins í dag. Nærri hundrað manns sóttu samkomuna, þar á meðal fulltrú- ar Landsbjargar og frá nágranna- björgunarsveitunum í héraði; Ok og Brák, bj.sv. Ósk í Dölum, Elliða á Snæfellsnesi og Björgunarfélagi Akraness. Ennfremur sveitarstjóri Borgarbyggðar og flest systkini Hreins Heiðars Árnasonar heitins frá Stafholtsveggjum. Allir þessir aðilar komu færandi hendi og fluttu heillaóskir. Þremur stofnfélögum voru færð- ar viðurkenningar og þakkir fyr- ir langt og heilladrjúgt starf í þágu bj.sv. Heiðars, en það voru þeir Guð- mundur Finnsson frá Hóli, Gísli Þor- steinsson frá Hvassafelli og Sigurjón Valdimarsson á Glitstöðum. Einnig var Valgeiri Gestssyni, fyrrum skóla- stjóra á Varmalandi og fyrsta for- manni bj.sv. Heiðars, þakkað mikil- vægt framlag hans í árdaga sveitar- innar. jgg/ Ljósm. Arnar Grétarsson Björgunarsveitinni Heiðari bárust gjafir. Hér er Þór Bínó formaður Björgunarfélags Akraness að afhenda Grétari Þór Reynissyni forláta klukku. Björgunarsveitin Heiðar í Borgarfirði 40 ára Valgeir Gestsson, Sigurjón Valdimarsson, Gísli Þorsteinsson og Guðmundur Finnsson. Hluti af tækjakosti sveitarinnar. Um hundrað manns mættu í afmælishófið. Jólavörur í úrvali Egilsholti 1 310 Borgarnesi Opið 8-18, laugard. 10-14 Jólastjarna, 1. flokkur Skreytingaefni og gjafavara

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.