Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2013, Side 30

Skessuhorn - 04.12.2013, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól í Grundarfirði fagnaði 25 ára afmæli sunnudaginn 1. desem- ber síðastliðinn. Af því tilefni bauð heimilisfólk til veislu og hátíðar- dagskrár. Margir glöddust með heimilisfólki en hátt í tvö hundr- uð gestir heimsóttu Fellaskjól af þessu tilefni. Fjölmargir listamenn komu fram í afmælinu, leikið var á harmo nikkur og einnig var fjölda- söngur við undirleik Ragnars Al- freðs. Margar gjafir voru gefn- ar, ræður fluttar og fjöldi árnaðar- óska voru meltar með stórglæsilegu hlaðborði í boði brauðgerðanna á Snæfellsnesi. „Fellaskjól vill koma á framfæri þökkum til vina og velunnara fyr- ir að gefa sér tíma í dagsins önn til að gleðjast með þeim á þess- um tímamótum. Markið hefur ætíð verið sett hátt og vandað til verka við að halda heimilinu í hópi þeirra glæsilegustu í landinu. Fellaskjól er sjálfseignastofnun, rekin af félaga- samtökum en ekki bæjarfélaginu. Því er ekki um auðugan garð að gresja í fjármálum þegar ráðast þarf í breytingar til batnaðar. Þökk sé hinum stóru og smáu afmælisgjöf- um sem bárust heimilinu er hægt að láta marga drauma rætast,“ seg- ir Hildur Sæmundsdóttir formað- ur stjórnar Fellaskjóls. Hún seg- ir að næst standi til að byggja nýtt anddyri úr áli og gleri. „Þar verður sannkölluð sólstofa þar sem heim- ilisfólk getur notið þess að rækta blóm og grænmeti að eigin frum- kvæði við frábærar aðstæður. Einn- ig verður sett upp merking á heim- ilið með nýju merki frá sr. Jóni Þor- steinssyni. Að lokum vil ég geta þess að þessi frábæra þátttaka íbúa er hvatning til að takast á við stækk- un Fellaskjóls á næstu árum,“ seg- ir Hildur. grþ /Ljósm. tfk Salóme Guðmundsdóttir veflista- kona á fimmtíu ára starfsafmæli um þessar mundir. Af því tilefni held- ur hún vinnustofusýningu í kjall- ara Grensáskirkju í Reykjavík um þessar mundir. Salóme, eða Sallý eins og hún er gjarnan kölluð, bjó á Akranesi um áratuga skeið en fluttu til Reykjavíkur aldamótaárið. Hún sagði blaðamanni frá því helsta í starfi sínu. „Þetta er í annað sinn sem ég held sýningu hér í kirkj- unni, ég var líka með eina í fyrra- haust. Ég hef bara boðið vinum og kunningjum, sem koma svo aftur með vini sína og þannig hefur þetta spurst út,“ segir hún. Var ákveðin í að læra vefnað sem barn Fimmtíu ár eru síðan Sallý byrjaði að læra vefnað hjá Guðrúnu Vig- fúsdóttur veflistakonu og hefur lít- ið stoppað síðan hún byrjaði. „Ég átti heima á Ísafirði sem barn. Við bjuggum niðri á tanganum, rétt við Húsmæðraskólann. Þegar ég var lítil og gekk framhjá honum, þá hugsaði ég alltaf að ég ætlaði að læra að vefa. Ég var alveg ákveðin í því. Ég var svo heppin að foreldr- ar mínir þekktu Guðrúnu og hún tók mig í læri. Ég lærði hjá henni almennan vefnað í tvö ár.“ Sal- óme hefur einnig lært hjá fleirum og kynnt sér vefnað annarra þjóða. „Ég fór á mörg námskeið hér fyr- ir sunnan og í Húsmæðraskólan- um í Reykjavík. Seinna fór ég svo til Norðurlandanna og kynnti mér vefnað í Svíþjóð og Finnlandi. Það var mjög lærdómsríkt að sjá hvað þeir voru að gera.“ Salóme fékk sér sinn fyrsta vef- stól fyrir um fjörutíu árum. Þá gat hún ofið heima hjá sér og not- aði hann mikið. „Um 1985 fékk ég mér stærri vefstól og þá gat ég far- ið að vefa stærri hluti. Kjólefni, stór veggteppi og gólfmottur til dæm- is. Ég óf ýmislegt handa sjálfri mér, svo sem kjóla, pils og vesti. Einn- ig handa dóttur minni á meðan hún var lítil.“ Kenndi vefnað á Akranesi Salóme bjó á Akranesi í 35 ár, frá 1965 til 2000. Hún var gift Guðjóni Bergþórssyni, skipstjóra á Akranesi, en hann lést fyrir nítján árum. Þau eignuðust eina dóttur, Láru Huld, sem er sýslumaður á Hólmavík. Lára Huld á einn fjórtán ára dreng sem heitir Guðjón Alex. Stuttu eft- ir andlát Guðjóns flutti Salóme til Reykjavíkur. Í dag er hún í sambúð með Gunnari Richter. Hann vinn- ur líka í handverki en hann sker út ýmsa fallega hluti úr tré. Á meðan Salóme bjó á Akranesi var hún mjög virk í veflistinni. „Ég var með vefstofu á neðri hæð í húsi tengdaforeldra minna á Skólabraut í mörg ár. Ég kenndi hjá Námsflokk- um Akraness í átta ár og hélt fjöl- mörg námskeið.“ Hún hélt nokkrar einkasýningar á handverki sínu og tók einnig þátt í mörgum samsýn- ingum. Akraneskaupstaður, Vina- Eva Jódís Pétursdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri og Hildur Sæmundsdóttir for- maður stjórnar ásamt fjölda ungra langömmu- og afabarna. Afmælishátíð á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Fellaskjóli Heimilismenn og gestir nutu skemmtilegrar hátíðardagskrár. Veflistakona heldur vinnustofusýningu Hefur ofið í hálfa öld og lítið stoppað minni, Grundaskóli og Heilbrigð- isstofnun Vesturlands eru meðal þeirra sem eiga verk eftir Salóme. Gaf hökul og stólu í Hólskirkju Salóme er fædd og uppalin á Ísa- firði. Foreldrar hennar voru Lára Veturliðadóttir og Guðmundur M. Ólafsson en þau eru bæði lát- in. Faðir hennar hefði fagnað 100 ára afmæli í fyrrasumar ef hann hefði lifað. „Faðir minn var fædd- ur og uppalinn á Bolungarvík. Af því tilefni að hundrað ár voru liðin frá fæðingardegi hans, gaf ég hök- ul og stólu í Hólskirkju í Bolungar- vík. Við systkinin erum fjögur á lífi af sjö. Það var haldin minningar- messa um föður okkar og við mætt- um öll ásamt mökum og börnum sem komust. Í þeirri messu afhenti ég hökulinn.“ Salóme hafði lengi haft áhuga fyrir því að vefa hök- ul en ekki treyst sér til þess. „Svo ákvað ég bara að gera það. Ég útbjó munstrið, teiknaði það upp og óf hann svo. Hökullinn er ofinn úr ís- lenskri ull. Táknin eru ofin með ís- lenskum glitvefnaði,“ útskýrir hún. Það var mikil vinna í kringum hök- ulinn og tók ár að klára hann frá því að Salóme teiknaði hann fyrst. Hann var að lokum afhentur Odd- nýju Kristjánsdóttur klæðskera- meistara sem saumaði hann. Salóme hefur aðallega gert „lö- bera“ á borð undanfarin ár, ásamt litlum veggteppum. „Það nýj- asta sem ég geri núna eru diska- mottur og löberarnir. Ég ætla líka að halda áfram að vefa í kjóla og skokka, svona fyrir sjálfa mig. Jafn- vel kápu,“ segir hún. Salóme saum- ar sjálf úr efnunum en fær hjálp við að sníða þau. Verkin hafa ekki verið til sölu en hún hefur hugsað sér að koma þeim inn í verslun, þá helst diskamottunum og löberun- um. Henni finnst róandi að setjast við vefstólinn og hlustar á tónlist á meðan. „Ég hef óskaplega gaman af því að vefa og ég hlakka til hvers dags,“ heldur hún áfram. Aðspurð hvaðan hún fær innblástur að verk- um sínum segist hún fá hugmynd- ir að mynstrum og litum úr um- hverfinu. „Ég horfi oft til himins- ins og fæ þá hugmyndir af litasam- setningu. Ég er með fallegt útsýni út um eldhúsgluggann hjá mér og horfi oft á himininn.“ Hefur einnig lokið söngnámi Salóme hefur ekki einungis áhuga á vefnaði. Hún býr einnig til skart- gripi úr þæfðri ull og hefur brenn- andi áhuga á söng. Hún syngur nú í kirkjukórnum í Grafarholti. „Ég ætlaði mér líka að verða söng- kona sem barn. Ég lærði hjá Guð- mundu Elíasdóttur óperusöng- konu. Ég kynntist henni á Akranesi og það var yndislegur tími. Ég var á þessum tíma að kenna eldri borg- urum vefnað inni á Höfða. Sam- hliða því var ég í söngnámi og var að syngja í kirkjukórnum. Það var svo gaman á þessum tíma, mikið líf í kringum mig þá. Ég lærði upp- haflega hjá Guðmundu á meðan hún bjó á Akranesi. Svo flutti Guð- munda suður og ég fór bara á eft- ir henni. Við náðum vel saman og ég útskrifaðist með áttunda stig í söng. Ég hélt svo útskriftartónleika í Akraneskirkju nokkrum árum síð- ar, þegar ég var fimmtug. Ég gerði það nú bara að gamni mínu að klára þetta með því að syngja á tónleik- um,“ segir Salóme söngelska vef- listakonan að lokum. grþ „Lífið er saltfiskur“ heitir þetta vegg- teppi. Í það eru meðal annars notuð hrosshár. Salóme situr við stóra vefstólinn. Í honum má sjá að hún er byrjuð á nýju kjólefni. Salóme gaf hökul og stólu til Hóls- kirkju í Bolungarvík. Hér er hún að skrýða sr. Ástu Ingibjörgu Péturs- dóttur. Ljósm. úr einkasafni. Salóme ásamt dóttur sinni, Láru Huld, og barnabarninu Guðjóni Alex. Myndin er tekin í Bolungarvík. Ljósm. úr einkasafni. Diskamottur og löber eftir vef- listakonuna.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.