Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2013, Síða 32

Skessuhorn - 04.12.2013, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út Skagfirskar skemmtisögur 3 – enn meira fjör! í samantekt Björns Jó- hanns Björnssonar, blaðamans og Skagfirð- ings. Eins og titillinn ber með sér er þetta þriðja bindið með gamansög- um af Skagfirðingum. Fyrri bækur hafa slegið í gegn og farið á met- sölulista bókaversl- ana. Viðtökur hafa ekki aðeins verið góð- ar í Skagafirði held- ur um allt land. Nú koma um 250 sögur til viðbótar og alls eru sögurnar því orðnar um 700 tals- ins í þessum þrem- ur bindum. Nú koma enn fleiri sögur af kaupmanninum Bjarna Har á Króknum, sem og héraðs- höfðingjunum Halla í Enni, Frið- riki á Svaðastöðum, Dúdda og Ein- ari á Skörðugili, Bjarna Marons og Pálma Rögnvalds og hinum síkátu Álftagerðisbræðrum og nágrönn- um þeirra. Óborganlegar gaman- sögur eru einnig af Jóhanni í Kú- skerpi, Jóni Eiríkssyni Drang- e y j a r j a r l i , Birni gamla í Bæ og Ragga Sót og afa hans. Þá koma við sögu þjóð- kunnir einstak- lingar sem orðið hafa á vegi Skag- firðinga með einum eða öðrum hætti, m.a. nóbel- skáldið Halldór Laxness. Sérstakur kafli er með sög- um af Fljótamönn- um fyrr og nú og einnig eru sögur frá Ýtu-Kela, sem Norðlendingar af eldri kynslóðinni muna margir vel eftir. Skrásetjari komst yfir ómet- anlegar upptökur með Kela sem var stórskemmtilegur sögumað- ur og þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Sagðar eru sögur af samferða- mönnum Kela í Skagafirði og Þing- eyjarsýslum. Skagfirskar skemmti- sögur 3 fást í flestum bókaversl- unum og stórmörkuðum landsins. Skopteikning á bókarkápu er eft- ir Andrés Andrésson. Leiðbein- andi verð bókarinnar er hið sama og áður, 2.980 kr. Hér fylgja fjórar örsög- ur úr nýju bókinni: Skömmu eftir að Einar Gíslason á Skörðugili hafði flutt úr Borgarfirði norður í Skagafjörð með Ásdísi sína og hestana fékk hann starf hjá Bún- aðarsambandinu, með áherslu á ráðgjöf í hrossa- og sauðfjárrækt. Einar var á þessum árum einn fárra bænda í Skagafirði sem átti hesta- kerru. Fyrsta haustið gerðist hann aðsópsmikill í störfum sínum í sauðfjárræktinni og hikaði t.d. ekki við að dæma úrvalshrúta í dauð- ann. Fór hann háðungarorðum um uppáhaldsskepnur sumra bænda í Skagafirði og líkaði þeim ekki vel í fyrstu þessi borubratti Borgfirðing- ur. Endaði þetta með því að nokkr- ir bændur fóru á fund Egils Bjarna- sonar hjá Búnaðarsambandinu og kröfðust þess að Einar yrði rek- inn. Egill hlustaði á umkvörtunina en sagði síðan: „En hvar ætliði að fá lánaða hestakerru?“ Þar með var málið dautt og Skagfirðingar tóku Einar í sátt! Álftagerðisbræður eru spaugar- ar miklir og í kynningu fyrir tón- leika á Menningarnótt, í troðfullu Ráðhúsi Reykjavíkur, sagði Pét- ur: „Gaman að sjá hvað margir eru komnir, úr ekki stærra plássi!“ Bræðurnir héldu tónleika um árið í Grindavíkurkirkju í til- efni sjómannadagsins, fyrir troð- fullu húsi. Að dagskrá lokinni kom kirkjuvörðurinn til Péturs og þakk- aði bræðrunum innilega fyrir ótrú- lega velheppnaða tónleika. Sagði hún ekki sjálfgefið að fá svona góða mætingu og nefndi að ári áður hefði annar góður kvartett verið á ferðinni við sama tækifæri og sung- ið fyrir nánast tómri kirkju. Spurði konan hvort einhver munur væri á svona kvartettum en þá klappaði Pétur henni á öxlina og sagði: „Já, munurinn er sá að þau eru menn- ingarvitar en við erum hálfvitar!“ Þegar vinirnir úr Fljótunum og vinnufélagar í Vegagerðinni; Stefán á Gautlandi og Þór í Saurbæ, voru á ferð um Viðvíkursveitina um árið gerðist það að bíllinn hans Stebba endaði útaf og valt. Stigu þeir út úr flakinu algjörlega ómeiddir, nema hvað að Stebbi fékk skrámur á enn- ið og hárkollan fór út á hlið. Þór kom út boginn í baki, eins og hann er jafnan, en hatturinn fór ekki af. En þegar aðkomumann bar að vett- vangi útafkeyrslunnar lýsti hann óðamála hinum slösuðu svo í sím- tali til lögreglunnar á Króknum: „Ég sé að þeir eru stórslasaðir, ann- ar er líklega hryggbrotinn og höf- uðleðrið er farið af hinum!“ mm Einstaklingar á Reykhólum hafa reynt að skapa sér atvinnu og tekjur úr klóþangi sem Þörunga- verksmiðjan vinnur stærstan hluta sinnar framleiðslu úr. Guðjón D. Gunnarsson er einn þeirra en hann vinnur úr þanginu blómaáburð- inn Glæði. Guðjón setti framleiðsl- una á markað um aldamótin síðustu og segir að salan hafi vaxið talsvert síðustu tvö til þrjú árin. Fyrstu árin hafi hann verið að selja um tonn á ári. Í ár verður salan um sex tonn. Glæðir er að langstærstum hluta að fara til heimila sem nota áburð- inn á stofublóm. Guðjón vill meina að blómaáburðurinn henti sérstak- lega vel til notkunar í vökvunar- kerfi í gróðurhúsum og á golfvöll- um. Erfiðlega hafi gengið að mark- aðssetja vöruna fyrir stórnotendur. Guðjón segir að Glæðir sé ríkur af snefilefnum, svo sem steinefnum. Hann sé góður í að styrkja plöntur og henti vel á snöggan gróður svo sem á golfvöllum og í gróðurhús- um. Stóru áburðarefnin, köfnun- arefni, fosfór og kalí þurfi þar sem sprettan eigi að vera mikil. Framleiðslan byrjaði um aldamótin Guðjón segir að framleiðslu á þessum blómaáburði, Glæði, megi rekja alveg aftur til áranna um og fyrir 1990 þar sem Þ ö r u n g a - verksmiðjan í samvinnu við stóran f r a m l e i ð - anda í land- inu gerði tilraun með ú t f l u t n - ing á soðnu þangi til framleiðslu á b u r ð - ar. Sú tilraun hafi mistekist og þá- verandi stjórnendur þá gefið ein- staklingum leyfi til að prófa fram- leiðslu áburðar úr þanginu í smáum stíl. „Ég var þá búinn að starfa hjá verksmiðjunni um árabil og jafn- framt að gera út á grásleppu á vor- in. Þegar markaðsverð brást á grá- sleppuhrognum vorið 1997 vakn- aði áhugi hjá mér að reyna fyr- ir mér með framleiðslu áburðar úr þangmjölinu. Ég fór að viða að mér gögnum í því sambandi. Meðal annars áskotnaðist mér skýrsla frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins þar sem farið var inn á eiginleika plantna í sjónum eins og t.d. þangs- ins,“ segir Guðjón. Framleiðslan á Glæði hófst síðan 1999 og fyrsta árið fór í að kynna áburðinn í versl- unum og hjá stórnotendum. Fram- leiðsluaðferð Guðjóns við Glæði er einföld. Til að sjóða þangið notar hann gamlan suðupott. Í vatnið er blandað kalísóda sem brýtur þangið niður í vökva. Vökvanum er síðan mestmegnis tappað í eins og fimm lítra umbúðir. Guðjón segir að þar sem erfiðlega hafi gengið að koma blómaáburðinum inn á stórnotend- ur, sé salan langmest á líterspakkn- ingum. Salan á þeim sé um 80% af heildarsölunni á þessu ári. þá Foreldrafélag Grunnskóla Snæ- fellsbæjar stóð fyrir árlegum pip- arkökudegi síðastliðinn laugardag. Þann dag gefst nemendum og for- eldrum kostur á að koma í skól- ann og baka saman piparkökur og skreyta. Foreldrafélagið selur deig- ið og glassúrinn ásamt því að sjá um baksturinn. Margir notuðu tæki- færið og áttu góða stund saman í byrjun jólaundirbúnings. þa Sigurður Ingi Jóhannsson, um- hverfis- og auðlindaráðherra og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, skrifuðu í liðinni viku undir samning vegna Landgræðsluskóga. Samningurinn felur í sér áframhaldandi stuðning ríkisins við verkefni sem hefur það að markmiði að endurheimta land- gæði með ræktun og gróðursetn- ingu í rýrt og ógróið land. Skóg- ræktarfélag Íslands sér um stjórn verkefnisins en skógræktarfélögin sem eru starfrækt víða um land sjá um framkvæmd þess á hverjum stað, útvegun lands, friðun og vörslu, gróðursetningu og umhirðu. Gerð- ir eru þinglýstir samningar um öll svæði sem kveða m.a. á um að þau skuli vera opin almenningi til úti- vistar. Nánast öll skógræktarfélög landsins vinna nú á einn eða annan hátt að verkefninu. Þannig er það vettvangur áhugamannasamtaka í gróðurvernd um allt land. Landgræðsluskógaverkefn- ið hófst árið 1990 og var hleypt af stokkunum í tilefni 60 ára afmæl- is Skógræktarfélags Íslands, í sam- vinnu skógræktarfélaganna í land- inu, Skógræktar ríkisins, Land- græðslu ríkisins og þáverandi land- búnaðarráðuneytis. Gerðir hafa verið samningar um 130 svæði um allt land. Samkvæmt nýlegri úttekt á verkefninu þekja sýnilegir skóg- ar nú tæpa 5000 hektara. Langflest Landgræðsluskógasvæði eru á landi í eigu sveitarfélaga, ríkis eða skóg- ræktarfélaganna sjálfra. Nýr samn- ingur gildir til fimm ára og felur í sér 35 milljóna króna árlegt fram- lag til verkefnisins. mm Enn meira fjör í Skagfirskum skemmtisögum Piparkökudagur í Grunn- skóla Snæfellsbæjar Sigurður Ingi Jóhannsson og Magnús Gunnarsson handsala samninginn að lokinni undirritun. Samningur um Land- græðsluskóga undirritaður Guðjón D. Gunnarsson með pakkningar af blómaáburðinum Glæði. Framleiðir blómaáburð úr þangi

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.