Skessuhorn - 04.12.2013, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013
Allir borgi sjálfum sér - úr sínum eigin vasa
Vísnahorn
Það stefnir víst í að
jólahátíðin gangi yfir
okkur eins og oft hefur
gerst áður og á væntan-
lega eftir að gerast nokkrum sinnum í viðbót.
Á sama hátt er líklegt að slatti af húsmæðrum
gangi fram af sér við jólaundirbúninginn en
það hefur líka gerst áður og sömuleiðis líkur
á að það haldi áfram að gerast. Einhver ágæt-
ur maður orti um jólaundirbúninginn fyrir
margt löngu:
Fyrir jólin fólki hjá
þarf flest í gegn að taka.
Kynstrin öll af kökum þá
kerlingarnar baka.
Magnús Geir Guðmundsson orti um móð-
ur sína sem eins og fleiri góðar konur hefur
stundum aðeins tekið á því fyrir jólin:
Á jólum hún gjafirnar gefur.
Í gylltum umbúðum þær hefur.
En það tekur sinn toll
sem tæpast er holl,
í sólarhring varla hún sefur.
Um aðra góða konu var sömuleiðis kveð-
ið en um höfundinn veit ég ekki. Trúlega hef-
ur verið best fyrir hann að láta lítið fara fyrir
sér þá stundina:
Frúin var á kafi í kökum
og komið fram yfir miðnættið
þá greip hana heljartökum
hreingerningarbrjálæðið.
Það rifjast ýmislegt upp þegar líður að jól-
um. Sumt merkilegt og annað ekki alveg eins
merkilegt. Hermann Jóhannesson rifjaði um
þetta leyti árs upp bæði gömul og yngri ferða-
lög og sömuleiðis misgáfuleg:
Í fyrndinni sátu fjárhirðar úti í haga
og flotta stjörnu þeir sáu á himninum
skína.
Frá þessu greinir falleg, eldgömul saga
um fjárhús og barn og vitringa þrjá frá
Kína.
Enn eru fjárhirðar úti að reika um haga,
og enn sjást fallegar stjörnur á himninum
glóa.
En vitringar finnast víst fáir um okkar
daga,
og féð ýmist dautt eða týnt út’um heiðar
og móa.
Því fjárgæslumennirnir ungu og útrásar-
gjörnu
ætluð’að græða en höfð’ekki til þess burði.
Þeir fóru allir að elta vitlausa stjörnu
og enduðu sína glæfraferð út’í skurði.
Um fleiri sögulegar staðreyndir orti Ör-
lygur Benediktsson en auk þess er í ljóðinu
minnst á sjálfstæðan byggingaverktaka sem
bjó fyrir botni Miðjarðarhafs hér á árum áður
og átti frægan stjúpson:
-sef var nefndur seggur, Jó-,
-saret bjó hann mest í Na- ;
-stri hann -arans frels- var fó-,
& -fessjónal við smíðar pró-,
Pa- hvar liggur -lestína.
Jakob Jónsson á Varmalæk orti margt um
prestastéttina eða þó kannske frekar ákveðna
einstaklinga innan hennar. Eitt sinn er hann
gekk í guðshús blasti við honum sjón sem
hann lýsti með þessum orðum:
Þessi sýn er eins og óleyst gáta.
Einhvern veginn tókst það samt að láta
-Trúlega með tilstyrk heilags anda-
tóman poka af eigin rammleik standa.
Okkur er fortalið að frelsarinn hafi forðum
tíð pródúserað áfengi í partíi þarna fyrir aust-
an og þá væntanlega ekki verið alveg fráhverf-
ur notkun slíkra guðaveiga. Mörgum hefur
einnig hugnast vel að gefa kunningjum sínum
glervöru með einhverju skemmtilegu innihaldi
í tilefni einhverra tímamóta á ævinni. Hörður
Jónsson hafði hugsað sér að gefa einum góð-
um vini sínum sólskinsglætu á flösku í tilefni
stórafmælis og að sjálfsögðu í þeirri frómu von
að fá að njóta drykksins með eigandanum að
afhendingu lokinni. Nú fór svo sem stundum
gerist að eitthvað hafði verið óvandlega geng-
ið frá tappanum og aðeins smitað með enda
sagði Hörður við afhendingu:
Úr beltinu eg brá henni.
Gekk brösuglega að ná henni.
En staðreyndin er,
nú stendur hún hér.
-En ég aðeins byrjaður á henni.
Reyndar hefur það aðeins komið fyrir menn
að þessar blessuðu gjafir skaparans hafa tekið
yfirstjórn á lífsgöngunni annaðhvort um ein-
hvern tíma eða jafnvel alveg og er þá óvíst að
vel fari enda eru áfengi, eldur og peningar, allt
hlutir sem er betra að geta stjórnað sjálfur en
að láta stjórna sér. Birgir Hartmannsson stakk
eftirfarandi vísu að Böðvari Guðmundssyni á
Efri Brú:
Er á gleði engin þurrð,
efni stöðugt kjaftasagna,
við mér skella hinir hurð,
hjá þér á ég vini að fagna.
Mörg konan hefur hlotið ámæli kynsystra
sinna og stundum annarra fyrir að hylja lík-
ama sinn minna en öðrum þykir við hæfi. Ein
sómakona sem lét sig hafa það að af henni
birtist forsíðumynd á glanstímariti án veru-
lega skjólgóðs fatnaðar hlaut að launum nokk-
urt umtal og í framhaldi af því þessa limru frá
Magnúsi Geir Guðmundssyni:
Hvers á gyðjan að gjalda
glöð þó vilji hún tjalda
því sem Guð henni gaf
glæsileik af
án brókar og brjóstahalda?
Það er nú svo að furðu margir bera við að
setja saman vísur og auðvitað ekki nema gott
um það að segja og ,,fár er smiður í fyrsta
sinn.“ Samt er það oft þannig að sumum fer
furðulítið fram í listinni enda getur verið svo-
lítið vandhitt á að leiðbeina mönnum með
mildilegri gagnrýni án þess að særa þá ef gagn-
rýnin verður of harkaleg eða sjálfstraust við-
komandi ekki í stakk búið að taka við henni.
Ef eitthvað fer mjög afleitlega í kveðskap er
það oft kallað ,,ambaga“ og um þá hluti kvað
Benedikt Jóhannsson:
Í kveðskap fer oft ýmislegt aflaga
sem erfitt reynist skáldunum að laga.
Hitt er þó verst
og hefur oft gerst
að lífið verður leiðinda ambaga.
Mörgum þykir bölvað að búa við þau gjald-
eyrishöft sem á okkur eru lögð nú um stund-
ir en það hafa nú svosem verið gjaldeyrishöft
áður og við höfum skrimt þau af. Það hljóta
að gilda nokkurn veginn sömu reglur um
þjóðríki og fjölskyldu eða einstaklinga að út-
gjöldin mega ekki vera hærri en tekjurnar til
lengri tíma litið og sömuleiðis að ef eitthvað
fékkst að láni var ætlast til að því væri skil-
að eða jafnvirði þess að öðrum kosti. Svan-
björn Frímannsson var á sínum tíma formað-
ur Viðskiptaráðs og vafalaust samviskusamur
í sínum embættisfærslum en Spegillinn sálugi
benti oss hvar væri heppilegast að eiga inni-
stæður:
LJÓÐKORN um innistæður í öðrum
heimi.
Innstæður í öðrum heimi
menn eiga í náðinni.
Og gott er að eiga í gildum sjóði
góðgerðastarfsemi.
Ef maður fær hann þá yfirfærðan
í erlendum gjaldeyri.
PS.
Ó, drottinn, lát ekki drýgðar syndir
dæmast af Svanbirni.
Þegar fyrstu upplýsingar fóru að leka út um
björgunaraðgerðir í þágu heimilanna orti Ár-
mann Þorgrímsson:
Staða mála einföld er
um þó megi þrasa
allir borgi sjálfum sér
úr sínum eigin vasa.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Sögufélag Borgarfjarðar stendur
nú á tímamótum en það var stofn-
að 7. desember 1963. Félagið fagn-
ar því stórafmæli um þessar mund-
ir. Snorri Þorsteinsson, fyrrum
fræðslustjóri Vesturlands, er for-
maður Sögufélagsins. Blaðamaður
tók Snorra tali á dögunum.
„Sögufélag Borgarfjarðar var
stofnað fyrst og fremst til að koma
ættfræði héraðsins á framfæri.
Markmiðið var að safna og gefa út
æviskrár og gert ráð fyrir að upp-
lýsingar birtust um alla sem áttu
heima í héraðinu frá 1703, þeg-
ar fyrsta manntalið var tekið,“
segir hann. „Byrjað var á því að
taka saman og gefa út Borgfirsk-
ar æviskrár. Fyrsta bindið kom út
1969 en það síðasta 2007.“ Upp-
haflega sáu Aðalsteinn Halldórs-
son, Ari Gíslason og Guðmund-
ur Illugason um skráninguna. Dr.
Þuríður Kristjánsdóttir, prófess-
or við Kennaraháskólann, tók við
sem ritstjóri verksins frá 8. bindi.
„Það var ómetanlegt að fá Þuríði
sem ritstjóra. Hún er góður vís-
indamaður og verkefnið var tek-
ið föstum tökum eftir að hún tók
við. Með henni hefur unnið Svein-
björg Guðmundsdóttir en margir
hafa lagt þar lið. Það var mikið og
merkilegt starfið sem frumkvöðl-
arnir þrír unnu en samræmingu er
ábótavant í fyrstu bindunum,“ seg-
ir Snorri.
Ritið ekki villulaust
Alls eru þrettán bækur í seríunni
Borgfiskar æviskrár. Um 900 upp-
flettinöfn eru í hverju bindi og í
bókunum má finna upplýsingar um
13 þúsund einstaklinga. „Þetta er
hið ágætasta ættfræðirit og nýtur
virðingar sem slíkt. Maður saknar
þess þó stundum að það mættu vera
ýtarlegri upplýsingar um störf fólks,
menntun og slíkt. Ættfræðigrunn-
urinn er mjög góður en mannfræði-
grunnurinn ekki eins,“ segir Snorri.
En ritið er ekki fullkomið. Í fyrstu
bindin vantar töluverðar upplýsing-
ar um fólk sem ekki hafði búsforráð.
Samræming mætti einnig vera meiri
í fyrstu bindunum en þau gjalda þess
að ekki var nógu styrk ritstjórn á
þeim tíma. „Ritið er ekki villulaust,
frekar en mörg önnur mannanna
verk. Unnið hefur verið að leiðrétt-
ingum undanfarin ár. Guðmundur
Sigurður Jóhannsson ættfræðingur
tók að sér að fara í gegnum bindin
og fylla inní þar sem á við og leið-
rétta. Hann vann að þessu á okk-
ar vegum í nokkur ár og útkoman
er mikið efni, í raun efni í margar
bækur. Stóri höfuðverkurinn núna
er hvernig væri hægt að koma því á
framfæri við almenning.“
Aðrar útgáfur Sögu-
félags Borgarfjarðar
Sögufélag Borgarfjarðar hef-
ur einnig gefið út ritið Borgfirð-
ingabók. Það hefur á liðnum árum
komið út reglulega á hverju ári eft-
ir hlé sem gert var á útgáfunni.
„Borgfirðingabók byggist á því
að það sem gerist í dag er saga á
morgun. Við höldum því til haga
sem hefur verið að gerast. Í henni
er ekki mikið af skáldskap. Frekar
frásagnir, greinar og endurminn-
ingar.“
Á síðustu áratugum hefur Sögu-
félagið gefið út íbúatal á fimm ára
fresti. Þeim bókum hefur verið vel
tekið og njóta töluverðra vinsælda
sem uppflettirit. Dæmi voru um að
íbúatölin væru bókstaflega sundur-
lesin á heimilum fólks. Í þeim má
finna upplýsingar um aldur, fæð-
ingarstað og heimilisföng allra íbúa
Akraness og Borgarfjarðarhéraðs.
Auk þess gaf félagið út Æviskrár
Akurnesinga í fjórum bindum. Í
því voru ýmsar staðreyndir um Ak-
urnesinga auk mynda.
Snorri hefur verið stjórnarfor-
maður Sögufélagsins frá 1990.
Hann segist alltaf hafa haft áhuga
á mann- og ættfræði. „Það má
segja að ég sé fæddur gamall. Ég
hafði strax á unglingsárum gaman
af þessum hlutum, mannfræði og
fólki almennt,“ segir hann.
Stefnt að stofnun
heimasíðu
Í tengslum við afmæli Sögufélagsins
hefur stjórn þess ákveðið að koma
sér upp heimasíðu með upplýsing-
um um félagið og til að halda utan
um verkin. Sú hugmynd hefur áður
komið upp en ekkert varð úr henni
á sínum tíma. „Þess má geta að fyr-
ir hrun vorum við að velta því fyr-
ir okkur að gera gagnagrunn. Allar
upplýsingarnar eru til í tölvutæku
formi en það datt upp fyrir. Þetta
kostar jú allt saman peninga,“ segir
Snorri. Stjórn Sögufélagsins vill því
nota afmælið til að minna á félagið
og leitar eftir stuðningi sveitarfé-
laga og fyrirtækja. Stjórnin nefn-
ir að einstaklingar sem eiga taugar
til héraðsins megi gjarnan leggja fé-
laginu til nokkrar krónur til að ljúka
ætlunarverkinu. Fyrr á árum fékk
félagið stuðning frá sveitarfélögum.
Sá stuðningur hefur minnkað eftir
því sem sveitarfélögin hafa stækk-
að. „Það er okkur efst í huga að
varðveita upplýsingarnar og kynna
á tölvutæku formi. Þannig er hægt
að vekja athygli fólks á hvað félagið
hefur verið að gera og hvaða fróð-
leik þangað er að sækja. Hugmynd-
in er því nú að halda afmælishátíð-
ina eftir áramót. Þá verður farið að
skýrast betur með heimasíðuna, því
það tekur tíma að koma henni upp,“
segir Snorri Þorsteinsson. grþ
Hálf öld frá stofnun Sögufélags Borgarfjarðar
Snorri Þorsteinsson, formaður Sögufélags Borgarfjarðar til margra ára.