Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2013, Qupperneq 36

Skessuhorn - 04.12.2013, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta Sími 820-3722 • hilmirb@simnet.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Ef það er eitthvað sem núverandi meirihlutaflokkar í bæjarstjórn Akraness ættu að fara sér hægt við eru það breytingar á skipulagi. Það hefur sagan kennt þeim. Því kom það á óvart hversu hratt var unnið við breytingu á skipulagi fyrir Ak- urshól. Nú hefur meirihlutinn gegn atkvæðum og aðvörunum minni- hluta Sjálfstæðisflokksins ákveðið að taka hólinn undir ferðaþjónustu- svæði. Þar eiga nú að rísa 7 smáhýsi ásamt einu gufubaðshúsi, sem nýtast á íbúum smáhýsanna. Akurshóllinn, sem er eitt af fáum grænu svæðum á neðri Skaga, hverf- ur því í núverandi mynd. Í mínum huga er þetta skipulagsslys. Átta húsum fylgir væntanlega talsverð umferð en samkvæmt nýju skipulagi er engin aðkoma að svæðinu og því síður bílastæði. Einnig hefur geng- ið erfiðlega að fá upplýsingar um hver hefur hug á starfsemi á þessum reit og hvers vegna taka þarf einmitt þetta svæði undir þessa starfsemi. Nú má enginn taka orð mín svo að ég sé á móti uppbyggingu í ferða- þjónustu, þvert á móti. Í því sam- bandi má nefna að mikið er af lausu húsnæði í bæjarfélaginu t.d. í gamla Akurshúsinu spölkorn frá. Einnig er á mörgum stöðum hægt að koma húsum sem þessum fyrir án þess að fórnað sé svæði sem þessu. Í mínum huga eigum við Skaga- menn að halda í grænu svæðin og mín skoðun er sú að friðlýsa eigi Akurshólinn. Við megum ekki við fleiri skipulagsslysum og því er það nú í höndum Skipulagsstofnunar að kveða uppúr um það hvort koma megi í veg fyrir þetta slys. Gunnar Sigurðsson. Fámenn þjóð og fámennir háskólar Ráðherra mennta- og menning- armála mætti á fjölmennan íbúa- fund í Borgarnesi nýverið, þar sem rætt var um stöðu og framtíð Land- búnaðarháskóla Íslands og Háskól- ans á Bifröst. Þar sagði hann að einsdæmi væri að svo fámenn þjóð eins og Íslendingar rækju sjö há- skóla og að sameina bæri háskóla og vísaði í fjárlög fyrir næsta ár. Meiri áhugi á sérstöðu og sjálfstæði en sameiningu Þessu var svarað með ályktun sem samþykkt var samhljóða og skor- að á ríkisstjórn Íslands og ráðherra að standa vörð um báða þessa skóla og leita allra leiða til að efla starf- semina. Um leið var bent á mikil- vægi þess að tryggja skólunum fjár- magn til að þeir geti staðið undir hlutverkum sínum en lækkun fjár- veitinga til skólanna í fjárlagafrum- varpinu fyrir árið 2014 muni leiða til samdráttar í starfi þeirra. Orðrétt segir í ályktuninni: „Fundurinn varar eindregið við þeim hugmyndum að sameina há- skóla á landsbyggðinni háskólum á höfuðborgarsvæðinu og auka þann- ig miðstýringu háskólanáms hér á landi. Tryggja þarf rekstrargrund- völl og sjálfstæði Háskólans á Bif- röst og Landbúnaðarháskóla Ís- lands.“ Mikilvægi landsbyggðaháskólanna Lögð var fram og kynnt vönduð greinargerð; „Hvers vegna ættum við að hafa marga háskóla og dreift háskólanám?“, sem unnin er af Vífli Karlssyni og Magnúsi B. Jónssyni. Þar kemur m.a. fram fjölbreyttur rökstuðningur fyrir mikilvægi „há- skóla í dreifbýli“ og sérstöðu þeirra. Fróðleg og gagnleg greining á kostum þessara skóla og sérstöðu. Markmiðið er að auka menntunar- stig í landinu og jafna stöðu höfuð- borgar og landsbyggða og slíkir há- skólar stuðla að því. Sérstaða – eftirspurn – gæði – hagkvæmni Þegar rætt er um háskóla og hvort þeir eiga rétt á sér og hvort og þá hvernig eigi að tryggja rekst- ur þeirra, þá er mikilvægt að líta á fjögur atriði. Sérstaða: Hefur viðkomandi há- skóli einhverja sérstöðu, eitthvað fram að færa sem ekki er hægt að leysa á betri hátt annars staðar? Í því samhengi er hægt að velta vöng- um hvort betra sé að kenna búvís- Akurshóll, ferðaþjónustusvæði - skýringarmyndir vegna deiliskipulagstillögu. Á skýringarmyndum hefur verið komið fyrir þremur 70 fermetra húsum, þremur 40 fermetra húsum og einu gufubaði auk setlaugar. Enn eitt skipulagsslysið? Pennagrein Pennagrein Eiga háskólar í dreifbýli rétt á sér? indi, náttúru- og umhverfisfræði, skógfræði og landgræðslu, svo fátt eitt sé nefnt, í miðborg Reykjavíkur fremur en á Hvanneyri? Er háskólakennsla á viðskipta- sviði, félagsvísindasviði og lögfræði óskynsamleg í umhverfi þar sem er nægjanlegt íbúðarhúsnæði, góð- ir leik- og grunnskólar og öruggt og rólegt umhverfi? Er samkeppni ekki af hinu góða? Eftirspurn: Er eftirspurn eftir námi í þessum skólum? Þrátt fyr- ir óvissu um framtíð þessara skóla, þá er eftirspurnin greinilega fyrir hendi og ekki má gleyma að land- búnaður mun gegna vaxandi hlut- verki, sem og ræktun og umhverfis- og skipulagsmál á næstu árum. Gæði: Er hægt að bjóða upp á nám sem stenst samanburð við bestu skóla hvað varðar gæði? Allt há- skólanám er metið af sérstökum úttektaraðilum og hafa skólarn- ir staðist akademisku kröfur. LbhÍ hefur hlotið alþjóðlega viðurkenn- ingu á fagsviðum sínum. Skól- inn hefur fengið viðurkenningar á stórum rannsóknaverkefnum og gæðaviðurkenningu á einingabærri námslínu í endurmenntun. Þá er það traustyfirlýsing að fela skólan- um að reka landgræðsluskóla Sam- einuðu þjóðanna en við hann starfa afburða vísindamenn. Með líkum hætti hefur Bifröst staðist slíkar gæðaúttektir. Hagkvæmni: Er hagkvæmt að reka slíka skóla? Líta þarf til margra þátta þegar hagkvæmni er metin en ljóst er að skólarnir verða að stan- dast samanburð við aðra háskóla. Taka verður tillit til sérstöðu námsins en greiðslur ríkisins til há- skóla eru mismunandi eftir því hvert námið er. Miðað við verðflokkun í fjárlögum ríkisins eru greiðslur á bilinu frá 554 þúsund krónur á árs- nemanda upp í 3.221 þúsund krón- ur. Minnst er greitt fyrir nám á sviði félags- og mannvísinda, guð- fræði, lögfræði og annað hliðstætt nám. Mest er greitt fyrir listnám – leiklist. Fyrir ársnema í hestafræði í Hólaskóla eru til samanburðar greiddar 1.602 þúsund kr. og fyr- ir nemanda í aðfararnám að námi á háskólastigi, eins og boðið er á Bif- röst, eru greiddar kr. 590 þúsund á ári. Eðlilegt er að fella alla há- skóla undir slík reiknilíkön og finna sanngjarna tölu fyrir hverja náms- braut. Aukum menntunarstig á landsbyggðinni Auk þess að meta þá fjóra meg- in þætti sem eiga að liggja að baki mats á því hvort háskóli eigi rétt á sér, þá þarf að líta til margra ann- arra þátta einnig s.s. staðbundinna þátta, umhverfis, mannvirkja á við- komandi stað, nemendagarða, hver áhrif skólans eru á nærumhverfi hans og á menntungarstig lands- byggðar svo fátt eitt sé nefnt. Á vegum velferðar- og mennta- málaráðuneytis var sett af stað s.l. sumar tilraunaverkefni til að auka menntunarstig á Íslandi og var ákveðið að skoða fyrst Breiðholt og NV-kjördæmi. Þegar hefur ýmis- legt athyglisvert komið í ljós varð- andi þörf fyrir sí- og endurmennt- un og nýjar námsbrautir. Mikilvægt er að þetta verkefni verði klárað og brugðist við niðurstöðum með nýj- um og bættum námsleiðum í fram- haldsskólum, símenntun og háskól- um. Vöndum okkur – það er mikið í húfi Ég skora á stjórnendur skólanna og ráðherra mennta- og menningar- mála að meta alla kosti og öll hugs- anleg áhrif af sameiningu þessara háskóla við stærri skóla á höfuð- borgarsvæðinu áður en slíkt verður gert. Tryggja verður að þessir skól- ar verði reknir áfram. Mikilvægt er að eyða óvissunni um þessa skóla svo hægt verði að horfa til framtíð- ar og byggja upp fremur en draga saman. Niðurskurður síðustu ára hefur verið erfiður og nú þegar rof- ar til verður að styrkja fjárhagsstöð- una og efla þessa skóla. Í lokin er rétt að minna á að kostnaður á nemanda við háskóla- kennslu á Íslandi er aðeins helm- ingur af því sem slík kennsla kostar á Norðurlöndum og lægra en með- altal OECD ríkja skv. skýrslu stofn- unarinnar. Guðbjartur Hannesson, walþingismaður.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.