Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 40

Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 40
ÞÚ FÆRÐ MEIRA Í STOFNI H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum nýver- ið að heimila útboð á ljósleiðara- verkefni á sunnanverðu Snæfells- nesi. Verkefnið hefur verið kall- að Sveitavegurinn og er samstarfs- verkefni þriggja sveitarfélaga, þ.e. Snæfellsbæjar, Eyja- og Miklaholts- hrepps og Borgarbyggðar. Þessi sveitarfélög hafa hagsmuni af lagn- ingu ljósleiðarans en svæðið sem um ræðir er frá Hítará að Hellis- sandi. Atvinnuráðgjöf Vesturlands hafa undirbúið verkefnið og það var á grundvelli greinagerðar Ólafs Sveinssonar hjá SSV um verkefnið og úrbætur á nettengingum á sunn- anverðu Snæfellsnesi, sem bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkti fyrir sitt leyti að heimila útboð. Sýnt þykir að hin tvö sveitarfélögin sem tengj- ast verkefninu muni gera það einn- ig með fyrirvörum um kostnaðar- þátttöku þegar til samninga kemur á grundvelli tilboða. Ljósleiðaravæðingin sem Sveita- vegurinn nær til er Staðarsveit í Snæfellsbæ, Eyja- og Miklaholts- hreppur, sem og Kolbeinsstaða- hreppur í Borgarbyggð. Verkefnið er unnið í samræmi við sóknaráætl- un 2011, áætlun sem ríkisstjórn- in síðasta setti á laggirnar. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir að fólki lítist vel á verkefnið og þær úrbætur sem það myndi kalla fram í nettenginu og margmiðlun- armálum fyrir svæðið. Hann telur það flokkast undir frumkvöðlastarf sem önnur sveitarfélög og lands- svæði myndu svo byggja á. Bæjar- ráð Snæfellsbæjar tilgreinir í sam- þykkt sinni að skilyrði fyrir heim- ild til útboðs sé að sveitarfélögum verði kynntar niðurstöður útboðs og hvort eða hversu mikið fjár- magn þurfi frá hverju sveitarfélagi til þeirra framkvæmda sem boðnar verða út. Gerð verði ítarleg kostn- aðaráætlun og fjármögnunaráætl- un fyrir verkefnið áður en sveitar- félagið heimilar að gengið verði til samninga við tilboðsgjafa. Ef af þessu verkefni verður mun sunnanvert Snæfellsnes verða ann- að svæðið á Vesturlandi sem færi í gegnum svipaða byltingu í tækni- málum á skömmum tíma. Eins og komið hefur fram í fréttum Skessu- horns stendur Hvalfjarðarsveit nú í stórræðum við lagningu ljósleiðara heim að öllum bæjum í sveitarfé- laginu. Áætlað er að því verki verði lokið um mitt næsta ár. þá Um 150 vestlenskir hestamenn komu saman sl. laugardagskvöld á Hótel Stykkishólmi og áttu sam- an góða kvöldstund. Það voru þeir Lárus Ástmar Hannesson og Ámundi Sigurðsson sem sáu um skipulagningu, en samkomugestir voru sammála um að þetta þyrfti að verða árlegur viðburður framvegis og stefnt á að hittast aftur að ári. Segja má með sanni að hesta- mennskan á Vesturlandi hafi blómstrað síðasta sumar. Fjórð- ungsmót var á Kaldármelum í júlí, Íslandsmót fullorðinni í Borgar- nesi og Heimsmeistaramót í Berlín í ágúst. Átta vestlenskir hestamenn áttu þar sína fulltrúa, bæði hesta og knapa. Hestaíþróttaknapi ársins og efnilegasti knapinn koma báðir frá Vesturlandi. Það eru þeir Jak- ob Svavar Sigurðsson og Konráð Valur Sveinsson. Einnig er mik- il uppsveifla í kynbótahrossum og má m.a. nefna Nótu frá Stóra Ási sem hlaut Glettubikarinn, sex hæst dæmdu fjögurra vetra stóðhestarn- ir í ár koma allir frá Vesturlandi. Hæst dæmda hryssa ársins var Auð- ur frá Skipskaga með 8,68 í aðal- einkunn. Tveir stóðhestar eru jafn- ir í efsta sæti stóðhesta og er annar þeirra Narri frá Vestri Leirárgörð- um með 8,71 í aðaleinkunn. Sann- arlega frábær árangur hjá okkar fólki og hrossum og verður spenn- andi að fylgjast með á næsta ári. Þá verður Landsmót í byrjun júlí á Hellu og þó að desember sé bara nýhafinn eru eflaust margir farnir að huga að því. iss Áhrif lagningar ljósleiðara um strjálbýl svæði sem búa við slæmt fjarskiptasam- band má líkja við byltingu. Slíkt bætir búsetuskilyrði og mun vafalítið leiða af sér fjölgun íbúa. Hér eru hressir krakkar í Ungmennafélagi Staðarsveitar sem vafalítið munu taka breytingunum fagnandi. Ljósm. úr safni. Ljósleiðaraverkefni á sunnanverðu Snæfellsnesi að verða tilbúið í útboð Svipmynd úr salnum á Hótel Stykkishólmi á laugardaginn. Vestlenskir hestamenn hafa ríka ástæðu til að gleðjast Eftirtaldar verslanir hafa samræmdan opnunartíma í desember Opnunartími verslana á Akranesi: 7. des. laugardagur opið til 18 8. des. sunnudagur 13-16 14. des. laugardagur opið til 18 15. des. sunnudagur 13-17 19. des. fimmtudagur opið til 22 20. des. föstudagur opið til 22 21. des. laugardagur opið til 22 22. des. sunnudagur opið til 22 23. des. Þorláksmessa opið til 23 24. des. Aðfangadagur opið til 12 Njótum aðventunnar - Verslum í heimabyggð * Kirkjubraut 12 Þjóðbraut 1 - Akranes Dalbraut 1 Akranes * @home, Bjarg, Model, Dýrfinna Torfa opið til kl. 16 Bjarni Þór Gallerí vinnustofa Kirkjubraut 1 - Akranes GULLSMIÐUR FIN N A DYR Stillholti 16 Sími 464 3460

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.