Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2000, Síða 7

Læknablaðið - 15.10.2000, Síða 7
FRÁ RITSTJÓRN Tafla eða tjald Þegar Þetta er skrifað sstanda yfir hinum megin á hnettinum „sumar“- Ólympíuleikarnir. þar sem um 11.000 kepp- endur frá um 200 löndum þreyta kepp- ni í hinum ýmsu íþróttagreinum. Fyrir keppendur er þetta ekki bara hápunktur íþróttaársins heldur lokapunktur strangra æfinga sem staðið hafa mánuðum eða jafnvel árum saman og hjá flestum þýtt blóð, svita og tár. Einn skugga leggur þó frá þessum vöðvastæltu íþróttamönnum, en það er óeðlileg og ólögleg notkun lyfja er tengist íþróttaiðkun þeirra, en skuggi þessi lýsist venjulega upp á stórmótum sem Ólympíuleikarnir eru. Sannarlega höfðu skipuleggjendur í Ástralíu áhyggjur af þessu og kynntu, nokkrum vikum fyrir leikana, að hart yrði gengið fram í að greina ólöglega notkun lyfja og efna og þau greind í blóði í stað þvags eins og áður tíðkaðist. Þessi nýjung hafði strax þau áhrif að keppendur er vissu upp á sig ólöglega notkun ákváðu að vera heima. Sérstaklega var tekið til þess að blóðgreiningin gagnaðist vel við að greina Erythropoietin, en á síðari árum hafa íþrótta- menn orðið uppvísir að ólöglegri notkun lyfja er innihalda efnið. Erythropoietin er hormón, forstig þess mynd- ast í nýrum og ummyndast í virkt efni í blóði þegar aukins ildisflutnings blóðs til vefja er þörf, eins og við lækkun hlutþrýstings ildis í blóði, eða ef styrkur blóðrauða eða fjöldi rauðra blóðkorna minnkar. Erythropoietin hvetur þroska og nýmyndun rauðra blóðkorna í blóðmyndandi líffærum, merg, og er talið að hormónið hafi áhrif bæði á blóðrauðann og rauðkomin. Þannig má hugsa sér að ef aukin þörf er á ildi í vefjum þá komi þrennt tii: aukið slagmagn, hraðari hjartsláttur eða aukning á ildisflutningseiningum blóðs, blóðrauða og rauðkornum. Með æfingu má hafa áhrif á fyrri tvo þættina en á magn blóðrauða má hafa áhrif beint með notkun Erythropoietin eða óbeint með ýmsum aðferð- Höfundur er sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum á Landspítala Fossvogi. um. Lengi hefur verið vitað að æfingar í háfjalla- umhverfi auka úthald þegar komið er í lægri hæðir og er talið að þar sé á ferðinni áhrif lágs ildisþrýstings til fjalla á Erythropoietin - merg- öxulinn. Það er ekki allra að stunda æfingar í þannig umhverfi og kemur þar helst til kostnaður og langt úthald fjarri fjölskyldu og heimahögum. í Morgunblaðinu þriðjudaginn 12. september var viðtal við einn íslensku Ólympíufaranna og á mynd er fylgdi umfjölluninni sat hann brosandi í dyragætt nýjasta tækniundursins, svokölluðu háfjallatjaldi [sjá nánari upplýsingar: www.hypoxictent.com]. í tjaldinu mátti skapa ildis- (hýpoxískar) aðstæður sem í háfjöllum væri og nægði að sofa í tjaldinu til að kalla fram svörun í líkamanum, svörun er felur í sér aukningu á Erythropoietini í blóði og síðan aukningu á ildisflytjandi einingum blóðs. Þannig eru það ekki einungis nýjustu lyf og efni sem íþróttamenn freistast til að nota heldur hafa þeir tekið í þjónustu sína hátækniiðnaðinn með öllu því nýjasta sem þar er að finna. Þessi iðnaður lyfja og hátækni hefur sannarlega dansað með, en á þeim bæjum er það meðal annars þekking lækna sem skapar og kemur því miður oft á framfæri við íþróttamennina ólöglegri notkun afurðanna. Þessi iðnaður er kominn af stað og veltir milljörðum, og það sem verra er, hann er skrefinu á undan þeim er leita uppi og kanna lögmæti afurðanna og gullin gagnast venjulega þeim einum er geta borgað. Það er því ef til vill ekki svo mikill munur á töflu eða tjaldi þegar lokaniðurstaðan verður sú sama, munurinn er helstur sá hverjir hafa ráð á borga hvað. Læknar, verum ekki sölumenn á þessum markaði, verum í hinu sanna sigurliði! Hannes Petersen Frágangur fræðilegra greina Höfundar sendi tvær gerðir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu lokaformi greinar samþykkir og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða, höfundar, stofnanir, lykilorð • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töflur «g niyndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölvuunnar myndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með. Sérstaklega þarf að semja um birtingu litmynda. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Taka skal fram vinnsluumhverfi. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: http://www.icemed.is/ laeknabladid Umræðuhluti Skilafrestur efnis í umræðu- hluta er 20. hvers mánaðar nema annað sé tekið fram. Læknablaðið 2000/86 643
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.