Læknablaðið - 15.10.2000, Qupperneq 8
om9
I0rr»91
ornQ
Minnkar bunq-
I .
Zyprexa 10-20 mg/dag
N=166
tS 0.2-
Risperidon 4-12 mg/dag
N=165
Ábendingar: Olanzapin er ætlað til meðferðar við geðklofa. Olanzapin er einnig virkt til framhaldsmeðferðar fyrir
sjúklinga sem hafa sýnt bata við byrjun meðferðar. Skammtar: Mælt er með að gefa 10 mg af olanzapin einu sinni á
dag í byrjun meðferðar og þarf ekki að taka tillit til máltíða. Síðan má breyta þessum skammti með hliðsjón af klínískum
einkennum einstaklingsins, innan skammtabilsins 5-20 mg/dag. Mælt er með, að klinisk einkenni sjúklings verði
endurmetin, áður en skammtastærð er aukin umfram venjulegan meðferðarskammt 10 mg/dag, það er 15 mg/dag
eða meira. Börn: Olanzapin hefur ekki verið gefið einstaklingum undir 18 ára aldri í rannsóknum. Aldra&ir: Venju-
lega er ekki mælt með lægri byrjunarskammti (5 mg/dag), en kemur til álita, ef einstaklingurinn er 65 ára og eldri
þegar klínísk einkenni gefa tilefni til þess. Sjúklingar með skerta lifrar- og/eða nýmastarfsemi: Til greina kemur að gefa
þessum einstaklingum lægri byrjunarskammt (5 mg). Þegar fleira en eitt atriði, sem getur valdið hægari umbrotum lyfsins
er til staðar (t.d. aldraður kvenkyns einstaklingur sem reykir ekki) kemur til greina að minnka byrjunarskammt. Ef auka
þarf skammta hjá slikum sjúklingum skal það gert með varúð. Frábendingar: Olanzapin má ekki gefa sjúklingum með
ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnum lyfsins. Olanzapin má ekki gefa sjúklingum með þekkta áhættu fyrir þröng-
hornsgláku. Varnaðarorð og varúðarreglur: Aðrir sjúkdómar samtímis: Þrátt fyrir að olanzapin hafi sýnt andkólinvirk
áhrif in vitro, hafa klínískar rannsóknir sýnt lágt nýgengi slíkra einkenna. Þar sem klínísk reynsla af olanzapini hjá
sjúklingum sem hafa jafnframt aðra sjúkdóma er takmörkuð skal gæta varúðar við gjöf lyfsins hjá sjúklingum með
stækkun á blöðruhálskirtli eða þarmalömun og önnur svipuð einkenni. Laktósi: Olanzapin töflur innihalda laktósa. Tíma-
bundinni og einkennalausri hækkun á lifrartransamínösum ALT og AST hefur stundum verið lýst, sérstaklega í upphafi
meðferðar. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með hækkað ALT og/eða AST, hjá sjúklingum sem hafa einkenni um
skerta lifrarstarfsemi og hjá sjúklingum sem fá einnig meðferð með lifrartoxiskum lyfjum. Eins og með önnur andpsýkótísk
lyf skal gæta varúðar hjá sjúklingum sem hafa fækkun á hvitfrumum og/eða hlutleysiskyrningum hver sem orsökin er,
hjá sjúklingum sem hafa minnkaða virkni beinmergs vegna lyfjanotkunar, hjá sjúklingum sem hafa minnkaða virkni
beinmergs vegna annars sjúkdóms, geislameðferðar eða krabbameinslyfjameðferðar, og hjá sjúklingum sem hafa
eósínfilafjöld eða myeloproliferativa sjúkdóma. Neuroleptiskt Malignant Syndrom (NMS): í klínískum rannsóknum hefur
NMS ekki verið lýst hjá sjúklingum sem fengu olanzapinmeðferð. NMS er lífshættulegt ástand. í slíkum tilfellum, eða
ef um hækkaðan likamshita án þekktrar skýringar og án annarra klinískra einkenna um NMS er að ræða skal hætta
notkun allra andpsýkótískra lyfja, þar með talið olanzapin. Olanzapin skal notað með varúð hjá sjúklingum sem hafa
V
Trprexa
Olanzapine
sögu um krampa eða hafa sjúkdóma sem geta valdið krömpum. Vegna megináhrifa olanzapins á miðtaugakerfið, skal
gæta varúðar í samtímis notkun annarra lyfja sem verka á miðtaugakerfið og áfengis. Þar sem olanzapin hefur
anddópamínvirkni in vitro, getur það minnkað áhrif efna sem hafa beina eða óbeina dópamínvirkni. Réttstöðu
blóðþrýstingslækkun kom stundum fyrir hjá eldra fólki í klínískum rannsóknum á olanzapini. Eins og með önnur
andpsýkótísk lyf, er mælt með því að mæla reglulega blóðþrýsting hjá sjúklingum eldri en 65 ára. Milliverkanin Áhrif
annarra lyfja á virkni olanzapins: Einstakur skammtur af sýrubindandi lyfjum (ál-og magnesíumsambönd) eða cimetidini
haföi ekki áhrif á aðgengi olanzapins frá meltingarvegi. Hins vegar lækkar aðgengi olanzapins frá meltingarvegi um
50-60% ef lyfjakol eru gefin samtímis. Umbrot olanzapins geta aukist við reykingar, eða meðferð með karbamazepíni.
Reykingar og meðferð með karbamazepini örva P450-P1A2 virkni. Lyfjahvörf teófýllíns, sem umbrotnar um P450-P1A2
breytast ekki við gjöf olanzapins. Ekki hefur verið rannsakað hvort lyfjahvörf olanzapins breytast við gjöf lyfja sem
hemja P450-P1A2 virkni. Möguleg áhrif olanzapins á önnur lyf: í klínískum rannsóknum með einstaka skammta af
olanzapini sást engin hömlun á umbroti imipramíns/desimipramins, warfaríns, teófýllíns eða diazepams. Olanzapin
olli engum milliverkunum þegar það var gefið samtimis litíum eða biperideni. Aukaverkanir: Tíðar (>10%j: Syfja og
þyngdaraukning. Þyngdaraukningin var tengd lágum likamsþyngdarstuðli (BMI) fyrir meðferð og byrjunarskammti 15
mg eða meira. Algengar (1-10%): Svimi, aukin matarlyst, bjúgur á útlimum, réttstöðu blóðþrýstingslækkun og tíma-
bundin mild andkólínvirk áhrif þar með talin hægðatregða og munnþurrkur. Tímabundin og einkennalaus hækkun á
lifrartrans-aminösunum ALT og AST, sérstaklega í upphafi meðferðar. Parkinsonseinkenni, ósjálfráðar hreyfingar og
vöðvaspenna. Síðkomnar hreyfitruflanir (tardive dyskinesia). Sjaldgæfar (<1%): Aukið Ijósnæmi húðar. Annað: Styrkur
prólaktíns í plasma getur hækkað, en klínísk einkenni (brjóstastækkun hjá körlum, sjálfvakið mjólkurrennsli og brjósta-
stækkun) eru sjaldgæf. Hjá flestum sjúklingum lækkuðu prólaktíngildi aftur og voru innan viðmiðunarmarka þrátt fyrir
að meðferð hafi ekki verið breytt. Örfá dæmi fundust um hækkun á styrk kreatín-fosfókínasa. Eins og með önnur
andpsýkótisk lyf fannst stundum einkennalaus breyting á blóðhag. Pakkningar og verð: Töflur 2,5 mg: 28 stk. 6.918
kr. Töflur 5 mg: 28 stk. 9.936 kr. TöRur 7.5 mg: 56 stk. 27.037 kr. Töflur 10 mg: 28 stk. 18.436 kr. og 56 stk. 34.942
kr. Lyfið er lyfscðilsskylt og er greitt að fullu af Tryggingastofnun rikisins. Markaðsleyfishafi: Eli Lilly Nederland B.V.
1hran et.al. J.CIin.Psychopharmacol 1997; 17:407-418
&c£ey
A. Karlsson hf. • Brautarholt 28 • 105. Reykjavík
Simi 5 600 900 • Fax 5 600 901 • www.liHy.com