Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2000, Page 14

Læknablaðið - 15.10.2000, Page 14
FRÆÐIGREINAR / BARNALÆKNINGAR viðkomandi skóla rannsakaðir. Útilokuð frá rannsókninni voru börn og unglingar með líkamlegar fallanir eða langvinna sjúkdóma, sem hugsanlega gætu haft áhrif á vöxt þeirra eða þroska. Ofangreind aðferð var samþykkt af Tölvunefnd. Rannsóknin fór fram í samráði við landlækni og var samþykkt af siðaráði landlæknisembættisins. Fengið var leyfi skólayfirvalda til að rannsóknin færi fram í húsnæði skólanna og skólahjúkrunarfræðingar Tafia I. Brjóstaþroski stúlkna samkvæmt stiggreiningu Tanners (2-5). Birtur er fjöldi einstaklinga, meðalaldur við hvert stig ásamt staöalfrávikum og mestu frávikum. Fjöldi Meóal- aldur Staóal- frávik Minnsti aldur Mesti aldur 2 402 10,84 1,43 5,89 13,89 3 278 12,46 1,35 9,22 15,99 4 513 13,88 1,29 10,29 16,58 5 292 14,72 1,05 11,77 16,88 Tafla II. Fjöldi stúlkna á mismunandi aldri, sem hafa náð hverju stigi brjóstaþroska samkvæmt stiggreiningu Tanners. Aldur 1 2 3 4 5 Ekki skráó Földi 6 72 3 - - - 3 78 7 272 8 - - - 6 286 8 212 11 - - - 8 231 9 226 41 2 - - 10 279 10 183 86 15 í - 7 292 11 134 116 50 25 - 4 392 12 41 84 80 46 9 9 269 13 7 43 70 122 30 17 289 14 2 8 36 142 73 14 275 15 - - 16 112 89 24 244 16 - - 8 59 86 75 228 17 " 1 2 148 151 Tafla III. Kynháraþroski stúikna samkvæmt stiggreiningu Tanners (2-5). Birtur er Ijöldi einstaklinga, meðalaldur við hvert stig ásamt staðalfrávikum og mestu frávikum. Fjöldi Meóalaldur Staðalfrávik Minnsti aldur Mesti aldur 2 275 11,46 1,25 7,45 15,94 3 234 12,77 1,37 9,62 16,07 4 581 13,95 1,30 9,75 16,88 5 267 14,86 0,94 11,53 16,84 Tafla IV. Fjöldi stúlkna á mismunandi aldri.sem hafa náð hverju stigi kynháraþroska samkvæmt stiggreiningu Tanners. Aldur Stig Tanners Ekki skráð Fjöldi 1 2 3 4 5 6 77 - - - - i 78 7 282 í - - - 3 286 8 227 - - - - 4 231 9 262 12 - - - 5 279 10 239 42 9 í - 1 292 11 196 83 29 19 - 2 329 12 68 71 66 61 2 1 269 13 21 44 62 132 19 11 289 14 1 13 38 151 69 3 275 15 - 1 17 132 88 6 244 16 - 1 12 77 85 53 228 17 3 1 147 151 viðkomandi skóla veittu aðstoð við undirbúning og framkvæmd rannsóknarinnar. Fengið var skriflegt samþykki foreldra fyrir þátttöku barnanna. Rannsóknin, það er mælingar og líkamsskoðanir barna og unglinga, fór fram á tímabilinu 1983-1987 og var framkvæmd af höfundum þessarar greinar, sem eru allir sérfræðingar í barnalækningum. Framkvæmd var almenn líkamsskoðun auk þess sem mæld var þyngd og hæð barnanna, sitjandi og standandi. Mæld var þykkt húðfellinga á upphand- legg og baki. Leitað var upplýsinga um fæðingar- þyngd, fjölda systkina og röð barns í hópi systkina, hvort barnið var fleirburi, fjölskyldustærð, aldur foreldra og störf. í heilsufarssögu komu fram upplýs- ingar um uppruna barnsins, langvinna sjúkdóma og sjúkrahúslegur. Kynþroskastig voru ákvörðuð sam- kvæmt aðferð Tanners (4). Fimm stig kynháravaxtar voru metin sem hér segir: Stig 1. Fyrir kynþroska. Kynháravöxtur greinist ekki frá öðrum líkamshárvexti svo sem á kviði. Stig 2. Fíngerður vöxtur af tiltölulega ljósum og lítið lituðum, dúnkenndum hárvexti á skapabörm um. Stig 3. Greinilega dekkri, grófari og hrokknari hárvöxtur, sem dreifist kringum kynfærin. Stig 4. Kynhár eru nú eins og á fullorðinni konu, en ná yfir tiltölulega minna svæði. Stig 5. Kynhár fullvaxin með dreifingu eins og sést hjá fullorðnum konum, kynhár ná niður á læri beggja vegna og stöku sinnum upp miðlínu. Proski brjósta var einnig metinn í fimm stigum: Stigl. Fyrir kynþroska. Engin merki um stækkun brjóstkirtla. Stig 2. Smávægileg stækkun á brjóstkirtli undir geirvörtunni 1-3 cm í þvermál. Stig 3. Vöxtur brjóstkirtilsins nær nú vel út fyrir geirvörtu og er mýkri viðkomu. Stig 4. Brjóstkirtillinn nálgast fulla stærð en svæðið umhverfis geirvörtuna (areola) bungar fram. Stig 5. Fullvaxinn brjóstkirtill. Aðurnefndar breyt ingar á geirvörtum í flestum tilfellum gengnar til baka. Stúlkur voru spurðar hvort tíðablæðingar væru hafnar og svarið já eða nei skráð. Að auki voru framkvæmdar nákvæmar mælingar á sitjandi og standandi hæð, þyngd, höfuðummáli og húðfitulagi. Tölfræðilegar aðferðir: Tölfræðilegar niðurstöður voru skráðar í tölvuforritinu FileMaker Pro. í því forriti voru reiknuð meðaltöl og staðalfrávik. Hvert aldursár var skilgreint þannig að öll börn fædd frá og með -0,50 ár til og með +0,49 ár voru reiknuð saman í einum hópi. Dæmi: Til 12 ára stúlkna töldust þær stúlkur sem voru 11,50 ára til og með 12,49 ára. 650 Læknablaðið 2000/86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.