Læknablaðið - 15.10.2000, Page 20
FRÆÐIGREINAR / BARNALÆKNINGAR
r
Tafla I. Kynháraþroski drengja samkvæmt stiggreiningu Tanners (2-5). Birtur er f/öldi
einstaklinga, medataidur við hvert stig ásamt staðalfrávikum og mestu frávikum.
Meöal- Staöal- Minnsti Mesti
Stig Fjöldi aldur frávik aldur aldur
2 385 12,74 1,37 7,40 16,87
3 162 13,87 0,98 11,05 16,61
4 342 14,63 0,95 11,65 16,56
5 156 15,17 0,80 12,01 16,59
Tafla II. Fjöldi drengja á mismunandi aldri, sem hafa náð hverju stigi kynháraþroska samkvæmt stiggreiningu Tanners.
Stiggreining Tanners
Aldur 1 2 3 4 5 Ekki skráö
6 97 - - - - 0
7 238 í - - - 4
8 270 2 - - - 3
9 254 5 - - - 3
10 285 17 - - - 4
11 267 34 2 - - 9
12 160 103 16 4 í 4
13 88 103 42 33 4 2
14 23 83 62 113 26 0
15 5 26 35 111 61 2
16 t - 6 3 77 63 46
Tafla III. Rúmmái eistna mælt í millilítrum (Ml) með eistnamæli (orchidometer) Praders. Taflan sýnir fjölda drengja við hverja mælieiningu, meðalaldur og staðalfrávik, minnsta og mesta aidur.
Ml Fjöldi Meóal- aldur Staóal- frávik Minnsti aldur Mesti aldur
í 337 8,31 1,50 5,52 13,09
2 1027 9,17 1,73 5,52 14,97
3 239 10,90 1,69 5,93 14,92
4 115 11,89 1,08 7,30 14,34
5 87 12,60 1,03 10,26 14,80
6 101 12,82 0,98 10,47 15,82
8 117 13,12 1,20 10,74 16,37
10 141 13,84 1,00 11,37 16,16
12 161 14,10 0,97 11,05 16,64
15 172 14,54 1,08 11,65 16,87
20 191 15,03 0,86 12,55 16,59
25 43 15,05 0,91 13,30 16,28
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin var hluti af stærri og umfangsmeiri
rannsókn þar sem nemendur í grunnskólum og
framhaldsskólum víðs vegar um landið voru
skoðaðir. Aðaltilgangur rannsóknarinnar var að
meta vöxt og þroska íslenskra barna (10,11). I
upphafi var valinn úrtakshópur barna af höfuð-
borgarsvæðinu á aldrinum 6-16 ára. Samkvæmt töl-
fræðilegum ráðleggingum var hópurinn valinn
þannig að skólabörn fædd fjórða dag hvers mánaðar,
það er fyrsta, fimmta, níunda, þrettánda og svo
framvegis, voru beðin um að taka þátt í rannsókninni.
Utan höfuðborgarsvæðisins var úrtakshópurinn
valinn á nokkuð annan hátt. Þar voru valdir ákveðnir
grunnskólar og framhaldsskólar í öllum lands-
fjórðungum og allir nemendur viðkomandi skóla
rannsakaðir. Útilokuð frá rannsókninni voru börn og
unglingar með líkamlegar fatlanir eða langvinna
sjúkdóma, sem hugsanlega gætu haft áhrif á vöxt
þeirra eða þroska.
Tölvunefnd samþykkti að úrtakshópurinn yrði
valinn úr þjóðskrá. Rannsóknin fór fram í samráði
við landlækni og var samþykkt af siðaráði land-
læknisembættisins. Fengið var leyfi skólayfirvalda til
að rannsóknin færi fram í húsnæði skólanna og
skólahjúkrunarfræðingar viðkomandi skóla veittu
aðstoð við undirbúning og framkvæmd rannsóknar-
innar. Foreldrar veittu skriflegt leyfi fyrir þátttöku
barna sinna í rannsókninni.
Allar mælingar og skoðanir voru framkvæmdar af
höfundum þessarar greinar, sem allir eru
barnalæknar. Framkvæmd var almenn líkamsskoðun
auk þess sem mæld var þyngd og hæð barnanna,
sitjandi og standandi. Mæld var þykkt húðfellinga á
upphandlegg og baki. Leitað var upplýsinga um
fæðingarþyngd, fjölda systkina og röð barnsins í hópi
systkina, hvort barnið var fleirburi, fjölskyldustærð,
aldur foreldra og störf. í heilsufarssögu komu fram
upplýsingar um uppruna bamsins (þjóðerni/kyn-
þátt), langvinna sjúkdóma og sjúkrahúslegur.
Fimm stig kynháravaxtar voru metin samkvæmt
aðferð Tanners (1).
Stig 1. Fyrir kynþroska. Kynháravöxtur greinist ekki
frá öðrum líkamshárvexti svo sem á kviði.
Stig 2. Fíngerður vöxtur af tiltölulega löngum og
lítið lituðum, dúnkenndum hárvexti aðallega
við rætur reðurs.
Stig 3. Greinilega dekkri, grófari og hrokknari
hárvöxtur í kringum kynfærin.
Stig 4. Kynhár eru nú eins og á fullorðnum en ná yfir
tiltölulega minna svæði en hjá flestum
fullvöxnum körlum, engin dreifing niður á
læri né upp að nafla.
Stig 5. Kynhár fullvaxin að magni til og dreifing eins
og á fullorðnum, kynhár ná niður á lærin
beggja vegna og í flestum tillfellum upp undir
naflann.
Stærð eistna var metin í millilítrum rúmmáls
samkvæmt eistnamæli (orchidometer) Praders (12).
Að auki voru framkvæmdar nákvæmar mælingar
á sitjandi og standandi hæð, þyngd, höfuðummáli og
húðfitulagi.
Tölulegar niðurstöður voru skráðar í tölvufor-
ritinu FileMaker Pro. í því forriti voru reiknuð
meðaltöl og staðalfrávik. Hvert aldursár var skil-
greint þannig að öll börn fædd frá og með -0,50 ár til
og með +0,49 ár voru reiknuð saman í einum hópi.
Dæmi: Til 12 ára drengja töldust þeir drengir sem
voru 11,50 ára til og með 12,49 ára. Ekki var tekið
tillit til búsetu við útreikninga á niðurstöðum þessa
hluta rannsóknarinnar, en tölfræðilegur munur
fannst ekki á vexti barna af höfuðborgarsvæðinu
borið saman við börn af landsbyggðinni (10).
656 Læknablaðið 2000/86