Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2000, Qupperneq 34

Læknablaðið - 15.10.2000, Qupperneq 34
FRÆÐIGREINAR / BRÁÐALÆKNINGAR T Figure 1. Cardiac arrest out ofhospital in the Reykjavik area from January 1, 1991 to December 31, 1996. öndunarstöðvun hjá 211 (68%) og jók það líkur á útskrift fjórfalt (OR 4,0; 95% CI 1,5-10,4; p=0,0025). Enginn tölfræðilegur munur var á útkallstíma og árangri endurlífgana í samanburði við fyrri rannsóknir á árunum 1982-1986 og 1987-1990. Alyktanir: Þegar vitni er að skyndilegri hjarta- og öndunarstöðvun aukast líkur margfalt á því að sjúklingur lifi áfallið af. Árangur endurlífgunar- tilrauna utan sjúkrahúsa á Reykjavíkursvæðinu er góður og með því besta sem gerist. Breytingar á leiðbeiningum um sérhæfða endurlífgun virðast ekki hafa aukið lífslíkur. Inngangur Neyðarbíllinn hefur sinnt bráðasjúkratilfellum utan sjúkrahúsa í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ frá 1982. íbúafjöldi á þessu svæði var um 127.000 árið 1991 og um 136.000 árið 1996. Útköll eftir hjarta- og öndunarstöðvun, en þó ekki allar (2-7). Breytingar voru gerðar á leiðbeiningum ameríska hjartafélagsins 1986 og var þá meðal annars lagst gegn því að nota bíkarbónat sem fyrsta lyf og nánast tekið fyrir notkun kalsíums og ísóprenalíns (8). Nokkrar breytingar voru einnig gerðar á leiðbeiningunum 1992 þar sem meðal annars var lögð áhersla á að beita rafstuði sem fyrst og á þátt nærstaddra í að stytta útkalls- tíma (9). Tilgangur þessarar rann- sóknar var að meta árangur af sér- hæfðri endurlífgun utan sjúkrahús- anna á árunum 1991-1996 hjá einstak- lingum með hjarta- og öndunar- stöðvun og bera saman við árangur fyrri ára, einkum með tilliti til þeirra breytinga sem gerðar voru á leið- beiningum um meðferð við hjarta- og öndunarstöðvun 1986 og 1992. Jafnframt að meta sérstaklega mikil- vægi þess að nærstödd vitni reyni grunnendurlífgun. Efniviður og aðferðir Safnað var framskyggnt upplýsingum um öll tilfelli hjarta- og öndunarstöðvunar þar sem neyðarbíllinn var kallaður til, á sex ára tímabili, frá 1. janúar 1991 til 31. desember 1996. Upptökusvæði neyðarbílsins var þessi ár hið sama og áður, það er Reykjavík, Kópavogur, Seltjamames, Mosfellsbær og næsta nágrenni. Gögnum var safnað með framskyggnum hætti eftir skilmerkjum sem kennd eru við Utstein fundinn (10). Útkallstími var skilgreindur sem sá tími sem líður frá því að boð berast Slökkviliðsstöð Reykjavíkur þar til neyðarbíll kemur á staðinn. Upplýsingar vantaði um nákvæman útkallstíma hjá 13 og aldur hjá níu. Ekki var unnt að staðfesta hvort vitni hefðu verið til staðar í 17 tilvikum. Við tölfræðilega útreikninga var notast við kí-kvaðratspróf, nákvæmnispróf Fishers þar sem við átti og Students t-próf. Marktækni var náð við p<0,05. Starfs- og siðanefnd Sjúkrahúss Reykjavíkur veitti samþykki fyrir rannsókninni. neyðarbílsins hafa að jafnaði verið um 3000-3500 á ári. Meirihluti útkalla er vegna bráðra veikinda en um það bil 25-30% vegna slysa. Útköll vegna hjarta- og öndunarstöðvunar hafa að jafnaði verið um 60 á ári (1). í áhöfn bílsins er reyndur aðstoðarlæknir og sérþjálfaðir sjúkraflutningamenn sem fylgja leiðbein- ingum ameríska hjartafélagsins (American Heart Association) um sérhæfða endurlífgun. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að grunnendur- lífgunartilraunir nærstaddra hafi bætt lifun sjúklinga Niðurstöður Á árunum 1991-1996 voru framkvæmdar tilraunir til endurlífgunar á 361 einstaklingi með hjarta- og öndunarstöðvun. Þegar útilokuð voru tilfelli vegna áverka, drukknunar, eitrana, sjálfsvígs, ungs aldurs og staðsetningar utan þjónustusvæðis voru eftir 308 sjúklingar sem fengið höfðu skyndilega hjarta- og öndunarstöðvun. Allar uppgefnar niðurstöður í greininni miðast við þessa 308 einstaklinga (mynd 1). 670 Læknablaðið 2000/86 h
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.