Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2000, Side 36

Læknablaðið - 15.10.2000, Side 36
T FRÆÐIGREINAR / BRAÐALÆKNINGAR Table III. Results ofattempted resuscitatior) in the prehospital setting. 1976-1979* 1982-1986§ 1987-1990H 1991-1996 Attempted resuscitations 222 138 195 308 Mean age (years) 63 65 66 67 Number of men (%) 75 81 76 75 Average response time (min) 7.3 4.9 4.6 4.6 Time to ACLS (min) 12.1 4.9 4.6 4.6 Total no. of discharged 21 (9%) 24 (17%) 31(16%) 51 (17%) Arrhythmlas VF/VT 90 (41%) 73 (53%) 81 (42%) 176(57%) discharged 18 (20%) 21 (29%) 25 (31%) 46 (26%) Asystole 114 (51%) 53 (38%) 92(47%) 91(31%) discharged 2 (2%) 2 (4%) 6(7%) 3 (3%) Other 18 (8%) 12 (9%) 22 (11%) 41(13%) discharged 1 1 0 2 (5%) Mentally impaired 1 1 2 3 * See(13) § See (2) ISee(l) The numbers in table III represent cardiac arrests due to cardiac causes. The number of cardiac arrests are also lower in the years 1982-1986 because the physician manned emergency ambulance was not operated during nights or Sundays those years. rannsókn og rannsóknum sem tóku til áranna 1982- 1986 og 1987-1990. Ekki var heldur marktækur munur á hlutfallslegum fjölda þeirra sem útskrifuð- ust af sjúkrahúsi (tafla III). Umræða Neyðarbíll hefur verið starfræktur á Stór- Reykjavíkursvæðinu frá 1982 og hafa margvíslegar upplýsingar af starfseminni verið skráðar jafnóðum. Frá 1991 hefur skráning tilfellanna verið löguð að hinu staðlaða Utstein-kerfi (10,11). Fjöldi tilfella hvert ár hefur verið nánast óbreyttur en nokkur tilhneiging virðist vera til aukins aldurs meðal sjúklinga án þess þó að um marktæka breytingu sé að ræða. Öll árin hafa karlar verið í meirihluta og þá yfirleitt um þrír fjórðu af þýðinu. Sleglatif og sleglahraðtaktur komu fyrir hjá rúmlega helmingi einstaklinganna og fjöldi raf- leysutilfella var um þriðjungur tilfella. Sleglatif kom fyrir hjá hlutfallslega heldur fleiri einstaklingum árin 1991-1996 en á árunum 1987-1990 og 1982-1986 og rafleysa hjá hlutfallslega færri. Aðrar takttruflanir komu hins vegar fyrir hjá um 13% sjúklinganna á fyrsta riti sem er hlutfallslega heldur algengara en í fyrri rannsóknum. Tæp 17% þeirra 308 sjúklinga sem urðu fyrir hjarta- og öndunarstöðvun utan spítalanna á svæðinu lifðu áfallið af og útskrifuðust af sjúkrahúsinu. Pað er nánast alveg sami árangur og komið hefur út úr fyrri rannsóknum. Liðlega 26% þeirra sem höfðu sleglatif eða sleglahraðtakt á fyrsta riti náðu að útskrifast af sjúkrahúsinu. Það er ívið lélegri árangur en náðist á fyrri tímabilum, en á árunum 1982-1986 útskrifuðust 29% og 1987-1990 31%. Hlutfall þeirra sem höfðu sleglatif og útskrifuðust var þannig heldur lægra en á fyrri tímabilum en á því er þó ekki marktækur munur. Svo sjaldgæft, er að sjúklingar lifi hjarta- og öndunarstöðvun af ef rafleysa eða aðrar takttruflanir en sleglatif eða sleglahraðtaktur sjást á fyrsta riti, að til undantekninga heyrir. Það er þó mikilvægt að leggja áherslu á það að ástandið þarf ekki að vera vonlaust þótt um slíkar truflanir sé að ræða. Liðlega helmingur þeirra sem lögðust inn á sjúkrahús náðu að útskrifast. Einu ári frá útskrift eru að jafnaði lifandi um 83% sjúklinganna. Arangur af endur- lífgunum utan spítala á Reykjavíkursvæðinu er með því besta sem gerist eins og fram kemur meðal annars í nýlegri grein um árangur af endurlífgunum {flestum Evrópulöndum. Samkvæmt þeirri rannsókn höfðu aðeins fjórar borgir svipaðan eða ívið betri árangur en náðst hefur í Reykjavík (12). Heildarárangur af endurlífgun utan sjúkrahúsanna á Reykjavíkur- svæðinu er einnig mjög svipaður þau ár sem neyðarbíllinn hefur starfað. Þessi árangur er þó mun betri en var fyrir tilkomu neyðarbflsins árið 1982 (13). Sleglatif á fyrsta riti var mjög sterkur jákvæður forspárþáttur fyrir útskrift af spítala. Nokkurt áhyggjuefni er þó að þeim sem greinast með sleglatif á fyrsta riti farnast ívið verr þau ár sem þessi rannsókn nær til borið saman við árin 1982-1986 og 1987-1990 þótt ekki sé á því staðtölulegur munur. Þar sem árangurinn er að minnsta kosti ekki betri en áður, þurfa leiðbeiningar um meðferð við hjarta- og öndunarstöðvun að vera í stöðugri endurskoðun, ekki síst er varðar notkun lyfja og tækja. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi þá breytingu sem gerð var á leiðbeiningunum árið 1986, þar sem mælt var gegn því að bíkarbónat væri gefið í æð áður en rafstuði væri beitt eins og venjan var fram að þeim tíma. Raunar var mælt gegn því að gefa bíkarbónat nema mælingar á sýrustigi í blóði gæfu tilefni til þess eða að endurlífgunartilraunir drægjust mjög á langinn. Þá var lagst gegn þeirri venju að nota kalsíum við rafleysu og samdráttarleysu. Síðustu 15 ár hefur lítil breyting orðið á útkallstíma en sá tími sem líður frá því að hjarta- og öndunarstöðvun á sér stað og þar til fyrsta hjartastuð hefur verið veitt ræður sennilega mestu um árangur af endurlífgunartilraunum. Góðan árangur af endur- lífgunartilraunum utan sjúkrahúsa á Reykjavíkur- svæðinu má ekki síst þakka stuttum útkallstíma. Áhöfn neyðarbíls hefur ætíð tilkynnt hvenær neyðar- bfllinn er kominn á áfangastað. Sá tími sem líður hins vegar frá því að áhöfn neyðarbfls kemur á svæðið þar til sjúklingi er gefið fyrsta rafstuð hefur ekki verið skráður. Sá tími hefur verið áætlaður um eða innan við ein mínúta. Ekki er líklegt að sá tími hafi breyst milli ára og rannsókna. Greinileg tengsl voru milli þess að vitni væru að hjarta- og öndunarstöðvun og auknum líkum á útskrift af spítala. Mikilvægi nærstaddra vilna felst ekki síst í því að kalla til hjálp og stytta með því þann tíma sem líður þar til sérhæfð hjálp berst þeim einstaklingi sem hefur hætt að anda og reynist 672 Læknablaðið 2000/86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.