Læknablaðið - 15.10.2000, Page 37
FRÆÐIGREINAR / BRÁÐALÆKNINGAR
púlslaus. Grunnendurlífgun af hendi nærstaddra
hefur í mörgum rannsóknum sannast að auka
lífslíkur. I þessari rannsókn var einnig tilhneiging til
þess en náði þó ekki marktækni. Ef bætt var við
niðurstöðum úr samantekt áranna 1987-1990 var
mikilvægt að þeir sem verða vitni að því að einstak-
lingur fái skyndilega hjarta- og öndunarstöðvun kalli
þegar eftir aðstoð og hefji síðan grunnendurlífgun.
Þakkir
greinilega um marktæk áhrif af endurlífgunar-
tilraunum nærstaddra að ræða (OR 2,1; p=0,0021).
Nauðsyn á miklum fjölda einstaklinga til að ná mark-
tækni gæti skýrst af því að viðbrögð nærstaddra
skipta tiltölulega minna máli þegar sérhæfð endur-
lífgun hefst innan skamms tíma, með öðrum orðum
þegar viðbragðstíminn er stuttur.
Eins og í fyrri rannsóknum af Reykjavíkur-
svæðinu svo og öðrum nýlegum rannsóknum höfðu
þeir einstaklingar sem urðu fyrir skyndilegri hjarta-
og öndunarstöðvun heima hjá sér verri líkur á
útskrift af spítala en aðrir. I heimahúsum höfðu
hlutfallslega færri sleglatif eða 87 af 189 (46%) en
fleiri raf- og samdráttarleysu eða 69 (36%) og aðra
takttruflun 33 (18%). Nærstödd vitni voru í 121 tilviki
(64%) og reyndu þau grunnendurlífgun í heldur færri
tilfellum en þegar hjarta- og öndunarstöðvun átti sér
stað annars staðar, eða í 36 tilfellum (29%) og
útkallstími var heldur lélegri eða 4,8 mínútur, sem allt
gæti skýrt lélegri árangur í heimahúsum en af
endurlífgunartilraunum annars staðar. Þeir sem fóru
í hjarta- og öndunarstöðvun í neyðarbíl voru best
settir enda leið mjög stuttur tími í þeim tilvikum þar
til sérhæfðri endurlífgun var beitt. Þetta voru fáir
sjúklingar en af þeim útskrifaðist tæpur helmingur.
Orsakir hjarta- og öndunarstöðvunar eru metnar í
hverju tilfelli af þeim upplýsingum sem áhöfn
neyðarbíls fær í útkalli. Þar sem megináhersla er lögð
á bráðameðferð og tafarlausan flutning getur
upplýsingasöfnun verið takmörkuð. Lögð er áhersla
á að afla fyrri sögu, fá niðurstöður krufninga og
annarra rannsókna svo og sjúkdómsgreiningar hjá
þeim einstaklingum sem eru lagðir inn á sjúkrahús.
Eins og á árunum 1982-1986 og 1987-1990 er
hjartasjúkdómur talinn algengasta orsök hjarta- og
öndunarstöðvunar. Tíðnin í okkar rannsókn er í
hærra lagi borið saman við sumar erlendar rann-
sóknir (14-16). Samanburður á árangri milli landa af
endurlífgunartilraunum utan sjúkrahúsa hefur orðið
auðveldari eftir tilkomu hinna stöðluðu skráningar-
reglna Utstein leiðbeininganna. Til þess að saman-
burðurinn sé marktækur er að sjálfsögðu alveg
nauðsynlegt að sömu skilgreiningar á skyndidauða
og sömu reglur um skráningu gildi alls staðar (17,18).
Meginniðurstaðan af þessari rannsókn er sú að
árangur endurlífgana utan sjúkrahúsanna á Reykja-
víkursvæðinu er áfram góður og í raun með því besta
sem gerist. Þær breytingar, sem gerðar hafa verið á
leiðbeiningum um endurlífgun á liðnum árum,
einkum er varðar lyfjameðferð, virðast ekki hafa
skilað marktækt bættum árangri. Skammur tími til
sérhæfðrar meðferðar skiptir mestu. Jafnframt er
Höfundar vilja þakka þeim fjölmörgu læknum og
sjúkraflutningamönnum sem hafa tekið þátt í öflun
upplýsinga og hafa staðið fyrir þeirri sérhæfðu
starfsemi sem rekin er á neyðarbílnum. Jafnframt er
prófessor Þórði Harðarsyni góðfúslega þakkað fyrir
að veita aðgang að ákveðnum upplýsingum um
sjúklinga sem varðveittar eru á lyflækningadeild
Landspítalans.
Heimildir
1. Blængsdóttir GH, Þorgeirsson G. Endurlífganir utan spítala á
Reykjavíkursvæðinu 1987-1990. Læknablaðið 1994; 80:381-6.
2. Einarsson O, Jakobsson F, Sigurdsson G. Advanced cardiac
life support in the prehospital setting: the Reykjavik
experience. J Int Med 1989; 225:129-35.
3. Gallagher EJ, Lombardi G, Gennis R Effectiveness of
bystander cardiopulmonary resuscitation and survival
following out-of-hospital cardiac arrest. JAMA 1995; 274:
1922-5.
4. Swor RA, Jackson RE, Cynar M, Sadler E, Basse E, Boji B, et
al. Bystander CPR, ventricular fibrillation, and survival in
witnessed, unmonitored out-of-hospital cardiac arrest. Ann
Emerg Med 1995; 25: 780-4.
5. Cobb LA, Hallstrom AP, Thompson RG, Mandel LP, Copass
MK. Community cardiopulmonary resuscitation. Annu Rev
Med 1980; 31:453-62.
6. Bossaert L, Van Hoeyweghen R. Bystander cardiopulmonary
resuscitation (CPR) in out-of-hospital cardiac arrest.
Resuscitation 1989; 17: S55-S69.
7. Lund I, Skullberg A. Cardiopulmonary resuscitation by lay
people. Lancet 1976; 2: 702-4.
8. Standard and guidelines for cardiopulmonary resuscitation
(CPR) and emergency cardiac care (ECC). JAMA 1986; 55:
2905-84.
9. Emergency Cardiac Care Committee and Subcommittees,
American Heart Association. Guidelines for cardiopulmonary
resuscitation and emergency cardiac care. JAMA 1992; 268:
2171-298.
10. Special report: Recommended guidelines for uniform
reporting of data from out-of-hospital cardiac arrest: the
Utstein Style. A statement for health professionals from a task
force of the American Heart Association, the European
Resuscitation Council, the Heart and Stroke Foundation of
Canada, and the Australian Resuscitation Council. Circulation
1991; 84: 960-75.
11. Cummins RO. The Utstein style for uniform reporting of data
from out-of-hospital cardiac arrest. Ann Emerg Med 1993; 22:
37-40.
12. Herlitz J, Bahr J, Fischer M, Kuisma M, Lexow K, Thorgeirsson
G. Resuscitation in Europe at its best: a tale of five European
regions. Resuscitation 1999; 41:121-31.
13. Gudjonsson H, Baldvinsson E, Oddsson G, Asgeirsson E,
Kristjansson H, Hardarson T. Results of attempted
cardiopulmonary resuscitation of patients dying suddenly
outside the hospital in Reykjavik and surrounding area 1976-
1979. Acta Med Scand 1982; 212: 247-51.
14. Waalewijn RA, de Vos R, Koster RW. Out-of-hospital cardiac
arrests in Amsterdam and its surrounding areas: results from
the Amsterdam resuscitation study (ARREST) in Utstein
style. Resuscitation 1998; 38:157-67.
15. de Vreede-Swagemakers JJ, Gorgels AP, Dubois-Arbouw WI,
Dalstra J, Daemen MJ, van Ree JW, et al. Circumstances and
causes of out-of-hospital cardiac arrest in sudden death
survivors. Heart 1998; 79: 356-61.
16. Holmberg M, Holmber S, Herlitz J, Gárdelöv B. Survival after
cardiac arrest outside hospital in Sweden. Resuscitation 1998;
36: 29-36.
17. Roberts W. Sudden cardiac death: definitions and causes. Am
J Cardiol 1986; 57:1410-3.
18. Torp-Pedersen C, Kober L, Elming H, Burchart H. Classi-
fication of sudden and arrhythmic death. Pacing Clin
Electrophysiol 1997; 20: 245-52.
Læknablaðið 2000/86 673