Læknablaðið - 15.10.2000, Qupperneq 47
FRÆÐIGREINAR / HEILSUTENGD LÍFSGÆÐI
skiptir líðan sjúklingsins og lífsfylling, að hann njóti
viðunandi lífs eftir meðferð, það er að heilsutengd
lífsgæði hans aukist eftir meðferðina. Mat á þeim
bætir upp aðrar mælingar á bata (2). Heilsutengd
lífsgæði hafa í vaxandi mæli verið notuð til að meta
gagn og árangur meðferðar og til að meta gæði
umönnunar (3). Án upplýsinga um áhrif meðferðar á
heilsutengd lífsgæði geta hvorki læknir né sjúklingur
valið meðferð af þekkingu. Sjúklingamir gera kröfu
til að þeim líði betur og/eða að þeir lifi lengur (4).
Markmið heilbrigðisþjónustunnar ættu því að vera:
heilsuvernd, lækningar, endurhæfing og bætt heilsu-
tengd lífsgæði, það er að bæta árum við lífið og gæða
árin lífi.
Á undanförnum árum hefur farið fram mikil
umræða um kostnað við heilbrigðisþjónustu, biðlista
og forgangsröðun og hefur sitt sýnst hverjum. Á
bæklunarskurð-, hjarta-, og þvagfæraskurðdeildum
hafa verið langir biðlistar og vilji til að stytta þá, en
gengið hægar en skyldi. Reynt hefur verið að draga
úr kostnaði við meðferð áfengis- og annarra
geðsjúklinga og lögð hefur verið áhersla á dag- og
göngudeildarþjónustu. Þó að menn hafi vitað um
örkuml bæklunarsjúklinganna, hugsanlega lífshættu
hjartasjúklinganna og mikil óþægindi þvagfæra-
sjúklinganna hefur vantað vitneskju um líðan
sjúklingahópanna svo að hægt væri að bera þá saman.
Allt hefur þetta verið án þess að menn vissu
raunverulega, hversu mikil áhrif sjúkdómarnir hefðu
á lífsgæði sjúklinganna.
Fyrir tæpum tveimur árum kynntum við mælitæki,
HL-prófið (5), sem gert er fyrir íslenskar aðstæður og
er bæði réttmætt og áreiðanlegt (6). Prófið er samsett
úr 32 spurningum, 22 eru með þremur til sex gefnum
svarmöguleikum, en sjónskalar fylgja 10 spurningum.
Það aðgreindi þá veikari frá þeim minna veiku og
fötluðum. Einstakir þættir prófsins aðgreindu
sjúklingahópana hvern frá öðrum og mikil fylgni var
milli heilsufars- og félagslegra þátta prófsins og milli
heilsufars og vellíðunar. Heilsufarsþættir prófsins
eru: heilsufar, depurð, þrek, kvíði, verkir, líkamleg
heilsa (7), einbeiting og svefn. Félagslegu þættirnir
eru: samskipti, fjárhagur, sjálfsstjórn og líðan. Nú
hefur mælitækið verið staðlað á slembiúrtaki fólks
yfir tvítugt svo að hægt er að bera heilsutengd lífs-
gæði einstakra sjúklinga saman við það sem almennt
gerist (8). Almenn mælitæki eins og HL-prófið hafa
reynst gagnleg til að fylgjast með framgangi og bata
sjúklinga með langvinna sjúkdóma. Þau eru talin
hafa ýmsa kosti fram yfir mælitæki sem eru
sérstaklega gerð fyrir ákveðna sjúkdóma. Þau sýna
hvað skiptir sjúklingana mestu og eru gagnleg fyrir
sjúklinga með marga sjúkdóma og til að bera saman
sjúklingahópa með mismunandi sjúkdóma (1).
Tilgangur með þeirri rannsókn sem hér verður
kynnt var að athuga heilsutengd lífsgæði: 1. Sjúklinga
sem biðu eftir að komast í aðgerð og hvernig þau
breyttust eftir aðgerð eða á næstu sex mánuðum án
aðgerðar. 2. Áfengissjúklinga, sem voru að koma í
meðferð og breytingar á lífsgæðum þeirra eftir eitt ár.
3. Sjúklinga sem voru í göngudeildarmeðferð á
geðdeild Landspítalans og hvort lífsgæði þeirra
bötnuðu á næstu þremur til fjórum mánuðum. 4.
Athugun á réttmæti HL-prófsins samanborið við
niðurstöður þess hjá fólki almennt og næmi þess fyrir
breytingum. 5. Loks var ætlunin að bera saman
lífsgæði mismunandi sjúklingahópa og athuga sér-
staklega þá þætti þeirra sem tengjast áberandi sjúk-
dómseinkennum hjá ákveðnum sjúklingum, einkum
geðsjúklingum og bæklunarsjúklingum.
Sjúklingar og rannsóknaraðferð
Að fengnu samþykki siðanefndar Landspítalans var
leitað til fimm sjúklingahópa og þeir beðnir að svara
spurningum HL-prófsins. Þetta voru sjúklingar, sem
biðu eftir hjartaþræðingu, aðgerð á bæklunar-
skurðdeild eða þvagfæraskurðdeild, auk vímuefna-
sjúklinga og annarra geðsjúklinga eins og að ofan
greinir. Vímuefnasjúklingarnir voru ekki látnir svara
spurningalistanum fyrr en bráðaeinkenni fráhvarfs
voru horfin. Þeir sem ekki fóru í aðgerð voru beðnir
að svara spurningalistunum á ný eftir sex mánuði til
þess að rannsaka hvort heilsutengd lífsgæði þeirra
hefðu versnað á biðtímanum. Annars voru þeir, sem
svöruðu spurningunum, beðnir um að svara þeim
aftur eftir þrjá til fjóra mánuði eða þremur til fjórum
mánuðum eftir aðgerð. Þó var ekki leitað til
vímuefnasjúklinganna fyrr en ári eftir að þeir komu í
meðferð. Samtals var óskað þátttöku 1195 sjúklinga.
Ef svar hafði ekki borist var tvívegis sent ítrekunar-
bréf eftir eina til tvær vikur og loks hringt til
sjúklinganna og þeim boðin aðstoð, sérstaklega í
seinni umferðinni. Svörin voru kóðuð, slegin inn í
SPSS gagnaskrá (9), fundnar staðaleinkunnir sam-
kvæmt viðmiðunartöfium eftir kyni og aldri (8),
þannig að einkunnir eru sambærilegar við það sem
gerist hjá fólki almennt á sama aldri og af sama kyni,
en meðaleinkunn (T-einkunn) þess er 50 með
staðalfrávikinu 10. Meðaleinkunn hópa almennings
hefur 95% vikmörk sem eru mjög þröng (±0,5) það
bendir til að geta prófsins til að greina á milli hópa
með mismunandi lífsgæði sé góð. Einkunnir undir 50
benda til skertra lífsgæða. Við samanburð milli
tveggja sjúklingahópa á einstökum þáttum og
lífsgæðum í heild var notað óparað t-próf, en við
samanburð fyrir og eftir meðferð var notað parað t-
próf án leiðréttingar fyrir fjölda samanburða þar eð
líta má sjálfstætt á hvern þátt. Við samanburð á fieiri
hópum var beitt dreifigreiningu (ANOVA).
Marktækni mismunar á milli hópa eða breytinga eftir
meðferð er sýnd með ** fyrir p<0,01 og * fyrir p<0,05.
Læknablaðið 2000/86 683