Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2000, Síða 54

Læknablaðið - 15.10.2000, Síða 54
r UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR Að losna frá leiðindum Sigurbjörn Sveinsson Höfundur er formaöur Læknafélags íslands. Sjónarmið þau er fram koma í pistlunum Af sjónarhóli stjórnar eru höfundar hverju sinni og ber ekki aö taka sem samþykktir stjórnar LÍ. Vinur minn einn í læknastétt teiknar íslenska hænu- rassa í vindi á servéttur á bæjarkránni í Tipperary. Regnið bylur á bílrúðunum í ljósaskiptunum þegar stefnan er tekin til suðurs frá Limerick. Farþegarnir eru daufir, en þá tekur hann við þá viðtal til flutnings í útvarpi um leið og hann æfir fjórraddaðan pólýfónískan kór til að skemmta Mið-Evrópumönn- um. Sá söngur gefur kristal að kveldi í Killarney. Mér er sagt að sami maður veki upp heilu fjölskyldurnar úr kirkjugörðum norður við Dumbshaf á sumrin, öðrum til skemmtunar. Hann er patalóg. Jafnvel patalógar geta auðgað líf manns. Annar vinur minn í læknastétt skrifar skemmtilegan og ertandi stfl um gagnagrunninn. Og margt annað. Hann er alveg laus við að vera leiðinlegur. Hann er kominn á eftirlaun og engum háður. Hann er frjáls maður. Ekki tortímandi eins og Bjartur, miklu fremur andríkur, uppbyggilegur og skapandi. Kannski losnar hugsun minnar kynslóðar úr klakaböndum hagsmuna og sérhyggju, þegar hún kemst á aldur. Það er margt líðandi, sem laglega er gert. Jafnvel þegar að manni er sneitt. „Rödd úr Búðardal" var ég eitt sinn kallaður af manni, sem stigið hafði úr háum stóli enn hærra og situr þar í hárri elli við virðingu allra. Jafnvel þó maður sé kallaður illa menntaður og ómerkilegur læknir má gera það svo laglega að ástæðulaust er að amast við því. Þannig hafa menn tekist á í gagnagrunnsmálinu af svo mikilli íþrótt að engin ástæða er til hamfara. En við leiðindum ætli að gilda hin hæsta refsing. Erlendur í Unuhúsi sagði, „að sér þætti betra að lesa skemtilegar bækur til stuðnings þeim skoðunum sem hann væri mótfallinn en leiðinlegar til framdráttar hugmyndum sem hann aðhyltist,...“. Svo sagði Laxness frá. Laxness átti flestum mönnum auðveldara með að tjá sig á prenti, þannig að stfllinn ætti sjálfstæða tilveru. Sumt fékk að lifa fyrir hrynjandina eina. Og mun þá einhverjum þykja nokkuð langt gengið. Það var eins og hann væri að skrifa músík. Laxness afrekaði það að lýsa klæðnaði sínum ítarlega, sitjandi hér í Pensione Bolognari, með því að nefna sjónglerið eitt. Það var vel gert. Hann var aldrei leiðinlegur. Hér skrifaði hann Vefarann fyrir heiminn. Læknar eiga allt betra skilið en leiðindi. Þeir hafa falið stjórn sinni að taka upp stefnuna í gagna- grunnsmálinu með tilliti til breiðrar samstöðu lækna. Með því getur stjórnin ekki hangið á sínu eins og hundur á roði. Né heldur aðrir, sem í hlut eiga. Það er augljóst mál. Talandi um músík, þá kemur í hugann sá, sem dró öldunginn, sem að ofan er getið, fyrir siðanefnd presta nýverið. Fáir hafa betur sýnt mér, hvernig yrkja má í sálarkreppuna, þannig að vel fari. Er það til eftirbreytni. „Guð, hvað ég fyrirlít þetta helvítis þras um hvali og bjór! Hve ég hata þetta andskotans land þar sem aldrei skín sól og aldrei er hlýtt og gott og yndislegt! Eg þrái sól og sumar. Bjartan himin- bláma. Sælueyjuna. Draumalandið. Eg veit það er til. Þeir hafa sagt mér af því unaðslegar sögur Janácek og Lutoslavski, Beethoven og Schubert. Þangað skulum við fara og þar skulum við búa. Þú og ég. Og elskast eins og englar í himnaríki." Taormina, haustið 2000. L 690 Læknablaðið 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.