Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2000, Side 56

Læknablaðið - 15.10.2000, Side 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F MALÞINGI Ll Læknar á „frjálsum markaði" Málþingið Læknar á „frjálsum markaði“. Framtíð í ljósi útboða og samkeppnis- reglna? var haldið í tengslum við aðalfund Læknafélags íslands á ísafirði þann 26. ágúst síðastliðinn. Atli Árnason sagði meðal annarsfrá álitisgerð sainkeppnisráðs fyrr á árinu. Frummælendur voru Atli Arnason yfirlæknir á Heilsugæslustöðinni Grafarvogi og formaður stjórnar Læknavaktarinnar ehf. og Þorkell Bjarnason framkvæmdastjóri og sérfræðingur hjá Röntgen í Domus Medica. Atli rakti stöðu heimilislækna á samkeppnis- markaði og fjallaði meðal annars um álit og úrskurði Samkeppnisstofnunar fyrr á þessu ári. Alit sam- keppnisráðs frá 27. janúar síðastliðinn var á þá lund að heimilislæknar störfuðu ekki á samkeppnis- markaði á sama hátt og aðrir sérfræðingar. Þetta álit kærðu heimilislæknar til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála og féll úrskurður hennar þann 6. apríl. I álitinu var meðal annars sagt að grunnlæknisþjónusta væri „ekki samkeppnismarkaður“. í úrskurðinum var álit samkeppnisráðs staðfest í meginatriðum. I honum segir meðal annars um heimilislækna og aðra sérfræðinga: „Er því ekki hœgt að líta svo á að þessir sérfrœðihópar séu keppinautar í skilningi sam- keppnisréttar. íþví sambandi er rétta að geta þess að samkvœmt umrœddum samningi um sérfrœðings- lœknishjálp er lœkni, sem starfar samkvœmt þeim samningi, óheimilt að starfa jafnframt sem almennur lieimilislœknir. “ Læknaskortur hefur áhrif á samkeppni milli lækna Annað meginefni framsögu Atla voru þrjú atriði sem hafa veruleg áhrif á lækna á samkeppnismarkaði: 1. Skortur á framboði á læknum. 2. Útboð. 3. Ekkert tryggir að læknar séu þeir sem stýri uppbyggingu verkefna á samkeppnismarkaði. Um þessi atriði spunnust nokkrar umræður að loknum framsöguerindum. Drepið var á nýleg dæmi um uppbyggingu stofnana fyrir aldraða sem sýni að þar geti ýmsir komið af málum án þess að hafa læknisfræðileg sjónarmið að leiðarljósi. Atli benti í framsögu sinn á að í sumum útboðum er erfitt að viðhafa mælingar og því væru verk misvel fallin til útboða. Einar Stefánsson sló því fram hvort hægt væri að taka upp blandað kerfi að hætti Vega- gerðarinnar í útboðum er snertu læknisþjónustu. Vegagerðin, sem er ríkisfyrirtæki, hefur þann hátt á að sjá um hluta verkefna sinna sjálf en bjóða aðra hluta út á frjálsum útboðsmarkaði og fela einka- aðilum þá. Hún sér um allt skipulag verkefna niður í smæstu atriði og ber endanlega ábyrgð gagnvart neytendum á þeim verkum sem hún býður út, eins og eigin verkum. Þola læknar ekki samkeppni? Þorkell Bjarnason hóf mál sitt á því að setja fram þá fullyrðingu að læknar þyldu ekki samkeppni og vakti sú yfirlýsing kátínu fundargesta en misgóðar undir- tektir. Hann fjallaði efnislega um reynsluna af rekstri myndgreiningarstöðvarinnar Röntgen í Domus Medica, sem rekin hefur verið í allmörg ár. Ytri aðstæður setja samkeppnisstöðu Röntgen skorður og rýra samkeppnismöguleika myndgreiningarstöðvar- innar gagnvart röntgenþjónustu sjúkrahúsanna. Hann tók sem dæmi að Verðlagsstofnun hefði, á meðan hún var og hét, sent frá sér verðlista þar sem einn taxtinn var svo lágur að hann dugði ekki einu sinni fyrir efniskostnaði. Taldi hann að sami andi svifi enn yfir vötnunum þótt Verðlagsstofnun væri ekki lengur við lýði. Endurvakning tryggingarhugtaksins Þorkell lagði áherslu á að auka þyrfti kostnaðar- vitund almennings ætluðu menn sér að reka læknisþjónustu á samkeppnismarkaði. Hann mælti eindregið með því að að tryggingarhugtakið yrði endurvakið. Hann varpaði einnig fram þeirri spurningu hvort samkeppni gæti í raun verið virk ef þriðji aðili borgaði? Það kveikti þá spumingu hvort Tryggingastofnun teldist þriðji aðili eða hvort henni væri ætlað að vera fulltrúi neytenda. Allmargir tóku þetta atriði upp í umræðum á eftir og voru ekki á eitt sáttir um hvort Tryggingastofnun gæti talist þriðji aðili eða ekki eða hvort það skipti yfir höfuð máli. Spurningin snerist fremur um hvort einkavæðing 692 Læknablaðið 2000/86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.