Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2000, Page 57

Læknablaðið - 15.10.2000, Page 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F MÁLÞINGI LÍ Þorkell Bjarnason rakti dœmi úr raunveruleikanum, meðal annars af greiðslum sem ekki duga fyrir útlögðum kostnaði. hefði í för með sér sparnað í heilbrigðisþjónustu eða ekki. I kringum eftirlit með einkaaðlinum sem veita heilbrigðisþjónustu hefur sprottið umfangsmikill eftirlitsiðnaður sem er neytendum dýr þegar upp er staðið. Bandaríkin koma illa út í samanburði við aðrar þjóöir Umræður eftir framsöguerindin snerust öðru fremur um samanburð á íslenskri og erlendri heil- brigðisþjónustu. Davíð A. Gunnarsson ráðuneytis- stjóri í Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu gaf tóninn í þeirri umræðu er hann tók nokkur dæmi af reynslu annarra þjóða af einkavæðingu heil- brigðisþjónustunnar. Davíð sagði Bandaríkin koma verst út úr öllum samanburði á heilbrigðisþjónustu, bæði hvað varðar kostnað og þjónustu og nefndi sérstaklega: 1. Mismunun eftir efnahag. 2. Gróðasjónarmið tryggingafélaga, sem hirða 15% af því fjármagni sem fer til heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum. Högni Óskarsson benti á það í umræðunum að í Bandaríkjunum þyrftu læknar í auknum mæli að sanna það fyrir tryggingafélögum að aðgerðir þær sem þeir mæltu með væru í raun og veru nauðsynlegar og kostnaðarins virði. Davíð Á. Gunnarsson fjallaði ennfremur um þá vankanta í einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar að frjáls samkeppni ætti erfitt uppdráttar þegar ekki væri hægt að uppfylla það skilyrði að bæði seljandi og kaupandi þjónustunnar hefðu forsendur til að meta gæði hennar. I heilsgæslu er ekki hægt að tryggja að kaupandi þjónustunnar sé fær um það. Fjörugar umrœður urðu á eftir framsöguerindunum. Versnandi þjónusta á Bretlandseyjum Davíð Á. Gunnarsson og , Högni Óskarsson fylgdust Einar Oddsson og Davíð A. Gunnarsson tóku báðir , ,, , , , grannl með og tóku þalt t dæmi frá Bretlandseyjum, þar sem umfangsmikil J r a umræðum. einkavæðing hefur átt sér stað. Sagði Einar að þar vissi enginn nákvæmlega hvað einkaþjónustan kostaði. Tilraun hefur verið gerð til að afhenda hverju svæði fyrir sig það fjármagn sem eyða á til heilbrigðismála. Sú tilraun þykir skila því einu að sýna fram á að þessi tegund einkavæðingar hefur hvorki skilað sér í minni tilkostnaði né bættri þjónustu. Samkvæmt viðamikilli könnun sem gerð hefur verið á heilbrigðisþjónustu í Bretlandi hefur hún versnað til muna alls staðar nema á tveimur stöðum og voru þeir alger undantekning. Þrátt fyrir ýmis varnaðarorð um einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu var það mat flestra þeirra sem tjáðu sig, að vænta mætti aukinnar einkavæðingar í heilbrigðisþjónustu á næstunni og því væri hollt að læra af reynslu annarra þjóða. -aób Læknablaoið 2000/86 693 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.