Læknablaðið - 15.10.2000, Page 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F MÁLÞINGI LÍ
Þorkell Bjarnason rakti dœmi úr raunveruleikanum,
meðal annars af greiðslum sem ekki duga fyrir
útlögðum kostnaði.
hefði í för með sér sparnað í heilbrigðisþjónustu eða
ekki. I kringum eftirlit með einkaaðlinum sem veita
heilbrigðisþjónustu hefur sprottið umfangsmikill
eftirlitsiðnaður sem er neytendum dýr þegar upp er
staðið.
Bandaríkin koma illa út í
samanburði við aðrar þjóöir
Umræður eftir framsöguerindin snerust öðru fremur
um samanburð á íslenskri og erlendri heil-
brigðisþjónustu. Davíð A. Gunnarsson ráðuneytis-
stjóri í Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu gaf
tóninn í þeirri umræðu er hann tók nokkur dæmi af
reynslu annarra þjóða af einkavæðingu heil-
brigðisþjónustunnar. Davíð sagði Bandaríkin koma
verst út úr öllum samanburði á heilbrigðisþjónustu,
bæði hvað varðar kostnað og þjónustu og nefndi
sérstaklega:
1. Mismunun eftir efnahag.
2. Gróðasjónarmið tryggingafélaga, sem hirða 15%
af því fjármagni sem fer til heilbrigðiskerfisins í
Bandaríkjunum.
Högni Óskarsson benti á það í umræðunum að í
Bandaríkjunum þyrftu læknar í auknum mæli að
sanna það fyrir tryggingafélögum að aðgerðir þær
sem þeir mæltu með væru í raun og veru
nauðsynlegar og kostnaðarins virði.
Davíð Á. Gunnarsson fjallaði ennfremur um þá
vankanta í einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar að
frjáls samkeppni ætti erfitt uppdráttar þegar ekki
væri hægt að uppfylla það skilyrði að bæði seljandi og
kaupandi þjónustunnar hefðu forsendur til að meta
gæði hennar. I heilsgæslu er ekki hægt að tryggja að
kaupandi þjónustunnar sé fær um það.
Fjörugar umrœður urðu á eftir framsöguerindunum.
Versnandi þjónusta á Bretlandseyjum Davíð Á. Gunnarsson og
, Högni Óskarsson fylgdust
Einar Oddsson og Davíð A. Gunnarsson tóku báðir , ,, , , ,
grannl með og tóku þalt t
dæmi frá Bretlandseyjum, þar sem umfangsmikil
J r a umræðum.
einkavæðing hefur átt sér stað. Sagði Einar að þar
vissi enginn nákvæmlega hvað einkaþjónustan
kostaði. Tilraun hefur verið gerð til að afhenda
hverju svæði fyrir sig það fjármagn sem eyða á til
heilbrigðismála. Sú tilraun þykir skila því einu að
sýna fram á að þessi tegund einkavæðingar hefur
hvorki skilað sér í minni tilkostnaði né bættri
þjónustu. Samkvæmt viðamikilli könnun sem gerð
hefur verið á heilbrigðisþjónustu í Bretlandi hefur
hún versnað til muna alls staðar nema á tveimur
stöðum og voru þeir alger undantekning.
Þrátt fyrir ýmis varnaðarorð um einkavæðingu í
heilbrigðisþjónustu var það mat flestra þeirra sem
tjáðu sig, að vænta mætti aukinnar einkavæðingar í
heilbrigðisþjónustu á næstunni og því væri hollt að
læra af reynslu annarra þjóða.
-aób
Læknablaoið 2000/86 693
L