Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2000, Page 62

Læknablaðið - 15.10.2000, Page 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GAGNAGRUNNURINN r fólk að fá upplýsingum um sig eytt úr hinum miðlæga gagnagrunni á heilbrigðissviði. Umþóttunartími fyrir rekstrarleyfishafann, sem rætt er um í tillögum formanns frá 25. maí og er ætlaður til að hann geti flutt allt sem þegar er til í grunninn, nær því engri átt. Pó að fyrirtækið hafi viðurkennt að dulkóðunin sé blekking, mun það halda uppi málþófi til að verða ekki við óskum þeirra, sem eru búnir að missa sjálfstæði sitt inn í grunninn og halda þeim þar nauðugum áfram. Og ekki verður greiðara um vik þegar komið hefur verið á rafrænunr sjúkraskrám. Forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss hefur nýlega upplýst að unnið sé að skilgreiningu og uppsetningu á rafrænni sjúkra- skrá í samstarfi við íslenska erfðagreiningu. Þetta er auðvitað gert til að allar upplýsingar frá spítalanum fari jafnóðum með beinni línu til ÍE. „Petta er umfangsmikið verkefni sem hefur víðtæk áhrif á starfsemi spítalans og vinnu starfsfólks", segir forstjóri spítalans, en getur ekki um hvaða áhrif það hafi á sjúklingana. Varla leiðir það til sparnaðar, því að ekki minnkar vinna starfsfólksins, þó að samskipti þess við sjúklingana verði ekki meiri en verið hefur. Lokaorð Af framansögðu má vera ljóst að samningar við IE eru haldlitlir að óbreyttum lögum. Gagnagrunns- lögunum verður að breyta, þannig að leitað verði eftir skriflegu upplýstu samþykki allra fyrir því að gögn um þá fari í grunninn áður en hafist er handa um flutning gagna. Leita verður skriflegs samþykkis nánustu ættingja þeirra sem eru látnir. Ekki má flytja nein gögn í grunninn fyrr en slík samþykki eru fengin. Samþykkið verður að vera upplýst að því leyti að þátttakendum verði gert ljóst til hvers gögnin geti hugsanlega verið notuð og hvaða afleiðingar slík notkun geti haft fyrir þá. Ennfremur verður að afnema ákvæði um einkarétl fyrirtækis til að koma upp og reka mið- lægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Slíkur einka- réttur hindrar frjálsa samkeppni í rannsóknum og heftir framfarir. Kannske hefur okkur bæst liðsmaður. í viðtali við Morgunblaðið (29.8.2000) sagði heilbrigðismálaráðherra að ekki megi „stíga nein skref til að þrengja óeðlilega að vísinda- samfélaginu eða takmarka vísindarannsóknir almennt“. Þetta þýðir á mannamáli að afnema verður lögin um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. ZOMIG' Zeneca Töflur: N 02 CC 03. Hver tafla inniheldur: Zolmitriptanum INN 2,5 mg eða 5 mg. Eiginleikur: Zolmitriptan er sérhæft örvandi efni fyrir 5-HT1D viðtaka í æðum. Áhrif fást innan 1 klst. frá lyfjagjöf og endurspeglast í linun á höfuðverk og öðrum mígrenieinkennum eins og ógleði, ljósfælni og hljóðfælni. Zolmitriptan frásogast hratt og vel (a.m.k. 64%) eftir inntöku og hefur matur ekki áhrif á frásog. Ábendingur: Bráð meðferð á mígreni með eða án fyrirboða (auru). Frúbendingur: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Háþrýstingur og vægur ómeðhöndlaður háþrýstingur. Kransæðastífla. Blóðþurrðar hjartasjúkdómar eða einkenni um slíkt. Kransæðaherpingur (Prinzmetals angina). Útlægir æðakrampasjúkdómar. Ekki má nota samtímis lyf sem innihalda ergotamín eða afleiður þess, súmatriptan, naratriptan eða aðra 5-HT1D viðtaka örva. Sjúkdómar sem tengjast blóðæðum eða blóðnæringu heila eða saga um skammvinna heilablóðþurrð (TIA). Kreatínín klerans < 15 ml/mín. Varúö: Lyfið á einungis að nota þegar greining á mígreni hefur verið staðfest og aðrir hugsanlegir alvarlegir taugasjúkdómar útilokaðir. Zomig á ekki að nota við helftarlömunar-, heilastofns- eða sjónlömunarmígreni. Lyfið skal ekki gefa sjúklingum með Wolff-Parkinson-White heilkenni eða hjartsláttartruflanir sem orsakast af annars konar aukaleiðslubrautum í hjarta. Meðganga: Lyfið skal eingöngu nota á meðgöngu ef kostir þess réttlæta hugsanlega áhættu af notkun þess fyrir fóstrið. Dýratilraunir benda ekki til að lyfið valdi vansköpun. Brjóstagjöf: Ekki er vitað um útskilnað lyfsins í móðurmjólk, og skal því gæta varúðar þegar lyfið er gefið konum með börn á brjósti. Til að draga úr áhrifum á barnið skal forðast að gefa barni brjóst innan 24 klst. eftir inntöku á Zomig. Aukaverkanir: Aukaverkanir eru venjulega vægar, tímabundnar, ekki alvarlegar og hætta sjálfkrafa án sérstakrar meðferðar. Algengar (>1%): Almennar: Þróttleysi, þyngslatilfinning í útlimum. Herpingstilfinning í hálsi, koki. útlimum og brjósti. Miðtaugakerfi: Sundl, svefnhöfgi, hitatilfinning, truflun á húðskyni. Meltingarfœri: Ógleði, munnþurrkur. Stoðkerfi: Vöðvaslappleiki, vöðvaþrautir. Sjaldgæfar (<1%): Almennar: Þyngslatilfinning í brjósti og hálsi. Þrýstingstilfinning í koki, kjálka, hálsi og brjósti. Hjarta- og œðakerfi: Hraðtaktur, hjartsláttarónot, væg blóðþrýstingshækkun. Sum einkennin geta verið hluti af mígrenikastinu. Milliverkanir: Ekki skal taka Zomig innan 24 klst. frá því að lyf sem inniheldur ergotamín er tekið vegna aukinnar hættu á herpingi í kransæðum. Einnig skal ekki taka lyf sem inniheldur ergotamín innan 6 klst. frá því að Zomig er tekið. Sjúklingar sem taka móklóbemíð sem er sérhæfður mónóamínoxídasa-A hemill, skulu ekki taka meira en 5 mg af Zomig á sólarhring. Ef móklóbemíð er tekið í hærri skömmtum en 150 mg tvisvar á dag, skal ekki gefa þessi tvö lyf samtímis. Samtímis meðhöndlun með címetidíni tvöfaldar helmingunartíma Zomig og því skal hámarksdagskammtur Zomig ekki vera meiri en 5 mg. Skanimtastærðir handa fullorönuin: Ráðlagður dagsskammtur er 2,5 mg. Lyfið skal taka við fyrstu einkenni mígrenihöfuðverkjar, en getur verkað þótt það sé tekið síðar. Ef ekki fæst fullnægjandi árangur eða einkenni koma aftur innan 24 klst. má taka annan skammt, en þó ekki innan 2 klst. frá upphafsskammti. Ef upphafsskammtur hefur engin áhrif á mígrenikastið er ólíklegt að annar skammtur hafi áhrif á sama kast. Endurtekin köst má meðhöndla með 5 mg skömmtum hafi 2,5 mg ekki gefið fullnægjandi árangur. Heildardagsskammtur skal ekki vera meiri en 10 mg og lyfið skal ekki tekið oftar en tvisvar á sólarhring. Aldraðir (yfir 65 ára): Ekki hafa verið færðar sönnur á öryggi og verkun Zomig hjá öldruðum og því er ekki mælt með notkun þess. Sjúklingar með vanstarfsemi lifrar: Mælt er með að sjúklingar með alvarlega vanstarfsemi taki ekki meira en 5 mg af Zomig á sólarhring. Skannntastæröir handa börnum og iinglinguni: Ekki hafa verið færðar sönnur á öryggi og verkun Zomig hjá börnum og unglingum, og því ekki mælt með notkun þess. Pakkningar og verð (Aprfl 2000): Töflur 2,5 nig (þynnupakkaö): 3 stk. 2.849,-; 6 stk. 5.061,-; 18 stk. 12.770,-. Töflur 5,0 mg (þynnupakkaö): 6 stk. 5.544,-; 18 stk. 14.425,-. Greiöslufyrirkomulag: E nema 18 stk.: 0 Afgreiöslutilhögun: Lyfseðilsskylt lyf. Sjú ítarlegri upplýsingar um lyflö í Sérlyfjaskrú. Umboö ú íslandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2,210 Garðabær. Upplýsingar veitir AstraZeneca, sími: 535-7151, fax: 565-7366. 696 Læknablaðið 2000/86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.