Læknablaðið - 15.10.2000, Page 73
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAMEINING SJÚKRAHÚSA
|
Anna Stefánsdóttir.
Þekkingarauður starfsfólksins
þarf að nýtast
LÆKNABLAÐIÐ HELDUR áfram umfjöllun
sinni um sameiningu stóru sjúkrahúsanna í
Reykjavík. Ljóst er að samstarf framkvæmda-
stjóra hinna nýskilgreindu sviða sjúkrahússins
munu skarast að verulegu leyti og á það ekki síst
við um lækninga- og hjúkrunarsviðið. Anna Stef-
ánsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri
hjúkrunarsviðs sameinaðs Landspítala - háskóla-
sjúkrahúss og Læknablaðið kom að máli við hana
fyrir skemmstu. í tveimur síðustu tölublöðum
Læknablaðsins hefur verið rætt við Gísla Einars-
son framkvæmdastjóra kennslu og fræða og Jó-
hannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóra lækn-
ingasviðs. Fyrst var Anna spurð um álit sitt á sam-
einingu sjúkrahúsanna.
„Sameiningin leggst vel í mig. Eg hef Iengi ver-
ið fylgjandi því að sameina meira í heilbrigðiskerf-
inu en gert hefur verið. Tvískiptingin rnilli stóru
sjúkrahúsanna hefur að mínu mati aukið kostnað í
heilbrigðiskerfinu og orðið til að dreifa þeim
starfskröftum sem við höfum. Með því að sameina
fáum við betri nýtingu á þeim mannafla sem við
höfum og ekki mun af veita.
Hvað varðar hjúkrunina sérstaklega, þá hefur
þróunin orðið sú að hjúkrunarfræðingar sérhæfa
sig í æ ríkari mæli. Sérfræðiþekking í hjúkrun er að
vissu leyti nýtt fyrirbæri sem á framtíð fyrir sér.”
Sjúklingurinn sé á réttum stað í kerfinu
„Mér finnst áhugavert að fá tækifæri til að efla
samvinnu við aðrar stofnanir svo sem sjúkrahús
úti á landi og heilsugæsluna um land allt. Á það
reynir í hjúkruninni, því aukið samstarf gefur
meiri möguleika á að þjóna sjúklingnum á réttum
stað í kerfinu hverju sinni.
Vissulega eru einnig gallar á því að sameina.
Stofnunin er stór og dreifð á fleiri en einn stað.
Það væri strax auðveldara ef hún væri á einni lóð,
þótt húsin væru mörg. Vegalengdir á milli húsanna
eru nokkuð langar.”
Fjöldi kílómetra að aka á hverjum degi?
„Já, það má hæglega aka hundrað kílómetra
hér á milli á einum vinnudegi við venjuleg störf.”
Tryggja þarf réttar boðleiðir
Nú þurfið þið að skoða marga og ólíka hagsmuni í
sameiningarferlinu. Er það ekki vandkvœðum bund-
ið?
„Jú, en jafnframt verðugt verkefni. Eitt það mik-
ilvægasta í sameiningarferlinu er gott upplýsinga-
flæði og að tryggja réttar boðleiðir. Það er auðvitað
alltaf hætta á því hjá stóru fyrirtæki að einhver fái
ekki réttar upplýsingar á réttum tíma, upplýsingar
verði ekki nógu góðar og hagsmunir skarist.
Hvað sjúklingana varðar þá eru hagmunir hans
Læknablaðið 2000/86 705