Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2000, Qupperneq 77

Læknablaðið - 15.10.2000, Qupperneq 77
S M A S J A I N Mikilvæg teymisvinna Samráð og samvinna virðast gegna lyk- ilhlutverki í ýmsu af því sem þú nefnir. Hvernig sérðu því bestfyrir komið? „I fyrra starfi mínu sem hjúkrunar- forstjóri á Landspítalanum, sem ég gegndi í fimm ár, leitaði ég mjög oft til deildarstjóra hinna ýmsu deilda og það á ég einnig eftir að gera í þessu starfi. Þeir vinna í nánum tengslum við hinn almenna starfsmann. Sviðsstjórarnir eru einnig mjög mikilvægir samráðsað- ilar. Teymisvinna er Iíka mjög mikilvæg í allri heilbrigðisþjónustu og við höfum verið að vinna að því að gera hana formlegri. Við byrjuðum á því að koma á laggirnar sýkingarvarnateymi og síð- ar öldrunarteymi. í því voru læknar, hjúkrunarfræðingar og félagsráðgjafar. Það fjallaði um málefni aldraðra ein- staklinga sem komu til meðferðar á sjúkrahúsinu en vitað var að vand- kvæði væru með eftir að meðferð lyki. Þetta samstarf gafst ákaflega vel og í svona teymisvinnu verður styrkur hverrar fagstéttar fyrir sig mjög sýni- legur. Fleiri teymi hafa verið sett á lagg- irnar, meðal annars líknarteymi. Þetta er aðferð sem ég held við munum nota mjög mikið í framtíðinni.” Hugmyndir fái að þroskast „Hjá þessari stofnun vinnur mjög mikið af hugmyndaríku fólki. Hugmyndir þess þurfa að fá að þroskast þar sem þær verða til og síðan er það okkar að sjá til þess að það sem vel tekst nýtist fleirum. Hlutverk sviðsstjóra og deildarstjóra í að tryggja það er mjög mikilvægt. Við höfum líka haft ákveðna starfsmenn í þróunarverk- efnum meðal fólksins sem vinnur á sjúkrahúsinu og það fólk miðlar hug- myndum áfram til yfirstjórnarinnar. Höfuðmáli skiptir að efla starfsfólkið því við búum yfir geysilegum þekking- arauði og mannauði. Það er hlutverk okk- ar sem hefur verið falið að stýra þessu fyr- irtæki að styrkja starfsfólkið í hlutverki sínu. Þá held ég að við verðum með virki- lega góða heilbrigðisstofnun í höndunum og skjólstæðingar okkar muni finna það.” -aób Framtíðin björt í hjartaflutningum Þótt Christiaan Barnard í Suður- Afríku hafi orðið fyrstur til að flytja hjarta á milli manna er Norman E. Shumway stundum nefndur faðir hjartaflutning- anna. Þekking sú sem fyrir hendi var er Barnard framkvæmdi fyrstu hjarta- flutningana árið 1967 byggðist að verulegu leyti á rannsóknum Shumways við Stan- fordháskóla og aðeins mánuði eftir að hjartaflutningur Barnards hafði komist í heimspressuna framkvæmdi hann svipaða aðgerð. Shumway er nú 76 ára að aldri og spilar golf af miklum móð en gaf sér þó tíma til að hitta blaðamann Tímarits norsku læknasamtakanna nýverið. Meðal þess sem Shumway var spurður um var hvort hann teldi að önnur tækni myndi leysa hjartaflutninga af hólmi. Hann taldi það ósennilegt og þörfin fyrir slíka tækni yrði áfram til staðar. Með stórbættri tækni og vinnubrögðum taldi hann að vandamál varðandi hjartaflutninga yrðu sífellt minni en vandamálið væri eftir sem áður of fáir hjartagjafar. Hann er vantrúaður á að vélar muni leysa skurðlækna af hólmi í svo vandasömum aðgerðum. Skoðun og mat skurðlæknis á því sem hann sér með eigin augum sem ræður að hans mati alltaf úrslitum um vel heppnaða hjartaflutninga. Heimild Tidsskrift for Den norske lægeforening 20/200. Ungir ökumenn og slys ■ í tímariti bandari'sku læknasamtak- anna, JAMA, hefur að undanförnu verið deilt um þátt ungra ökumanna í alvarlegum umferðarslysum. Kveikjan að umræðunni eru tillögur lækna um að setja hömlur á akstur ungmenna undir 18 ára, þannig að þeim sé bannað að aka einir í bíl eða með jafnöldrum eingöngu. Sömuleiðis að þeim sé bannað að aka frá miðnætti til kl. fimm á morgnana. Öku- mennirnir sem um ræðir eru á aldrinum 16-18 ára (auk 15 ára ökunema) og ekki er deilt um hlut þeirra í alvarlegum slysum, heldur mögulegar orsakir og heppileg úrræði. Annars vegar hefur verið bent á að ungir ökumenn séu að öðru jöfnu á eldri og lélegri bílum en hinir eldri, hins vegar að rannsóknir sýni að orsakir slysanna liggi í reynsluleysi og glannaskap sumra ungu ökumannanna. í Kaliforníu hafa verið gerðar tilraunir til að takmarka akstur ungra ökumanna með fyrrgreindum hætti og sumir vilja draga þá ályktun af reynslu þeirra að þessi úrræði dugi skammt og slysatíðni hafi jafnvel aukist. Aðrir benda á að of stutt sé síðan takmarkanirnar voru settar á til að draga megi ályktanir af þeim og eins að fjöldi ungra ökumanna hafi flýtt sér að fá ökuleyfi áður en lögin tóku gildi. Fjölgun á slysum eftir setningu laganna sé því í beinu hlutfalli við fjölgun í hópi yngstu ökumannanna. Rannsóknir í Bandaríkjunum, Kanada og á Nýja Sjálandi benda raunar flestar til þess að tilraunir sem þar hafa verið gerðar til að veita ökuréttindi með takmörkunum og í áföngum hafi heppnast vel. Læknablaðið 2000/86 709
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.