Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2000, Page 78

Læknablaðið - 15.10.2000, Page 78
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NORRÆNA LÆKNARÁÐIÐ T Fundur stjórnar Norræna læknaráðsins Jón Snædal Næsti fundur stjórnar Norræna læknaráðsins verður í Stokkhólmi 27. febrúar 2001. Höfundur er varaformaður Læknafélags íslands. Norræna læknaráðið er vettvangur lækna- félaganna á Norðurlöndum til skoðanaskipta og til sameiginlegra verkefna. Almennir læknaráðsfundir eru haldnir annað hvert ár og eru opnir öllum félögum í læknafélögum landanna fimm, hinn síðasti þeirra var haldinn í Visby á Gotlandi í júní síðastliðnum. Stjórn Norræna læknaráðsins skipa tveir fulltrúar frá hverju læknafélagi, oftast nær formaður og framkvæmdastjóri hvers félags. Af hálfu LÍ eru það núna varaformaður og framkvæmdastjóri. Stjórnin hittist tvisvar á ári. Undirritaður sótti fund stjórnar Norræna læknaráðsins í Osló hinn 12. september síðast- liðinn. Þar voru þessi mál einkurn til umræðu: 1. Yfirlýsing félaganna um endurmenntun var endanlega samþykkt með því að ensk þýðing var nú tilbúin. Ákveðið var að útbúa lítið hefti með merkjum félaganna til dreifingar og ennfremur að kynna yfirlýsinguna í CP (Comité-Permanent). Umræður snerust annars vegar um hvernig kerfi endurmenntunar verði kornið á svo það nýtist sem flestum og hins vegar hvernig fara skuli með lækna sem ekki standa sig. Það er tilhneiging meðal stjórnmálamanna að líta svo á að símenntun eigi að vera skylda og með því að nota kröfu um tímabundna sérfræðiviðurkenningu megi flokka frá lélega lækna. Fundurinn var sammála því að nota símenntun ekki í þessum tilgangi og að krafa um tímabundna viðurkenningu sé slæm lausn sem beri að standa gegn. Bent var á að slfk krafa hafi ekki komð fram varðandi aðrar háskólastéttir. Samþykkt var að norska læknafélagið taki að sér tvö verkefni: A. Koma með tillögur um sam- eiginleg verkefni félaganna á sviði símenntunar. B. Koma með leiðbeiningar um aðstoð/aðgerðir varðandi lækna sem ekki standa sig. 2. Sænska læknafélagið kynnti einfalt form sem ætlað er læknafélögum hvers lands að fylla í upplýsingar um lögfræðiþjónustu til handa læknum frá öðru Norðurlandi er tímabundið starfa í viðkomandi landi. Þessar upplýsingar eiga síðan að verða aðgengilegar félögunum. 3. Alþjóðafélag lækna (WMA). Sagt frá starfi nefndar sem endurskoðar Helsinkiyfirlýsinguna. Samþykkt endanlega að notast við sameiginlegt framboð læknafélaga Norðurlandanna til stjórnar WMA (Council), en það þýðir að ísland og Noregur bjóða fram sinn fulltrúann hvort og félögin öll kjósa þá. Sænski fulltrúinn hættir þar með (Anders Milton), en hann hefur verið í stjórninni í sex ár. Norski fulltrúinn heldur áfram (Harry Martin Svabö). Framkvæmdastjóri sænska læknafélagsins hafði tekið saman upplýsingar um kosningafyrirkomulagið og viðraði hugmyndir um kosningu þriggja fulltrúa frá Norðurlöndunum, en sá möguleiki þótti fjarlægur og ákveðið var að reyna ekki á hann. Pað kemur síðan í ljós í nóvember hvort kemur til kosninga eða hvort framboðin verða jafnmörg lausum sætum. 4. Comité-Permanent. Félagið hefur haft ótrygga tilveru, en undir stjórn Finnlands og með norskan ritara virðist það vera að tryggja sig í sessi. Eitt vandamálanna er að fáir þekkja félagið og hvað það stendur fyrir, en ætlunin er að það sé vettvangur evrópskra læknafélaga til samræðna um sameiginleg mál og jafnframt vettvangur til samræðna við hina pólitísku Evrópu. Utan fundarins kom fram að fulltrúi íslands, Katrín Fjeldsted, hefur sagt frá andstöðu LÍ við lögleiðingu á boxi og reifað hugmyndir um að CP láti það til sín taka. Ekkert gerist þó nema skriflegt erindi berist. 5. Hinn íslenski miðlægi gagnagrunnur. Fyrir fundinum lá samantekt undirritaðs um hvað gerst hefur síðustu mánuði. Eins og áður kom fram stuðningur NLS við LÍ. Fram kom sú skoðun að mjög mikilvægt verði að komast að samkomulagi, en einnig komu fram raddir um að ekki ætti að gefa eftir hvaða varðar grundvallaratriði. Áhugi læknaráðsins er mikill enda verður um alþjóðlega skírskotun að ræða í þessu máli okkar. 6. Netvæðing og upplýsingastefna. Læknafélögin hafa nýtt sér netið töluvert. Danska og finnska félagið hafa sent félögum sínum erindi í netpósti og spara töluverðan pappír og sendingarkostnað. Danska félagið hefur heimasíðu sem hundruð lækna sækja í hverri viku og notar hana einnig sem veitu til fjölmiðla. Þeir nota töluverðan starfskraft í þetta og um það bil tvær milljónir danskra króna árlega. Sænska félagið hefur stofnað fyrirtæki með bæði eigin fjármagni og áhættufjármagni sem á að nota fyrir félagana í ýmsum tilgangi (auglýsingar, samband við tryggingafélög, jafnvel þjónusta við sendingu lyfseðla í apótek). Eftir nokkur ár er stefnt að skráningu á hlutabréfamarkað og þá fá áhættufjárfestar (og félagið) stofnféð ríkulega til baka, ef væntingar ganga eftir. Það er því umhugsunarefni fyrir LÍ hvemig auka mætti nýtingu heimasíðu félagsins og hvert beri að stefna. 710 Læknablaðið 2000/86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.