Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2000, Side 81

Læknablaðið - 15.10.2000, Side 81
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐASAFN LÆKNA 126 Randomize Jóhann Heiðar Jóhannsson Netfang: johannhj@landspitali.is Dægradvöl I. Um hvað er rætt og hver er höfundurinn? „Þessa þekkingu höfum vér að miklu leyti, en það er hægara sagt en gert að fara eftir þeim boðorðum. Því að ef vér ættum ávallt að gæta ítrustu varfærni í þessum efnum, ættum vér fyrst og fremst að forðast þá uppsprett- una, sem er hættulegust allra, en það er annað fólk. Því að það má með sanni segja, að það eru um fram allt mennirnir sjálfir, sem eru hættu- legir hverir öðrum í þessu sambandi og sú hætta eykst að sama skapi sem vér um- göngumst fleiri og höfum nánari mök við þá.“ í safni fyrirspurna liggur enska sagnorðið to randomize. Þessi fyrirspurn barst í tölvupósti, en orðið hafði ekki fundist í íðorðasafni lækna. Þar eru þó lýsingarorðið random, handahófs-, slembi-, og samsettu heitin random mating, slembimökun, og random sample, handahófsúrtak, slembiúrtak. í Orðaskrá úr uppeldis- og sálarfræði frá 1986 er random þýtt sem tilviljun og í samsettum heitum er notaður orðhlutinn handahófs-. Orðasafn úr tölfræði frá 1990 notar slembi-, handahófs- eða nafnorðið hending. í Tölvuorðasafninu má finna random nuinber, slembitala. Merking sagnorðs og lýsingarorðs er því ljós, vísað er í það að tilviljun eða handahóf ráði. Spurning getur hins vegar vaknað um það hvort hægt sé að sætta sig við orðhlutann slembi-. íslensk orðsifjabók birtir nafnorðið slemba, sem talið er frá því um 1800, stutt regnskúr, grásleppa, og sagnorðið slemba, að demba, sletta. Bent er á svipuð orð í skyldum málnm Forliðirnir slempi- og slembi- eru sagðir tilheyra nýíslensku og notaðir í samsettum orðum eins og slempilukka og slembilán þar sem vísað er í heppilega tilviljun. Undirritaður hefur það á tilfinningunni að orðhlutinn slembi- hafi unnið sér vissa hefð meðal vísindalega sinnaðra lækna. Sagnirnar að slembiraða og að slembiflokka virðast notaðar í fræðilegum greinargerðum þegar röðun eða flokkun skal ráðast af tilviljun. Þeir hugrökkustu eru hættir að nota samsettu orðin og nota nú sögnina að slemba í merkingunni að skipta í hópa með aðferð þar sem tilviljun ræður því hvar hver einstakur lendir. Fyrirspyrjandinn fékk að auki það svar að sögnin að slembiskipta væri einnig góður kostur. Á adalfundi A aðalfundi Læknafélags íslands var rætt um upplýst samþykki. Sögnin að upplýsa er afar þekkileg, viðkunnanleg eða geðfelld. í Orðabók Máls og menningar eru gefnar merkingarnar: 1. lýsa, veita Ijósi um; 2. frœða, kenna. Upplýstur maður er vel menntaður eða vel að sér og að upplýsa mál er að leiða sannleikann um það í Ijós. Þetta má rifja upp þegar deilt er um duldar merkingar og þegar samkomulag næst ekki um nákvæmar skilgreiningar. Tryggvi Stefánsson, skurðlæknir, leitar enn að þekkilegu íslensku heiti á pouch (sjá 123. pistil, Lbl. 2000; 86: 465). Fram hafa komið kvos, poki, geymir, posi og nú bætir hann við hít. Samkvæmt orðabókum getur nafnorðið hít merkt stór skinnbelgur, magi, stórt ílát, átvagl og var forðum einnig tröllkonuheiti, Hít. Undirritaður setti fram þá skoðun í umræddum pistli, sem svar við fyrirspurn Tryggva, að við ættum að sætta okkur við þýðingu íðorðasafnsins, pouch = poki. Nauðsynlegt er að taka íslenskt heiti í notkun og hætta að sletta því erlenda. Vel kemur til greina að hafa tvö heiti á takteinum, poki og hít, og nota þau til skiptis til að fá tilfinningu fyrir því hvort þeirra verður þekkilegra. Sigurður Björnsson, krabbameinslæknir, hafði gluggað í 122. og 123. pistil þar sem rætt var um uscending infection. Hann kom með nýja tillögu, klifursýking. Finnst þér nógu mikil reisn yfir því Auðbergur? Þórður Harðarson, prófessor, fitjaði upp á umræðu um metaanalysis sem rædd hafði verið í 124. pistli (Lbl. 2000; 86:553). Þar höfðu komið fram tvær tillögur að íslenskum heilum stórrannsókn og safngreining. Síðara heitinu fylgdi sú greinargerð að um væri að ræða tölfrœðilega greiningu á safni margra rannsókna á sama fyrirbœri. í samtali okkar Þórðar var kastað fram nokkrum hugmyndum til viðbótar: samgreining, samúrvinnsla, yfírgrcining, samsláttarrannsókn og samantcktargrcining. Rök- stuðningur skiptir ekki máli í bili, en gaman væri að fá viðbrögð frá þeim læknum sem skoðanir hafa á málinu. Krabbamein Undirritaður hefur engin viðbrögð fengið vegna krabbameinsheitanna sem Hrafn Tulinius, yfirlæknir, sendi í 118. pistil (Lbl. 2000; 86: 64), huldukrabba- mein fyrir occult carcinoma og leynikrabbamein fyrir latent carcinoma. Sennilega eru þessi íslensku heiti ekki nógu góð. Að minnsta kosti eru þau ekki nógu gagnsæ eða lýsandi. Bæði eru vissulega þekkileg, en hvorki af hvoru heiti fyrir sig, né með samanburði á þeim, er hægt að vera viss um til hvaða skilgreindu, fræðilegu fyrirbæra þau vísa. Erlendu heitin er heldur skárri, þar sem segja má að af enska heitinu, latent carcinoma, fáist tilvísun í krabbamein sem bíður og blundar aðgerðarlaust. Galgopinn gæti nefnt það blundkrabbamein. Lýsingarorðið latent kemur fyrir á ýmsum stöðum í íðorðasafni lækna, auk þess að vera sérstök fletta, og fær mismunandi þýðingar í samsetningum. Af þeim má búa fleiri heiti, aðgerðarleysiskrabbamein, biðkrabbamein og óvirkt krabbamein. Samsetninguna latent carcinoma er hins vegar ekki þar að finna. Ef okkur tekst nú að finna góða þýðingu á latent í samsetningum getur það komið að gagni til notkunar með öðrum sjúkdómsheitum, svo sem latent schizophrenia. Læknablaðið 2000/86 711
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.