Læknablaðið - 15.10.2000, Side 83
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ
Bjarni
Jónasson
skrifar
Sendið efni í anda
læknaskops í
Broshornið,
Læknablaðinu,
Hlíðasmára 8,
200 Kópavogi
eða í bréfasíma
564 4106
eða á netfang:
bjarni.jonasson@
gb.hgst.is
Getið þess hver
sendir, en það sem
birtist verður undir
dulnefni.
Læknablaðið áskilur
sér rétt til að lagfæra
texta.
Höfundur er heilsugæsiulæknir
í Garðabæ og stjórnarmaður í
Nordisk Selskap for Medisinsk
Humor.
Með niðurgang úr óbyggðum
Ferðasaga
Ánægður hópur útivistarfólks er á leið í bæinn í rútu
eftir velheppnaða fjögurra daga gönguferð um
suðurhálendi íslands. Reyndar voru ekki allir hressir
í ferðinni því fararstjórinn varð veikur á þriðja degi
með niðurgangi, innantökum og miklum slappleika.
Veikindi mannsins höfðu ekki farið leynt og hann
varð var við samúð í hópnum, þegar hann neyddist til
að segja skilið við ferðafélagana af heilsufars-
ástæðum næstsíðasta daginn. Hann var síðan sóttur á
jeppa í óbyggðirnar, en sameinaðist hópnum á ný til
þess eins að verða samferða í rútunni til Reykjavíkur.
Pá er hann síst betri til heilsunnar. Á Fjallabaksleið
nyrðri, nánar í Kýlingum, biður fararstjórinn
bílstjórann um að stoppa til að hann geti gengið örna
sinna. Hann veifar klósettpappírsrúllunni til sam-
ferðafólksins og kallar aftur í rútuna: „Nú ætla ég að
skreppa á klósettið“. Þegar fararstjórinn gengur
niður tröppurnar á rútunni heyrist í lækni sem situr
framarlega: „Hvernig kemstu svo í bæinn?“
í upphafi....
Alskeggjaður karlmaður á efri árum, íklæddur kufli
og í sandölum kemur til læknisins.
„Enginn vill hlusta á mig lengur, læknir og allir eru
að gefast upp á mér, af því ég tel mig vera Guð.“ „Það
hljómar ekki vel. Hvernig byrjaði þetta eiginlega,“
spurði læknirinn? „Látum okkur nú sjá,“ sagði sá
skeggjaði, „í upphafi skapaði ég himin og jörð.“
Flottur gaur
Einn af glæsilegri læknum bæjarins bauð konu sinni
út að borða. Myndarleg, ljóshærð kona gengur í
veitingasalinn og sest við næsta borð. Hún veifar
kumpánalega til læknisins, sem kinkar kolli á móti.
Eiginkonan tekur eftir þessum samskiptum og
gefur manni sínum illt auga.
„Svona, svona, elskan mín, þetta er bara kona sem
ég hef hitt í vinnunni," segir eiginmaðurinn. „Já,
einmitt það. Þinni eða hennar?“
Hóstað lengi
Maður með flensu kom til læknis, sem hafði það
orðspor að vera sérlega viðutan.
„Komdu úr að ofan og hóstaðu þegar ég banka á
þér bakið,“ sagði læknirinn. Svona gekk það í hálfa
klukkustund, þegar lækninum fannst nóg komið,
hætti að banka manninn og bað hann um að klæða
sig.
„Heyrðu annars," sagði læknirinn, „hvað ertu
eiginlega búinn að vera með þennan hósta lengi?“
Breyttur lífsstíll
Miðaldra maður kom til læknis og vildi fá almenna
læknisskoðun. Eftir að hafa hlustað á manninn og
skoðað hann, segir læknirinn alvarlegur í bragði: „Þú
verður að gjörbreyta líferni þínu. Þú átt að hætta að
borða feitmeti, hætta að reykja og hætta að drekka
áfengi. Ég segi þér í fúlustu alvöru, að þú hefur sex
vikur til að breyta þessu.“ „Allt í lagi,“ sagði
maðurinn. Síðan liðu fimm vikur og þá skipti hann
um lækni.
Með opinn munninn
Þreytuleg kona kom til heimilislæknisins og bar sig
illa.
„Eg kem út af manninum mínum,“ sagði konan.
„Hvert er vandamálið," spurði læknirinn. „Hann
heldur að hann sé ísskápur.“ „Hvað ertu að segja. Það
hljómar eins og raunverulegt vandamál," sagði
læknirinn. „Þetta hlýtur að vera erfitt fyrir þig.“ „Þú
getur rétt ímyndað þér að það er hreint út sagt
hræðilegt," sagði konan. „Hann sefur til dæmis alltaf
með opinn munninn og ég get lítið sofið fýrir birtunni
úr honum.“
Veikt hjarta
Eldri borgari með hjartasjúkdóm á allháu stigi kom
til læknis, sem var þekktur fyrir að vera ekki meðal
þeirra ljúfustu í mannlegum samskiptum.
Sjúklingurinn hafði hins vegar gengið til læknisins í
nokkur ár og kunni því ekki við að leita annað.
Sjúklingurinn var fremur uppburðarlítill og það
var ekki fyrr en að skoðun lokinni, sem hann segir
lækninum frá því hvers vegna hann sé í rauninni
mættur á stofuna. „Ég hef fundið fyrir því hvað eftir
annað, að hjartað slær óreglulega," sagði hann.
„Hafðu engar áhyggjur af því,“ sagði læknirinn. „Við
stoppum það fljótlega.“
Tréfóturinn
Gamall karl kom til læknis og bar sig aumlega.
„Hvað gengur eiginlega að þér?“ spurði læknirinn.
„Mig verkjaði svo rosalega undan tréfætinum í nótt
að ég er alveg ósofinn," sagði karlinn. „Það var nú
verra. Passar hann ekki almennilega á þig eða hvað?“
„Jú, hann passar alveg ágætlega. Ég var hins vegar
rétt að festa blund þegar konan barði mig í hausinn
með fætinum."
Læknablaðið 2000/86 713