Læknablaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 85
Nasacart
triamcinolon acetonid
Lyktarlaust
og bragðlítið
• Nasacort hentar fyrir börn
frá 6 ára aldri* 1 2
• Nasacort®er tíksótróp - verkar á réttum stað3
• Nasacort®bætir marktækt nefeinkenni strax
á fyrsta degi meðferðar4
Nasacort nefúði, dreifa; ATC-flokkur R 01 A D 11.
Hver úðaskammtur inniheldur: Triamcinolonum INN, acetónið, 55 míkróg, Benzalkonii chloridum 15 míkróg, Natrii edetas 50 míkróg, burðarefni q.s.
Ábendingar: Lyfið er aetlað sem fyrirbyggjandi og til meðferðar á nefslímubólgu af vðldum ofnæmis. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára: Ráðlagður
skammtur er 220 míkróg, gefin sem 2 úðanir í hvora nös einu sinni á dag. Börn 6-12 ára: Ráðlagður skammtur er 110 míkróg gefin sem ein úðun í hvora nös einu sinni á dag.
Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Varnaðarorð og varúðarreglur: Ef grunur leikur á að starfsemi nýrnahettna sé skert, á að fylgjast vel með þegar skipt er frá
almennri barksterameðferð til staðbundinnar meðferðar. í klínískum rannsóknum með Nasacort hefur í einstaka tilvikum komið fram staðbundin sýking í nefi og koki, af
völdum Candida albicans. Ef slík sýking kemur fram á að hætta meðferð með lyfinu og hefja viðeigandi sveppaeyðandi meðferð. Þar sem lyfið hefur hemjandi verkun á græðslu
sára, á ekki að meðhöndla sjúklinga sem eru með sár í nefi, hafa nýlega gengist undir skurðaðgerð f nefi eða hafa nýlega fengið áverka á nef, fyrr en fullum bata er náð.
Milliverkanir: Engar þekktar. Meðganga og brjóstagjöf: Eins og aðrir barksterar hefur tríamcínólón asetónfð vanskapandi áhrif á rottur og kanfnur. Þetta getur m.a. verið
meðfædd gómglufa og/eða lokað vatnshöfuð og miðlægir beinagrindargallar. Vansköpun, þar með talin í miðtaugakerfi og höfði, hefur komið fram hjá öpum. Tríamcínólón
asetóníð gefið í formi innúða um munn veldur fósturvísis- og fóstureitrun hjá ungafullum rottum og kanínum, svipað og fram kemur við gjöf eftir öðrum leiðum. Ekki eru til
fullnægjandi rannsóknir á lyfinu hjá barnshafandi konum. Tríamcfnólón asetóníð á þvf einungis að nota á meðgöngu ef væntanlegt gagn vegur meira en hugsanleg áhætta fyrir
fóstrið. Ekki er vitað að hve miklu leyti tríamcínólón asetóníð skilst út í brjóstamjólk. Vegna þess að aðrir barksterar skiljast út í brjóstamjólk, skal gæta varúðar þegar lyfið er
gefið konum með börn á brjósti og væntanlegt gagn meðferðar fyrir móður á að vega meira en hugsanleg áhætta fyrir barnið.
Akstur og stjórnun vinnuvéla: Lyfið hefur hvorki áhrif á hæfni manna til bifreiðaaksturs eða stjórnunar annarra véla. Aukaverkanir: Algengustu aukaverkanir sem skráðar hafa
verið í klínískum rannsóknum með Nasacort snerta slímhúð nefs og háls. Þrjár algengustu aukaverkanirnar sem hugsanlega tengjast lyfinu eru nefslímubólga, höfuðverkur og
kverkabólga. Aukaverkanir í nefi og koki sem hugsanlega tengjast lyfinu eru: blóðnasir, erting í nefi, þurrkur í slímhimnu nefsins, nefstífla og hnerrar. Eins og við notkun
annarra barkstera á formi nefúða hefur gat á miðnesi einstaka sinnum komið fram. Ofskömmtun: Eins og við notkun annarra barkstera í nef, er bráð ofskömmtun Nasacort
ólíkleg, með tilliti til heildarmagns virks efnis. Ef allt innihald einnar flösku er af slysni notað í einu, annað hvort meðinntöku eða í nef, munu klínískar marktækar
aukaverkanir líklega ekki koma fram. Ef lyfið er tekið inn geta meltingaróþægindi komið fram. Lyfhrif: Trfamcínólón asetóníð er virkari afleiða tríamcínólóns og er um 8
sinnum öflugri en prednisón. Þótt að nákvæmur verkunarháttur barkstera gegn ofnæmi sé ekki þekktur eru barksterar mjög virkir i meðferð ofnæmissjúkdóma hjá mönnum.
Við alvarleg ofnæmiseinkenni er staðbundin meðferð í ráðlögðum skömmtum (míkróg) ekki eins áhrifarík og meðferð með stórum skömmtum (mg) í inntöku eða sem stungulyf.
Lyfið verkar ekki samstundis á ofnæmiseinkenni. Ofnæmiseinkenni geta minnkað hjá sumum sjúklingum á fyrsta sólarhring meðferðar, en búast má við að full áhrif komi fyrst
fram eftir 3-4 sólarhringa. Þegar meðferð er hætt koma einkenni ekki fram fyrr en eftir marga daga. í klínískum rannsóknum með allt að 400 míkróg á dag kom hvorki fram
bæling í heiladingli né nýrnahettuberki. Lyfjahvörf: Eftir einn 220 mfkróg skammt af Nasacort hjá frískum einstaklingum og hjá sjúklingum með nefslímubólgu af völdum
ofnæmis, var frásog tríamcínólóns asetónfðs óverulegt. Hámarksþéttni í plasma var að meðaltali 0,5 ng/ml (0,1-1 ng/ml) og kom fram 1,5 klst. eftir gjöf. Plasmaþéttni var að
meðaltali lægri en 0,06 ng/ml 12 klst. eftir gjöf og fyrir neðan greiningarmörk 24 klst. eftir gjöf. Útskilnaðarhelmingunartími var að meðaltali 3,1 klst. Skammtahlutföll voru
skilgreind hjá frískum einstaklingum og hjá sjúklingum eftir eina gjöf í nef; 110 míkróg eða 220 míkróg af lyfinu. Leiðbeiningar um meðferð/meðhöndlun lyfsins: Mikilvægt er
að hrista flöskuna fyrir hverja notkun. Hver úðaskammtur inniheldur 55 míkróg af tríamcínólón asetóníði. Fyrstu 5 úðaskammtarnir úr hverri nýrri úðaflösku, sem tekin er í
notkun nýtast ekki en síðan er hægt að nota hana næstu 2 vikurnar. Ef flaskan er notuð reglulega helst skömmtunin nákvæm allan notkunartímann. Ef hún er ekki notuð í
meira en tvær vikur á að stilla skammtaúðarann á ný, en nú með þvf að úða einu sinni út í loftið. Úðaflöskunni á að fleygja eftir að 120 skammtar hafa verið notaðir eða 2
mánuðum eftir að flaskan var tekin f notkun. Ekki má hella lausninni sem eftir er í aðra flösku. Pakkningar og hámarksverð (1. júní 2000): Úðaflaska 120 úðaskammtar (16,5 ml)
2.558 kr. Afgreiðslutilhögun: Lyfið er lyfseðilsskylt. Greiðsluþátttaka: E. Umboðsaðili á íslandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ.
Heimildir:
1 Fishken D. European Journal of Allergy and Clinical Immunology 1997; 52 (37): Suppl 531
2 Sérlyfjaskrá 2000
3 Berridge MS, Heald DL, Muswick GK. et al. J Nud Med 1998; 39: 1972-77
4 Munk ZM. et al. Annals of Allergy, Asthma & Immunology 1996; 77: 277-81