Læknablaðið - 15.10.2000, Page 94
LAUSAR STÖÐUR
Heilsugæslustöðin í
Grindavík
Heilsugæslu-
læknar
Lausar eru til umsóknar tvær stöður heilsu-
gæslulækna. Annars vegar staða yfirlæknis við
Heilsugæslustöðina í Grindavík, sem er H2 stöð og
starfar í nánum tengslum við Heilsugæslustöðina í
Keflavík. Vaktsvæði er sameiginlegt.
Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræðiviður-
kenningu í heimilislækningum eða sambærilega
menntun eða reynslu.
Hins vegar er laus staða heilsugæslulæknis með
starfssvæði í Keflavík og Grindavík. Æskilegt er að
umsækjendur hafi sérfræðiviðurkenningu í heimilis-
lækningum eða sambærilega menntun eða reynslu.
Möguleiki er á að Ijúka sérfræðinámi hjá okkur. Sam-
komulag getur verið um upphaf starfstíma.
Umsóknum skal skilað til framkvæmdastjóra fyrir
15. október næstkomandi á sérstökum eyðu-
blöðum, sem látin eru í té á skrifstofu Heilbrigóis-
stofnunarinnar, Mánagötu 9, Keflavík og á skrifstofu
landlæknis. Stöðin er skilgreind sem dreifbýli.
Allar nánari upplýsingar veitir Kristmundur
Ásmundsson, lækningaforstjóri í síma 422 0500,
netfang: kristmundur@hss.is og framkvæmdastjóri í
síma 422 0580 eða á netfangi: je@hss.is
Heilbrigðisstofnunin í
Vestmannaeyjum
Heilsugæslu-
læknir
Staða heilsugæslulæknis við Heilbrigðisstofnunina í
Vestmannaeyjum er laus til umsóknar. Staðan er
laus nú þegar og er æskilegt að umsækjendur geti
hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt úrskurði
Kjaranefndar.
Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræðimenntun á
sviði heimilislækninga. Um er að ræða 100% starf
auk bakvakta en við heilsugæslusvið stofnunarinnar
eru fjögur stöóugildi lækna.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma
481 1955.
Heilbrigðisstofnun
ísafjarðarbæjar
Heilsugæslu-
læknir
Staða læknis viö heilsugæslusvið Heilbrigðisstofn-
unarinnar ísafjarðarbæ er laus til umsóknar. Gert er
ráð fyrir aðsetri á ísafirði. Ráðið verður í stöðuna nú
þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Frekari upplýsingar veitir Hallgrímur Kjartansson,
yfirlæknir heilsugæslusviðs Heilbrigðisstofnun-
arinnar ísafjarðarbæ, í símum 450 4500 og 897
8340. Netfang: hallgrimur.kjartansson@fsi.is
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
starfsreynslu sendist framkvæmdastjóra, Guðjóni
S. Brjánssyni sem einnig veitir upplýsingar ef óskað
í símum 450 4500, 456 4660 og 897 4661, netfang:
gudjon.s.brjansson@fsi.is
Heilbrigðisstofnunin ísafjarðarbæ skiptist í
sjúkrasvið og heilsugæslusvið og er vel búin
stofnun, með góðri vinnuaðstöðu. Stofnunin þjónar
Vestfjörðum, einkum norðurhlutanum. Öll almenn
þjónusta er í boði, bæði á heilsugæslusviði og á
sviði skurð- og lyflækninga, fæðingarhjálpar,
öldrunarlækninga, slysahjálpar og endurhæfingar.
Starfsemin hefur verið í örum vexti á undanförnum
árum. Starfsmenn Heilbrigðisstofnunarinnar eru
rúmlega 150 talsins og starfsandi er mjög góður.
ísafjörður er höfuðstaður Vestfjarða og þar
blómstrar öflugt lista-, menningar- og félagslíf.
íþrótta- og keppnisaðstaða er mjög góð, bæði
innan- og utanhúss. Þrír golfvellir eru á svæðinu,
fjögur íþróttahús og fimm sundlaugar. Einnig er
líkamsræktarstöð í bænum. Tækifæri til útivistar eru
mörg, skíðaland er frábært, stutt í veiðilönd og
áhugaverð göngusvæði og aðstaða til sjósports er
engu lík. Veðursæld er mikil á ísafirði og lognkyrrð
algeng. Flugsamgöngur eru tvisvar til þrisvar á dag
til Reykjavíkur og fjórum sinnum í viku til Akureyrar.
www.jobbmed.com
Ledige legestillinger i hele Korden
722 Læknablaðið 2000/86