Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2014 Nú er mottumars í gangi eins og vel- flestir landsmenn væntanlega vita. Ekki er úr vegi að hvetja sem flesta til að styðja við það verkefni, en efnt er til þess í baráttunni gegn krabbameini sem herjar á karla, en þar er mein í blöðruhálskirtli langalgengast. Umhleypingar eru í kortunum næstu daga. Á fimmtudag er spáð suðvestan- átt, víða 10-15 m/s og él, en léttskýjuðu austanlands. Á föstudag er útlit fyrir norðlæga átt, 8-13 m/s og él, en létt- ir til sunnan- og vestanlands síðdeg- is. Kólnar í bili. Á laugardag er reiknað með suðaustanátt með snjókomu og vægu frosti í fyrstu, en að snúist síðan í vestanátt með slyddu eða rigningu og hlýnandi. Á sunnudag er spáð vest- anátt með éljagangi og kólnandi veðri og á mánudag norðanátt með éljum fyrir norðan, en björtu syðra. Talsvert frost verði þá um land allt. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Ferðu í leikhús í vetur?“ „Já, örugglega“ sögðu 37,05% og „já, sennilega“ 12,95%. 18,75% vissu það ekki og 31,25 kváðust örugglega ekki ætla í leikhús. Í þessari viku er spurt: Eiga ferðamenn sem koma til landsins að kaupa björgunar- tryggingu? Ketill Björnsson flugvirki á Akranesi er Vestlendingur vikunnar. Það sæmdar- heiti fær hann fyrir óvenjulega stór- tæka hugmynd til eflingar ferða- þjónustu á Vesturlandi. Hugmyndin er kynnt aftar í blaðinu og snýst um stærsta módel í heimi. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Fréttir af briddsstarfi VESTURLAND: Opna Borgarfjarðarmótið í bridds hefst mánudaginn 17. mars í Logalandi. Spilaður verð- ur barometer með tölvugefn- um spilum. Mótinu verður svo framhaldið í Lindartungu mánudaginn 24. mars og líkur svo í sal Félags eldri borgara á Akranesi fimmtudaginn 27. mars. Spilamennska hefst öll kvöldin klukkan 20:00. Vest- urlandsmótið í tvímenningi verður spilað á Hótel Hamri laugardaginn 29. mars. Þar mun einnig verða spilaður ba- rometer, allir við alla. Keppni hefst klukkan 10:30. Skrán- ing er hjá Ingimundi Jónssyni á zetorinn@visir.is eða í síma 861-5171. Að lokum er hér frétt frá Briddsfélagi Borga- fjarðar. Mánudagskvöldið 10. mars var spilaður léttur tví- menningur í Logalandi. Ein- ungis 10 pör mættu og því spiluðu allir við alla. Magn- ús B og Lárus á Hvanneyri nutu greinilega fjarveru sinna venjubundnu makkera því þeir spiluðu saman og unnu stórsigur, með 66,2% skori. Jón mjólkurbílsstjóri og hans makker urðu aðrir með 56,9% og Jón og Baldur komu þriðju í mark á 52,8%. -ij Neysluvatns- skortur HVALFJ.SV: Íbúar Hval- fjarðasveitar og aðrir notend- ur vatns á svæði Vatnsveitu- félags Hvalfjarðasveitar voru á mánudaginn varaðir við að gæði neysluvatns myndu fara versnandi. Í tilkynningu á vef sveitarfélagsins sagði: „Vegna lítils vatns í vatnsbólum verð- ur að grípa til nauðsynlegra ráðstafana við öflun vatns. Þannig mun síað yfirborðs- vatn verða leitt tímabundið inn á neysluvatnslögn. Unn- ið er að lagfæringum.“ Fólki var ráðlagt að sjóða allt vatn sem nota skal til neyslu. „Að- vörun þessi gildir þar til ann- að hefur verið tilkynnt,“ sagði í lok tilkynningarinnar. Heim- ili sem tengd eru veitunni eru: Melahverfið, Lambhagahverf- ið, Stóri Lambhagi, Galtar- holt, Miðfell, Hlíð, Eiðsvatn, Litla-Lambhagaland, Laxár- bakki, Vogatunga, Beitistaðir, Fannahlíð og Fellsendi. –mm Framúrakstur olli bílveltu LBD: Ökumaður bíls sem ekið var framúr öðrum á hringveg- inum við Grundartanga um miðja síðustu viku var grun- laus um glærahálku sem var á veginum. Bifreið hans rakst utan í þá sem hann var að fara framúr og við það missti öku- maður þeirrar bifreiðar hana útaf þannig að hún valt utan vegar. Farþegi í bílnum sem valt var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Að sögn lög- reglu gat ökumaðurinn í þess- um ótímabæra framúrakstri þó haldið áfram á sínum bíl eftir að lögregla hafði rætt við hann. Kranabíll flutti hinn bíl- inn á brott mikið skemmdan. Alls urðu sjö umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar í Borg- arfirði og Dölum í liðinni viku. Í fjórum þeirra urðu ein- hver meiðsli á fólki. Flest urðu óhöppin í snjó og krapa. –þá H-listi framfarasinnaðra Hólm- ara er nýtt framboð í Stykkishólmi sem mun bjóða fram í bæjarstjórn- arkosningum í lok maí. H-list- inn er myndaður með stuðningi sjálfstæðismanna og framsókn- armanna í bænum auk annarra íbúa sem hafa áhuga á bæjarmál- um. Hafdís Bjarnadóttir lífeinda- fræðingur skipar efsta sæti listans en í næstu sætum á eftir koma þau Sigurður Páll Jónsson sjómað- ur og varaþingmaður Framsókn- arflokksins í kjördæminu, Katr- ín Gísladóttir snyrtifræðingur og Sturla Böðvarsson fv. alþingismað- ur og ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins, sem jafnframt er bæjarstjóra- efni listans, er í fjórða sæti. Sturla var áður bæjarstjóri í Stykkishólmi á árunum 1974 til 1991 þegar hann settist á þing. Listinn var tilkynnt- ur á sunnudaginn eftir að félags- fundur í Sjálfstæðisfélaginu Skildi í Stykkishólmi lýsti yfir stuðningi við framboðslistann. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem sjálfstæð- ismenn í Stykkishólmi bjóða ekki fram undir eigin merkjum. Vilji og áhugi aðalatriðið Sturla sagði í samtali við Skessu- horn að framboðið legðist vel í sig. „Mér líst mjög vel á verkefnið og ég horfi með ánægju til þess að vinna með því góða fólki sem stendur að framboðinu. Það er langt um liðið síðan ég vann síðast að bæjarmálum í Stykkishólmi og stefni ég nú líkt og þá á að verða mínu góða sveitarfélagi að liði,“ segir Sturla. Hann verður 69 ára á árinu. Spurður um hvort að ekki sé óvenjulegt að menn á hans aldri séu í stafni í kosningabaráttu, svar- ar Sturla því til að aldur sé í raun afstæður. „Vilji og áhugi á að láta gott af sér leiða er aðalatriðið. Fjölmörg dæmi eru um að menn á mínum aldri hafa tekið að sér viða- mikil verkefni á stjórnmálsviðinu og er hægt að nefna Ronald Reag- an forseta Bandaríkjanna sem tók við embætti sjötugur og Konrad Adenauer kanslara Vestur-Þýska- lands sem tók við embætti 73 ára. Ég er þó ekki að líkja mér við þá, enda hafa verkefni þeirra væntan- lega verið umfangsmeiri en að sitja í bæjarstjórn í Stykkishólmi. Ég viðurkenni þó að ég hugsaði mig tvisvar um þegar til mín var leitað vegna framboðsins, en þegar ég sá hópinn sem átti að vera á listanum þá hikaði ég ekki við að gefa kost á mér,“ segir Sturla að lokum. Framboðslisti H-listans lýtur svona út: 1. Hafdís Bjarnadóttir 2. Sigurður Páll Jónsson 3. Katrín Gísladóttir 4. Sturla Böðvarsson 5. Íris Huld Sigurbjörnsdóttir 6. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir 7. Sigmar Logi Hinriksson 8. Ólafur Örn Ásmundsson 9. Ólöf Rún Ásgeirsdóttir 10. Ásmundur Guðmundsson 11. Hildur Sigurðardóttir 12. Þorgrímur R. Kristinsson 13. Guðfinna D. Arnórsdóttir 14. Sesselja Pálsdóttir. hlh Á fundi fulltrúaráða sjálfstæðis- manna í Borgarbyggð síðastliðið fimmtudagskvöld var einróma sam- þykkt tillaga uppstillingarnefnd- ar að framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 31. maí nk. Í kosningunum 2010 fékk fram- boðið þrjá menn í sveitarstjórn. Þrjú efstu sæti nýja listans eru skip- uð núverandi fulltrúum í sveitar- stjórn. Sem fyrr leiðir listann Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Brákarhlíðar og formaður byggðarráðs. Í heild er listinn þannig skipaður: 1. Björn Bjarki Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri og formaður byggð- aráðs, Borgarnesi. 2. Jónína Erna Arnardóttir tónlist- arkennari og sveitarstjórnarmaður, Borgarnesi. 3. Hulda Hrönn Sigurðardótt- ir bóndi og sveitarstjórnarmaður, Geirshlíð Flókadal. 4. Lilja Björg Ágústsdóttir grunn- skólakennari og laganemi, Signýj- arstöðum Hálsasveit. 5. Sigurður Guðmundsson við- skiptafræðingur, Borgarnesi. 6. Heiða Dís Fjeldsted bóndi og reiðkennari, Ferjukoti. 7. Haraldur Már Stefánsson gras- valla- og íþróttafræðingur, Borg- arnesi. 8. Pétur Már Jónsson mennta- skólanemi, Lækjarbugi. 9. Maren Sól Benediktsdóttir verkfræðinemi, Borgarnesi. 10. Gunnar Ásgeir Gunnarsson verkamaður, Felli Reykholtsdal. 11. Pálmi Þór Sævarsson tækni- fræðingur, Borgarnesi. 12. Íris Gunnarsdóttir viðskipta- fræðinemi, Borgarnesi. 13. Gunnar Örn Guðmundsson dýralæknir, Hvanneyri. 14. Hildur Hallkelsdóttir kennara- nemi, Borgarnesi. 15. Guðrún Ingadóttir laganemi, Borgarnesi. 16. Ólafur Pálsson verkamaður og frístundabóndi, Haukatungu syðri 1. 17. Guðrún María Harðardóttir, fv. Póstmeistari, Borgarnesi. 18. Vilhjálmur Egilsson rektor Há- skólans á Bifröst. mm Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 37,1 milljarð króna árið 2013 eða 2,1% af landsfram- leiðslu. Til samanburðar var tekju- afkoman neikvæð um 65 milljarða króna árið 2012 eða 3,8% af lands- framleiðslu. Tekjur hins opinbera námu um 789 milljörðum króna og hækkuðu um 6,6% milli ára. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þær 44,2% samanbor- ið við 43,6% árið 2012. Útgjöld hins opinbera voru 826 milljarð- ar króna og jukust um 2,6% milli ára en hlutfall þeirra af landsfram- leiðslu lækkaði milli ára, fór úr 47,4% í 46,3%. Þetta er niður- staða bráðabirgðauppgjörs hins opinbera fyrir árið 2013. Út eru komin Hagtíðindi í efnis- flokknum þjóðhagsreikningar um fjármál hins opinbera árið 2013. Gefið er talnalegt yfirlit um helstu þætti opinberra fjármála, þ.e. rík- is, sveitarfélaga og almannatrygg- inga. Áherslan er fyrst og fremst á hið opinbera en samsvarandi upp- lýsingar um undirgeira þess er að finna á vefsíðu Hagstofunnar. -fréttatilkynning Tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 37 milljarða króna Listi sjálfstæðismanna í Borgarbyggð Fimm efstu á lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð. F.v: Lilja Björg, Björn Bjarki, Hulda Hrönn, Sigurður og Jónína Erna. Tíu af fjórtán sem skipa hinn nýja H-lista í Stykkishólmi. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. H-listinn býður fram í Stykkishólmi og Sturla er bæjarstjóraefnið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.